Ástin á götunni Góð tíðindi fyrir Manchester City Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City hefur staðfest að þeir Robbie Fowler og Sylvain Distin verði klárir í grannaslag Manchester City og Manchester United um helgina, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða undanfarið. Sport 14.10.2005 06:41 Knattspyrnusambandið kærir Chelsea Chelsea er enn komið í fréttirnar fyrir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins, en í þetta sinn eiga þeir yfir höfði sér harða refsingu eftir að upp komst að félagið lét leikmenn liðsins taka lyfjapróf í fyrrasumar, í trássi við reglur sambandsins. Sport 14.10.2005 06:41 Glen Johnson sendur heim Varnarmaðurinn Glen Johnson var sendur heim frá Þýskalandi með skömm af þjálfurum eftir U-21 árs leik Englendinga og Þjóðverja á dögunum, eftir að hann hafði verið hrokafullur og agalaus í ferðinni. Þykir Johnson hafa stimplað sig endanlega út úr myndinni hjá enska landsliðinu fyrir vikið. Sport 14.10.2005 06:41 Tímabil Newcastle byrjar núna Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, hefur lýst því yfir að nýtt upphaf fari í hönd hjá félaginu um helgina með tilkomu Michael Owen og segist veðja á að Owen verði markakóngur í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:41 Fulham nældi í Christanval Fulham, lið Heiðars Helgusonar í ensku úrvalsdeildinni, gerði í gærkvöld fjögurra ára samning við franska varnarmanninn Philippe Christianval, sem er 27 ára og lék áður með Monaco, Barcelona og Marseille. Sport 14.10.2005 06:41 Klinsmann hefur ekki áhyggjur Jurgen Klinsmann, landsliðisþjálfari Þjóðverja, hefur hvatt leikmenn sína til að láta harða gagnrýni fjölmiðla og sérfræðinga á liðinu sem vind um eyru þjóta og segir það að þola gagnrýni vera hluta af starfinu. Sport 14.10.2005 06:41 Búlgarar jafna leikinn Staðan í leik Íslands og Búlgaríu er orðin 2-2. Það var Iliev sem jafnaði metin fyrir heimamenn á 69. mínútu. Dómari leiksins er ekki vinsæll hjá íslenska liðinu, en hann er búinn að dæma af því löglegt mark og sleppa augljósri vítaspyrnu. Sport 14.10.2005 06:41 Ísland yfir 2-1 í hálfleik Staðan er óbreytt í hálfleik í leik Íslands og Búlgaríu ytra, en fyrri hálfleikurinn hefur verið mjög fjörugur. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra í hálfleiknum og íslenska liðið í raun óheppið að hafa ekki skorað tvö mörk til viðbótar. Sport 14.10.2005 06:41 Ísland komið í 2-0 Íslenska liðið hefur bætt við öðru marki á 16. mínútu leiksins, en þar var að verki Hermann Hreiðarsson sem skoraði með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá hægri. Sport 14.10.2005 06:41 Búlgarar komnir yfir 3-2 Búlgarar eru komnir yfir 3-2 á móti Íslendingum í Sofia og útlitið dökkt hjá okkar mönnum, sem komust í 2-0 snemma leiks. Það var Petrov sem skoraði mark heimamanna fjórum mínútum fyrir leikslok. Sport 14.10.2005 06:41 Leikur Íslands og Búlgaríu hafinn Leikur Íslendinga og Búlgara í undankeppni HM er hafinn í Sofia í Búlgaríu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi meðan leikurinn stendur yfir, en þess má geta að leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 14.10.2005 06:41 Mál John Obi Mikel að leysast Norska blaðið Verdens Gang hefur greint frá því að hinn umdeildi John Obi Mikel muni líklega ganga til liðs við Manchester United um áramótin eins og til stóð, en hann hefur verið týndur undanfarið eftir að verða miðpunktur rifrildis Chelsea og Manchester United um kaup á honum. Sport 14.10.2005 06:40 Ronaldo spilar þrátt fyrir áfall Miðjumaðurinn knái hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, ætlar að leggja sig allan fram með landsliði Portúgal í leiknum við Rússa í dag, þrátt fyrir að faðir hans hafi látist vegna veikinda á mánudaginn. Sport 14.10.2005 06:41 Comolli til Tottenham Tottenham Hotspurs hefur ráðið til sín Frakkann Damien Comolli, sem gegna mun starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu og tekur við starfi Danans Frank Arnesen, sem var rekinn frá félaginu fyrir óhollustu á sínum tíma. Sport 14.10.2005 06:41 Cole dettur úr byrjunarliði enskra Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, áformar að spila áfram leikkerfið 4-5-1 í leiknum við Norður-Íra í undankeppni HM í kvöld, en endurkoma Michael Owen inn í byrjunarliðið þýðir sennilega að Joe Cole missi sæti sitt frá síðasta leik. Sport 14.10.2005 06:40 Eiður Smári misnotaði dauðafæri Eiður Smári Guðjohnsen fór illa að ráði sínu nú rétt áðan, þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri fyrir framan mark Búlgara. Hann fékk góða sendingu fyrir markið frá hægri frá Heiðari Helgusyni, en skaut yfir markið. Sport 14.10.2005 06:41 Beckham blæs á gagnrýni David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki sáttur við þá gagnrýni sem hann fékk frá knattspyrnuspekingum á Englandi í gær, en þeir Terry Butcher og Alan Hansen létu báðir hafa eftir sér í gær að dagar fyrirliðans væru brátt taldir í liðinu. Sport 14.10.2005 06:40 Ísland tapaði fyrir Búlgaríu Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-2 fyrir Búlgaríu í Sofia, eftir að hafa náð tveggja marka forystu í leiknum. Íslenska liðið átti nokkra lipra spretti í leiknum og fékk fleiri dauðafæri í honum en í nokkrum öðrum leik í þessari undankeppni, en allt kom fyrir ekki. Sport 14.10.2005 06:41 Vieira ber virðingu fyrir Keane Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira, sem leikur með Juventus á Ítalíu, sagði í viðtali í gærkvöldi að hann bæri mikla virðingu fyrir Roy Keane, fyrirliða írska landsliðsins. Þjóðirnar mætast í undankeppni HM í dag og þar rifja þeir félagar upp gamla takta frá því þeir mættust reglulega í leikjum Arsenal og Manchester United. Sport 14.10.2005 06:40 Brassar heppnir gegn Sevilla Stjörnum prýtt lið heimsmeistara Brasilíu slapp með 1-1 jafntefli í leik við spænska liðið Sevilla, í leik sem spilaður var í gærkvöld í tilefni af aldarafmæli spænska félagsins. Sport 14.10.2005 06:40 Reynir og Sindri í aðra deild Reynir Sandgerði og Sindri frá Höfn í Hornafirði tryggðu sér í gærkvöld sæti í annari deild karla í knattspyrnu að ári eftir síðari leikina í umspili. Sport 14.10.2005 06:40 Síðari hálfleikurinn byrjaður Síðari hálfleikurinn í leik Búlgaríu og Íslands er hafinn og hann byrjar ekki ósvipað og sá fyrri. Heiðar Helguson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörnina frá Grétari, en skaut yfir markið einn á móti markverðinum. Sannkallað dauðafæri. Sport 14.10.2005 06:41 Bæði lið í dauðafærum Ísland og Búlgaría hafa bæði fengið dauðafæri, nú þegar um rúmur hálftími er liðinn af leiknum. Hermann Hreiðarsson á eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin eftir að hafa skallað boltann yfir á markteig heimamanna nú fyrir stundu. Sport 14.10.2005 06:41 Grétar kemur Íslandi yfir Íslenska liðið byrjar mjög vel í leiknum við Búlgaríu og það tók liðið aðeins níu mínútur að ná forystu í leiknum, en þar var að verki Grétar Rafn Steinsson sem skoraði eftir varnarmistök heimamanna. Sport 14.10.2005 06:41 Perrin hefur ekki áhyggjur Franski knattspyrnustjórinn Alain Perrin hjá Portsmouth segist ekki hafa stórar áhyggjur af döpru gengi liðsins í upphafi leiktíðar og segist sjá batamerki á leik liðsins. Sport 14.10.2005 06:40 Plymouth rekur þjálfarann Plymouth Argyle, félag Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, rak í gærkvöld knattspyrnustjóra sinn Bobby Williamson eftir að liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og hefur strax ráðið Jocky Scott í hans stað tímabundið. Sport 14.10.2005 06:40 Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu Nú rétt í þessu tilkynntu Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliðinu í leiknum við Búlgaríu í undankeppni HM, sem fram fer í Búlgaríu klukkan 16 síðdegis. Sport 14.10.2005 06:41 Búlgaría minnkar muninn í 2-1 Búlgaría hefur minnkað muninn í 2-1 gegn Búlgaríu í Sofia og þar var að verki hinn magnaði framherji Dimitar Berbatov úr fyrstu alvöru sókn Búlgara. Þeir fengu svo sannkallað dauðafæri mínútu síðar, en Árni Gautur sá við þeim í markinu. Heimamenn ráða nú lögum og lofum á vellinum og gera sig líklega til að jafna leikinn. Sport 14.10.2005 06:41 Benitez framherjavanda Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er kominn í gamalkunn vandræði með lið sitt fyrir leikinn við Tottenham Hotspur á laugardaginn. Mikil meiðsli eru á meðal framherja liðsins, en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort Benitez mun ná að stilla upp tveimur heilum framherjum í leiknum. Sport 14.10.2005 06:40 Neville vill meiri hörku Gary Neville, leikmaður Manchester United, þykir nauðsynlegt að félagar hans í liðinu sýni meiri hörku ef þeir ætla sér að veita Chelsea harða samkeppni um meistaratitilinn á Englandi í vor. Sport 13.10.2005 19:46 « ‹ 305 306 307 308 309 310 311 312 313 … 334 ›
Góð tíðindi fyrir Manchester City Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City hefur staðfest að þeir Robbie Fowler og Sylvain Distin verði klárir í grannaslag Manchester City og Manchester United um helgina, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða undanfarið. Sport 14.10.2005 06:41
Knattspyrnusambandið kærir Chelsea Chelsea er enn komið í fréttirnar fyrir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins, en í þetta sinn eiga þeir yfir höfði sér harða refsingu eftir að upp komst að félagið lét leikmenn liðsins taka lyfjapróf í fyrrasumar, í trássi við reglur sambandsins. Sport 14.10.2005 06:41
Glen Johnson sendur heim Varnarmaðurinn Glen Johnson var sendur heim frá Þýskalandi með skömm af þjálfurum eftir U-21 árs leik Englendinga og Þjóðverja á dögunum, eftir að hann hafði verið hrokafullur og agalaus í ferðinni. Þykir Johnson hafa stimplað sig endanlega út úr myndinni hjá enska landsliðinu fyrir vikið. Sport 14.10.2005 06:41
Tímabil Newcastle byrjar núna Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, hefur lýst því yfir að nýtt upphaf fari í hönd hjá félaginu um helgina með tilkomu Michael Owen og segist veðja á að Owen verði markakóngur í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:41
Fulham nældi í Christanval Fulham, lið Heiðars Helgusonar í ensku úrvalsdeildinni, gerði í gærkvöld fjögurra ára samning við franska varnarmanninn Philippe Christianval, sem er 27 ára og lék áður með Monaco, Barcelona og Marseille. Sport 14.10.2005 06:41
Klinsmann hefur ekki áhyggjur Jurgen Klinsmann, landsliðisþjálfari Þjóðverja, hefur hvatt leikmenn sína til að láta harða gagnrýni fjölmiðla og sérfræðinga á liðinu sem vind um eyru þjóta og segir það að þola gagnrýni vera hluta af starfinu. Sport 14.10.2005 06:41
Búlgarar jafna leikinn Staðan í leik Íslands og Búlgaríu er orðin 2-2. Það var Iliev sem jafnaði metin fyrir heimamenn á 69. mínútu. Dómari leiksins er ekki vinsæll hjá íslenska liðinu, en hann er búinn að dæma af því löglegt mark og sleppa augljósri vítaspyrnu. Sport 14.10.2005 06:41
Ísland yfir 2-1 í hálfleik Staðan er óbreytt í hálfleik í leik Íslands og Búlgaríu ytra, en fyrri hálfleikurinn hefur verið mjög fjörugur. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra í hálfleiknum og íslenska liðið í raun óheppið að hafa ekki skorað tvö mörk til viðbótar. Sport 14.10.2005 06:41
Ísland komið í 2-0 Íslenska liðið hefur bætt við öðru marki á 16. mínútu leiksins, en þar var að verki Hermann Hreiðarsson sem skoraði með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá hægri. Sport 14.10.2005 06:41
Búlgarar komnir yfir 3-2 Búlgarar eru komnir yfir 3-2 á móti Íslendingum í Sofia og útlitið dökkt hjá okkar mönnum, sem komust í 2-0 snemma leiks. Það var Petrov sem skoraði mark heimamanna fjórum mínútum fyrir leikslok. Sport 14.10.2005 06:41
Leikur Íslands og Búlgaríu hafinn Leikur Íslendinga og Búlgara í undankeppni HM er hafinn í Sofia í Búlgaríu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi meðan leikurinn stendur yfir, en þess má geta að leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 14.10.2005 06:41
Mál John Obi Mikel að leysast Norska blaðið Verdens Gang hefur greint frá því að hinn umdeildi John Obi Mikel muni líklega ganga til liðs við Manchester United um áramótin eins og til stóð, en hann hefur verið týndur undanfarið eftir að verða miðpunktur rifrildis Chelsea og Manchester United um kaup á honum. Sport 14.10.2005 06:40
Ronaldo spilar þrátt fyrir áfall Miðjumaðurinn knái hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, ætlar að leggja sig allan fram með landsliði Portúgal í leiknum við Rússa í dag, þrátt fyrir að faðir hans hafi látist vegna veikinda á mánudaginn. Sport 14.10.2005 06:41
Comolli til Tottenham Tottenham Hotspurs hefur ráðið til sín Frakkann Damien Comolli, sem gegna mun starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu og tekur við starfi Danans Frank Arnesen, sem var rekinn frá félaginu fyrir óhollustu á sínum tíma. Sport 14.10.2005 06:41
Cole dettur úr byrjunarliði enskra Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, áformar að spila áfram leikkerfið 4-5-1 í leiknum við Norður-Íra í undankeppni HM í kvöld, en endurkoma Michael Owen inn í byrjunarliðið þýðir sennilega að Joe Cole missi sæti sitt frá síðasta leik. Sport 14.10.2005 06:40
Eiður Smári misnotaði dauðafæri Eiður Smári Guðjohnsen fór illa að ráði sínu nú rétt áðan, þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri fyrir framan mark Búlgara. Hann fékk góða sendingu fyrir markið frá hægri frá Heiðari Helgusyni, en skaut yfir markið. Sport 14.10.2005 06:41
Beckham blæs á gagnrýni David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki sáttur við þá gagnrýni sem hann fékk frá knattspyrnuspekingum á Englandi í gær, en þeir Terry Butcher og Alan Hansen létu báðir hafa eftir sér í gær að dagar fyrirliðans væru brátt taldir í liðinu. Sport 14.10.2005 06:40
Ísland tapaði fyrir Búlgaríu Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-2 fyrir Búlgaríu í Sofia, eftir að hafa náð tveggja marka forystu í leiknum. Íslenska liðið átti nokkra lipra spretti í leiknum og fékk fleiri dauðafæri í honum en í nokkrum öðrum leik í þessari undankeppni, en allt kom fyrir ekki. Sport 14.10.2005 06:41
Vieira ber virðingu fyrir Keane Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira, sem leikur með Juventus á Ítalíu, sagði í viðtali í gærkvöldi að hann bæri mikla virðingu fyrir Roy Keane, fyrirliða írska landsliðsins. Þjóðirnar mætast í undankeppni HM í dag og þar rifja þeir félagar upp gamla takta frá því þeir mættust reglulega í leikjum Arsenal og Manchester United. Sport 14.10.2005 06:40
Brassar heppnir gegn Sevilla Stjörnum prýtt lið heimsmeistara Brasilíu slapp með 1-1 jafntefli í leik við spænska liðið Sevilla, í leik sem spilaður var í gærkvöld í tilefni af aldarafmæli spænska félagsins. Sport 14.10.2005 06:40
Reynir og Sindri í aðra deild Reynir Sandgerði og Sindri frá Höfn í Hornafirði tryggðu sér í gærkvöld sæti í annari deild karla í knattspyrnu að ári eftir síðari leikina í umspili. Sport 14.10.2005 06:40
Síðari hálfleikurinn byrjaður Síðari hálfleikurinn í leik Búlgaríu og Íslands er hafinn og hann byrjar ekki ósvipað og sá fyrri. Heiðar Helguson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörnina frá Grétari, en skaut yfir markið einn á móti markverðinum. Sannkallað dauðafæri. Sport 14.10.2005 06:41
Bæði lið í dauðafærum Ísland og Búlgaría hafa bæði fengið dauðafæri, nú þegar um rúmur hálftími er liðinn af leiknum. Hermann Hreiðarsson á eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin eftir að hafa skallað boltann yfir á markteig heimamanna nú fyrir stundu. Sport 14.10.2005 06:41
Grétar kemur Íslandi yfir Íslenska liðið byrjar mjög vel í leiknum við Búlgaríu og það tók liðið aðeins níu mínútur að ná forystu í leiknum, en þar var að verki Grétar Rafn Steinsson sem skoraði eftir varnarmistök heimamanna. Sport 14.10.2005 06:41
Perrin hefur ekki áhyggjur Franski knattspyrnustjórinn Alain Perrin hjá Portsmouth segist ekki hafa stórar áhyggjur af döpru gengi liðsins í upphafi leiktíðar og segist sjá batamerki á leik liðsins. Sport 14.10.2005 06:40
Plymouth rekur þjálfarann Plymouth Argyle, félag Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, rak í gærkvöld knattspyrnustjóra sinn Bobby Williamson eftir að liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og hefur strax ráðið Jocky Scott í hans stað tímabundið. Sport 14.10.2005 06:40
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu Nú rétt í þessu tilkynntu Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliðinu í leiknum við Búlgaríu í undankeppni HM, sem fram fer í Búlgaríu klukkan 16 síðdegis. Sport 14.10.2005 06:41
Búlgaría minnkar muninn í 2-1 Búlgaría hefur minnkað muninn í 2-1 gegn Búlgaríu í Sofia og þar var að verki hinn magnaði framherji Dimitar Berbatov úr fyrstu alvöru sókn Búlgara. Þeir fengu svo sannkallað dauðafæri mínútu síðar, en Árni Gautur sá við þeim í markinu. Heimamenn ráða nú lögum og lofum á vellinum og gera sig líklega til að jafna leikinn. Sport 14.10.2005 06:41
Benitez framherjavanda Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er kominn í gamalkunn vandræði með lið sitt fyrir leikinn við Tottenham Hotspur á laugardaginn. Mikil meiðsli eru á meðal framherja liðsins, en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort Benitez mun ná að stilla upp tveimur heilum framherjum í leiknum. Sport 14.10.2005 06:40
Neville vill meiri hörku Gary Neville, leikmaður Manchester United, þykir nauðsynlegt að félagar hans í liðinu sýni meiri hörku ef þeir ætla sér að veita Chelsea harða samkeppni um meistaratitilinn á Englandi í vor. Sport 13.10.2005 19:46