

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum - og mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt.
Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á klakastíflunni í Hvítá en flóðin sökum hennar hafa aukist talsvert síðan í gær.
Í hádegisfréttum verður rætt við nýjan samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sem ætlar að láta hendur standa fram úr ermum á nýju ári.
Tveir eru alvarlega særðir og annar þeirra í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír voru handteknir á vettvangi.
Fylgi flokks Fólksins dregst saman frá kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu en hinir tveir flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn bæta við sig. Við rýnum í glænýja könnun á fylgi flokkanna í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan 12.
Í hádegisfréttum verður rætt við fasteignasala sem fer yfir árið sem er að líða auk þess sem hann spáir í spilin um næsta ár.
Enn hækkar tala látinna eftir flugslys á alþjóðaflugvellinum í Muan í Suður-Kóreu. Minnst 177 eru látin. Fjallað verður um slysið, sem er talið mannskæðasta flugslys í sögu landsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hvort fresta skuli fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þingmaður flokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða frestunar og leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn.
Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Landspítalanum þar sem grímuskylda hefur verið tekin upp.
Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðina í nótt og var ófært um veginn. Þung færð er enn víða um landið þó jólaveðrið hafi að mestu gengið niður. Öxnadalsheiðin er enn lokuð og óvíst hvort takist að opna fyrir umferð um hana í dag.
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu og gular viðvaranir víða annars staðar. Fólk er varað við því að halda í óþarfa ferðalög, sér í lagi milli landshluta, vegna blindhríðar.
Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf.
Í hádegisfréttum fjöllum við um veðurspánna sem er ekki sérstaklega glæsileg yfir jólin.
Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu.
Ný ríkisstjórn verður kynnt á blaðamannafundi klukkan eitt í dag en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur greint frá hverjir úr hennar röðum setjist í ráðneyti.
Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn.
Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með stjórnarmyndunarviðræðum sem sagðar eru vel á veg komnar.
Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um nýlega útgáfu hvalveiðileyfis til Hvals hf. og hrefnuveiðimanna.
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Í hádegisfréttum fjöllum við um tillögur starfshóps um úrræði fyrir þá sem eru langt leiddir af ópíóðanotkun.
Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun MAST að gefa út tillögu að rekstrarleyfi til fiskeldis í Seyðisfirði.
Í hádegisfréttum fjöllum við um athugasemdir Umboðsmanns Alþingis við seinagang í svörum hjá Umverfis- og skilulagssviði borgarinnar.
Í hádegisfréttum verður rætt við aðalhagfræðing Landsbankans sem segir að verri afkoma ríkissjóðs, sem greint var frá í gær, séu ekki góðar fregnir fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við búinu.
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndun þeirra þriggja flokka sem nú sitja í málefnahópum til þess að finna flöt á ríkisstjórnarsamstarfi.
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa síðustu daga.
Sýrlandsstjórn hefur hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Forsetanum Bashar Assad hefur verið steypt af stóli og er sagður hafa yfirgefið landið og fangar hafa verið leystir úr haldi.
Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu.
Í hádegisfréttum er fjallað um ákvörðun starfandi matvælaráðherra um að gefa út veiðileyfi á langreyð og hrefnu og rætt við hina ráðherrana í ríkisstjórninni sem hittust á fundi í morgun.