Ástin á götunni

Fréttamynd

Kristján tippar á KR og ÍBV

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt.

Sport
Fréttamynd

Rafa hefur trú á Crouch

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með að hafa fengið Peter Crouch til liðs við félagið. "Crouch er góður leikmaður með marga kosti. Hann mun styrkja framlínuna og með tilkomu hans höfum fleiri kosti í stöðunni."

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik (HK- Fylkir)

Markalaust er í hálfleik í leik HK og Fylkis í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar sem fram fer í Kópavogi. HK fékk besta færi fyrri hálfleiks en þá varði Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, vel frá Eyþóri Guðnasyni

Sport
Fréttamynd

FH úr leik

FH-ingar töpuðu rétt í þessu 2-1 fyrir Nefchi frá Azerbadjan í seinni leik liðanna í 1.umferð forkeppni  Meistaradeildar Evrópu. Nefchi missti mann útaf rétt fyrir hálfleik en það skipti engu máli, því í byrjun síðari hálfleiks komust þeir yfir. FH-ingar jöfnuðu með marki frá Allan Borgvardt ...

Sport
Fréttamynd

Ronaldo hættir eftir HM 2006

Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskónna á hilluna vorið 2009.

Sport
Fréttamynd

Er Pires á leið frá Arsenal?

Forráðamenn Galatasaray eru sannfærðir um að þeir muni ná að lokka til sín franska miðjumanninn Robert Pires frá Arsenal á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Draumur FH úti?

Draumar FH um sæti í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru svo gott sem úti. Neftchi var að skora og staðan er nú 1-0 fyrir þeim. Nú þarf FH að gera fjörur mörk til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Draumurinn að spila í úrvalsdeild

Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun.

Sport
Fréttamynd

Brynjar Björn til Reading

Tilboði enska 1.deildarliðsins Reading í íslenska landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson sem leikur hjá Watford hefur verið samþykkt. Ekki er vitað hvert kaupverðið er sem stendur. Nú á Brynjar Björn eftir að standast læknisskoðunn og semja um eigin hagi áður en hann getur gengið frá félagaskiptum í Reading en fyrir hjá félaginu er Ívar...

Sport
Fréttamynd

Enn jafnt hjá FH - Daði frábær

Eftir þrjátíu og sex mínútna leik er enn jafnt í Kaplakrikanum, en FH hefur þó verið betra liðið. Auðun Helgason og Ásgeir Ásgeirsson eru báðir búnir að komast nálægt því að skora en skallar þeirra fóru naumlega yfir markið.  Neftchi hefur þó fengið besta færi leiksins,en þá slapp Tomislav Misura í gegn en Daði Lárusson sá við honum.

Sport
Fréttamynd

Ekki komist áfram síðan 2000

Íslensk lið hafa ekki komist í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðustu fjögur tímabil en síðasta liðið til að komast í gegnum fyrstu hindrun var KR sem sló út maltneska liðið Birkirkara sumarið 2001. FH-ingar mæta Neftchi í Kaplakrika í kvöld og þurfa að vinna upp 0-2 forustu Azerana frá því í fyrri leinum í Bakú.

Sport
Fréttamynd

Placente til Celta Vigo

Argentínski landsliðsmaðurinn Diego Placente er genginn til liðs við spænsa liðið Celta Vigo frá Bayer Leverkusen. Placente er 28 ára gamall og lék með Leverkusen í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2002 gegn Real Madrid. Placente neitaði samningi við Leverkusen því hann vildi fara frá Þýskalandi. 

Sport
Fréttamynd

Gerrard með tvennu-Liverpool áfram

Þegar Liverpool sigraði TNS fyrir viku, gerði Steven Gerrard öll þrjú mörk Liverpool manna. Í kvöld er liðið sigraði TNS 3-0 gerði Gerrrard tvö mörk en spilaði aðeins rúmar tuttugu mínútur. Þriðja mark Liverppool gerði Djibril Cisse. Þar með eru Evrópumeistararnir komnir í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 6-0 sigur.

Sport
Fréttamynd

Crouch til Liverpool

Framherji Southamton, Peter Crouch gengur til liðs við Liverpool á morgun standist hann læknisskoðun. Fyrr í dag samþykkti Southamton tilboð Liverpool í framherjann uppá 7 milljónir punda.  Crouch, 24 ára gerði 16 mörk á síðasta leiktímabili. Það er því greinilegt að Evrópumeistararnir ætli sér stóra hluti á komandi tímabili.

Sport
Fréttamynd

Leikum alltaf til sigurs

FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. </font /></b />

Sport
Fréttamynd

Kenyon bjartsýnn á að landa Essien

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea segist vera bjartsýnn á að ná að landa Michael Essien frá frönsku meisturunum í Lyon, þrátt fyrir að Chelsea hafi gert tvö árangurslaus tilboð í leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Venesúela 17. ágúst

Íslenska landsliðið í fótbolta mun mæta Veneúsuela þann 17. ágúst í vináttuleik á Laugardalsvelli. Venesúela er í Suður-Ameríku riðlinum, á þar veika von um að komast áfram eru með 15 stig, 5 stigum á eftir Kólumbíu sem eru í 5 sæti. 

Sport
Fréttamynd

Brann burstaði Birmingham í kvöld

Íslendingaliðið Brann frá Noregi með þá Kristján Örn Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason innanborðs gjörsigraði enska úrvalsdeildarliðið Bimingham 4-0 í kvöld í  æfingaleik í Bergen. Kristján og Ólafur léku báðir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Ailton til Besiktas

Brasilíski snillingurinn Ailton er á leiðinni til Besiktas í Tyrklandi frá Schalke. Ailton hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýska boltanum á undanförnum árum og skemmst er að minnast þess þegar hann leiddi Weger Bremen til sigurs í þýsku deildinni árið 2004. Kappinn lék aðeins eitt tímabil með Schalke.

Sport
Fréttamynd

Derby - ÍA í kvöld

Í dag eigast við ÍA og Derby County upp á Skipaskaga. Leikurinn er liður í undirbúningi Derby fyrir komandi leiktíð í ensku 1. deildinni. Derby liðið er mjög sterkt og komst í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá U-18 í fótbolta

Íslenska ungmennalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri í knattspyrnu sigraði Tyrki fyrr í dag 3-1. Leikurinn var jafn í byrjun en eftir að leikmanni Tyrkja var vikið af leikvelli á 12. mín var íslenska liðið sterkara og komst yfir á 19. mínútu með marki Birkis Bjarnasonar.

Sport
Fréttamynd

Venesúela er verðugur andstæðingur

Knattspyrnusamband Íslands hefur samið um að leika tvo vináttulandsleiki í sumar og haust, gegn Venesúela hér heima þann 17. ágúst og gegn Pólverjum ytra í október.

Sport
Fréttamynd

Andy Cole til City

Andy Cole sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 1995-2001 er nú genginn til liðs við ljósbláa liðið í Manchester borg, City. Cole hefur því yfirgefið Heiðar Helguson og félaga í Fulham til að ganga til liðs við Stuart Pearce og lærisveina hans í Man. City.

Sport
Fréttamynd

Hvar er hollustan í garð liðsins?

Stjórnarformaður Arsenal, Peter Hill-Wood, segir að Ashley Cole hafi ekki verið að gera lítið úr félaginu með því að skrifa aðeins undir árs langa framlengingu á samningi sínum við félagið en fá um leið mjög ríflega kauphækkun.

Sport
Fréttamynd

Leikir við Venúsúela og Pólland

Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki það sem eftir er ársins. Fyrst kemur Venúsúela í heimsókn á Laugardalsvöllinn 17. ágúst og íslenska landsliðið fer síðan til Varsjáar 7. október og spilar við Pólverja.

Sport
Fréttamynd

Coleman vill Saha aftur til Fulham

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú beint sjónum sínum að fyrrum framherja liðsins, Louis Saha og ætlar sér að reyna að fá hann aftur til félagsins frá Manchester United, þar sem hann hefur ekki náð að festa sig í sessi.

Sport
Fréttamynd

Kewell kviðslitinn

Harry Kewell leikmaður Liverpool, missir af upphafsleikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna kviðslits og þarf að gangast undir aðgerð. Kewell hefur alls ekki fundið sig í búningi Liverpool frá því leikmaðurinn gekk til lið við félagið frá Leeds sumarið 2003

Sport
Fréttamynd

Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool er 1-0 yfir í hálfleik gegn TNS frá Wales í 1.forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Djibril Cisse gerði markið á 26. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, Liverpool vann fyrri leikinn 3-0.

Sport
Fréttamynd

Nistelrooy ætlar að bæta sig í ár

Ruud van Nistelrooy, hollenski framherjinn hjá Man. Utd, kveðst ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að lið sitt nái betri árangri en á síðustu leiktíð, og að hluti af því sé að bæta eigin leik.

Sport