Ástin á götunni Valsstúlkur vekja athygli ytra Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Sport 14.10.2005 06:43 Víkingar upp, Völsungur niður Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna. Sport 14.10.2005 06:43 McClaren ánægður með sína menn Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0. Sport 14.10.2005 06:42 Lokaumferð fyrstu deildar í kvöld Lokaumferð 1.deildar karla fer fram í kvöld. Fallbaráttan er æsispennandi, fimm lið geta fylgt KS niður í 2. deild en úrslitin á toppnum eru næstum ráðin, Breiðablik er búið að vinna deildina og að öllum líkindum fylgja Víkingar þeim upp í efstu deild en þeir eru í afar góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan KA og eiga 11 mörk á þá í markatölu. Sport 14.10.2005 06:42 Góður sigur Valsstúlkna Kvennalið Vals vann í dag góðan sigur á serbneska liðinu Masinac Classic Nis í milliriðli Evrópukeppninnar. Leikurinn fór 3-0 fyrir Val og það voru Margrét Lára Viðarsdóttir (2) og Rakel Valsdóttir sem skorðu mörk liðsins. Valur á einn leik eftir í riðlinum gegn liði Alma á laugardag og þar ræðst hvaða lið kemst áfram í keppninni. Sport 14.10.2005 06:42 Tap hjá Brann og Valerenga Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann töpuðu fyrir Lokomotiv Moskvu í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, með tveimur mörkum gegn einu. Brann var yfir í hálfleik 1-0, en rússneska liðið beit í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum og skoraði tvívegis. Sport 14.10.2005 06:42 Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. Sport 14.10.2005 06:42 Neville klár í slaginn Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:42 Gunnar Heiðar á skotskónum Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum með liði sínu Halmstad í Svíþjóð í kvöld, en eins og svo oft áður á leiktíðinni nægði það ekki til sigurs. Sport 14.10.2005 06:42 Ætlar sér stóra hluti með Blika Karl Brynjólfsson, formaður Meistaraflokksráðs Breiðabliks, ætlar félaginu stóra hluti í framtíðinni og er ákveðinn í að gera liðið að Evrópumeisturum innan skamms. Sport 14.10.2005 06:42 Sheringham er einstakur Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó Teddy Sheringham sé svo sannarlega að storka aldurslögmálinu með því að vera fastamaður í liði í ensku úrvalsdeildinni, verði hann líklega að gefa honum örlitla hvíld svo hann sprengi sig ekki. Sport 14.10.2005 06:42 Fjöldi leikja í UEFA Cup í kvöld Það eru hvorki fleiri né færri en 40 leikir á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og þegar er sjö leikjum lokið. Ensku liðin Everton, Bolton og Middlesbrough eru öll að spila í kvöld og þá verða nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Sport 14.10.2005 06:42 Rooney átti skilið að fá rautt Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið. Sport 14.10.2005 06:42 Hughes ánægður með árið Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, segist ánægður með framfarir liðsins á því ári sem hann hefur nú verið við stjórnvölinn hjá liðinu. Sport 14.10.2005 06:42 Jafntefli hjá Derby og Coventry Það var einn leikur á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Derby og Coventry gerðu jafntefli, 1-1. Derby er í 13. sæti í deildinni með 10 stig en Coventry í 18. sæti með 7 stig. Sport 14.10.2005 06:42 Laursen frá út tímabilið Danski landsliðsmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa, leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni, því hann er farinn til Bandaríkjanna í uppskurð vegna erfiðra hnémeiðsla sem hann á við að etja og missir því af öllu tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.10.2005 06:42 Laugardalsvöllur stækkaður Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið. Sport 14.10.2005 06:42 Real hefur áhuga á Makelele Carlos Queiros, sem er þjálfari hjá Manchester United og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í gær vísbendingar um að gamla félagið hans hefði áhuga á að fá franska landsliðsmanninn Claude Makelele í sínar raðir á ný, en hann lék sem kunnugt er með Real Madrid áður en hann fór til Chelsea fyrir tveimur árum. Sport 14.10.2005 06:42 Everton kjöldregið í Búkarest Enska úrvalsdeildarliðið Everton, sem var spútniklið deildarinnar í fyrra og náði öllum að óvörum í Meistaradeildina í ár, kom heldur betur niður á jörðina í kvöld þegar liðið mætti Dinamo Búkarest og steinlá. Sport 14.10.2005 06:42 Weir bað stuðningsmenn afsökunar David Weir, leikmaður Everton, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar í viðtali skömmu eftir að hann gekk af velli eftir útreiðina sem hans menn hlutu í Búkarest í kvöld, en vonir Everton um að komast í riðlakeppnina í Evrópukeppni félagsliða eru svo gott sem úr sögunni eftir 5-1 tap liðsins í kvöld. Sport 14.10.2005 06:42 Beðið eftir Heinze Forráðamenn Manchester United bíða nú í ofvæni eftir niðurstöðum úr læknisrannsóknum sem varnarmaðurinn Gabriel Heinze fór í síðdegis, en talið er að hann verði frá keppni í lágmark nokkrar vikur. Sport 14.10.2005 06:42 Comolli með góð sambönd Damien Comolli, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspurs, segir að reynsla hans sem útsendari Arsenal eigi bara eftir að koma nýja klúbbnum hans vel í framtíðinni. Sport 14.10.2005 06:42 Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú hefur verið flautað til hálfleiks í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu, en ekki hafa verið skoruð mörg mörk það sem af er. Barcelona náði forystu eftir aðeins þrettán mínútur gegn Werder Bremen í Þýskalandi og það var Deco sem skoraði markið. Sport 14.10.2005 06:42 Mandaric enn að verja Perrin Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, sá í morgun ástæðu til að koma knattspyrnustjóra sínum Alain Perrin til varnar í enn eitt skiptið og fullyrðir að ekkert sé til í staðhæfingum fjölmiðla um að þeim franska hafi verið gefnir fimm leikir til að sanna að hann valdi starfi sínu, ella verði hann rekinn. Sport 14.10.2005 06:42 Benitez þurfti að hvíla Gerrard Rafael Benitez, knattspyrnstjóri Liverpool, segir að ástæðan fyrir því að hann hafði fyrirliðann Steven Gerrard ekki í byrjunarliðinu gegn Real Betis í gær, hafi verið þreyta leikmannsins. Sport 14.10.2005 06:42 Erfiður leikur hjá Valsstúlkum Valsstúlkur spila sinn annan leik í 2. umferð Evrópukeppninnar gegn serbneska liðinu Nis í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Valur tapaði fyrsta leiknum gegn sænska liðinu Djurgården/Älvsjö en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari er ekkert búin að afskrifa það að komast áfram. Sport 14.10.2005 06:42 Kristján lágt skrifaður í Noregi Kristján Örn Sigurðsson knattspyrnukappi með Brann í Noregi og íslenska landsliðinu er ekki í miklum metum hjá norskum fjölmiðlamönnum. Hann hefur reyndar átt ágætu gengi að fagna á árinu en hann hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Brann eftir að hafa fengið sitt tækifæri snemma á tímabilinu og hann hefur sömuleiðis átt sitt sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Sport 14.10.2005 06:42 Reading vann Crystal Palace Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem vann Crystal Palace, 3-2, í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem tapaði á útivelli fyrir Cardiff, 1-0. Sport 14.10.2005 06:42 Léleg mæting hjá Chelsea Það vakti athygli að nóg var af lausum sætum á Meistaradeildarleik Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge í gærkvöldi, en aðeins um 29.000 manns borguðu sig inn á leikinn, eða færri en sáu leik Sheffield Wednesday og Leeds í fyrstu deildinni daginn áður. Sport 14.10.2005 06:42 Riquelme verður ekki með Villareal Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme verður ekki í liði Villareal þegar það tekur á móti Manchester United í D-riðli í Meistaradeild Evrópu nú innan skamms, því hann hefur ekki náð sér af ökklameiðslum sínum. Þetta staðfesti liðið nú fyrir stundu, en Riquelme þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 25 mínútur í deildarleik á Spáni um helgina. Sport 14.10.2005 06:42 « ‹ 299 300 301 302 303 304 305 306 307 … 334 ›
Valsstúlkur vekja athygli ytra Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Sport 14.10.2005 06:43
Víkingar upp, Völsungur niður Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna. Sport 14.10.2005 06:43
McClaren ánægður með sína menn Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0. Sport 14.10.2005 06:42
Lokaumferð fyrstu deildar í kvöld Lokaumferð 1.deildar karla fer fram í kvöld. Fallbaráttan er æsispennandi, fimm lið geta fylgt KS niður í 2. deild en úrslitin á toppnum eru næstum ráðin, Breiðablik er búið að vinna deildina og að öllum líkindum fylgja Víkingar þeim upp í efstu deild en þeir eru í afar góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan KA og eiga 11 mörk á þá í markatölu. Sport 14.10.2005 06:42
Góður sigur Valsstúlkna Kvennalið Vals vann í dag góðan sigur á serbneska liðinu Masinac Classic Nis í milliriðli Evrópukeppninnar. Leikurinn fór 3-0 fyrir Val og það voru Margrét Lára Viðarsdóttir (2) og Rakel Valsdóttir sem skorðu mörk liðsins. Valur á einn leik eftir í riðlinum gegn liði Alma á laugardag og þar ræðst hvaða lið kemst áfram í keppninni. Sport 14.10.2005 06:42
Tap hjá Brann og Valerenga Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann töpuðu fyrir Lokomotiv Moskvu í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, með tveimur mörkum gegn einu. Brann var yfir í hálfleik 1-0, en rússneska liðið beit í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum og skoraði tvívegis. Sport 14.10.2005 06:42
Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. Sport 14.10.2005 06:42
Neville klár í slaginn Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:42
Gunnar Heiðar á skotskónum Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum með liði sínu Halmstad í Svíþjóð í kvöld, en eins og svo oft áður á leiktíðinni nægði það ekki til sigurs. Sport 14.10.2005 06:42
Ætlar sér stóra hluti með Blika Karl Brynjólfsson, formaður Meistaraflokksráðs Breiðabliks, ætlar félaginu stóra hluti í framtíðinni og er ákveðinn í að gera liðið að Evrópumeisturum innan skamms. Sport 14.10.2005 06:42
Sheringham er einstakur Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó Teddy Sheringham sé svo sannarlega að storka aldurslögmálinu með því að vera fastamaður í liði í ensku úrvalsdeildinni, verði hann líklega að gefa honum örlitla hvíld svo hann sprengi sig ekki. Sport 14.10.2005 06:42
Fjöldi leikja í UEFA Cup í kvöld Það eru hvorki fleiri né færri en 40 leikir á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og þegar er sjö leikjum lokið. Ensku liðin Everton, Bolton og Middlesbrough eru öll að spila í kvöld og þá verða nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Sport 14.10.2005 06:42
Rooney átti skilið að fá rautt Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið. Sport 14.10.2005 06:42
Hughes ánægður með árið Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, segist ánægður með framfarir liðsins á því ári sem hann hefur nú verið við stjórnvölinn hjá liðinu. Sport 14.10.2005 06:42
Jafntefli hjá Derby og Coventry Það var einn leikur á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Derby og Coventry gerðu jafntefli, 1-1. Derby er í 13. sæti í deildinni með 10 stig en Coventry í 18. sæti með 7 stig. Sport 14.10.2005 06:42
Laursen frá út tímabilið Danski landsliðsmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa, leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni, því hann er farinn til Bandaríkjanna í uppskurð vegna erfiðra hnémeiðsla sem hann á við að etja og missir því af öllu tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Sport 14.10.2005 06:42
Laugardalsvöllur stækkaður Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið. Sport 14.10.2005 06:42
Real hefur áhuga á Makelele Carlos Queiros, sem er þjálfari hjá Manchester United og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í gær vísbendingar um að gamla félagið hans hefði áhuga á að fá franska landsliðsmanninn Claude Makelele í sínar raðir á ný, en hann lék sem kunnugt er með Real Madrid áður en hann fór til Chelsea fyrir tveimur árum. Sport 14.10.2005 06:42
Everton kjöldregið í Búkarest Enska úrvalsdeildarliðið Everton, sem var spútniklið deildarinnar í fyrra og náði öllum að óvörum í Meistaradeildina í ár, kom heldur betur niður á jörðina í kvöld þegar liðið mætti Dinamo Búkarest og steinlá. Sport 14.10.2005 06:42
Weir bað stuðningsmenn afsökunar David Weir, leikmaður Everton, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar í viðtali skömmu eftir að hann gekk af velli eftir útreiðina sem hans menn hlutu í Búkarest í kvöld, en vonir Everton um að komast í riðlakeppnina í Evrópukeppni félagsliða eru svo gott sem úr sögunni eftir 5-1 tap liðsins í kvöld. Sport 14.10.2005 06:42
Beðið eftir Heinze Forráðamenn Manchester United bíða nú í ofvæni eftir niðurstöðum úr læknisrannsóknum sem varnarmaðurinn Gabriel Heinze fór í síðdegis, en talið er að hann verði frá keppni í lágmark nokkrar vikur. Sport 14.10.2005 06:42
Comolli með góð sambönd Damien Comolli, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspurs, segir að reynsla hans sem útsendari Arsenal eigi bara eftir að koma nýja klúbbnum hans vel í framtíðinni. Sport 14.10.2005 06:42
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú hefur verið flautað til hálfleiks í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu, en ekki hafa verið skoruð mörg mörk það sem af er. Barcelona náði forystu eftir aðeins þrettán mínútur gegn Werder Bremen í Þýskalandi og það var Deco sem skoraði markið. Sport 14.10.2005 06:42
Mandaric enn að verja Perrin Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, sá í morgun ástæðu til að koma knattspyrnustjóra sínum Alain Perrin til varnar í enn eitt skiptið og fullyrðir að ekkert sé til í staðhæfingum fjölmiðla um að þeim franska hafi verið gefnir fimm leikir til að sanna að hann valdi starfi sínu, ella verði hann rekinn. Sport 14.10.2005 06:42
Benitez þurfti að hvíla Gerrard Rafael Benitez, knattspyrnstjóri Liverpool, segir að ástæðan fyrir því að hann hafði fyrirliðann Steven Gerrard ekki í byrjunarliðinu gegn Real Betis í gær, hafi verið þreyta leikmannsins. Sport 14.10.2005 06:42
Erfiður leikur hjá Valsstúlkum Valsstúlkur spila sinn annan leik í 2. umferð Evrópukeppninnar gegn serbneska liðinu Nis í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Valur tapaði fyrsta leiknum gegn sænska liðinu Djurgården/Älvsjö en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari er ekkert búin að afskrifa það að komast áfram. Sport 14.10.2005 06:42
Kristján lágt skrifaður í Noregi Kristján Örn Sigurðsson knattspyrnukappi með Brann í Noregi og íslenska landsliðinu er ekki í miklum metum hjá norskum fjölmiðlamönnum. Hann hefur reyndar átt ágætu gengi að fagna á árinu en hann hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Brann eftir að hafa fengið sitt tækifæri snemma á tímabilinu og hann hefur sömuleiðis átt sitt sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Sport 14.10.2005 06:42
Reading vann Crystal Palace Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem vann Crystal Palace, 3-2, í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem tapaði á útivelli fyrir Cardiff, 1-0. Sport 14.10.2005 06:42
Léleg mæting hjá Chelsea Það vakti athygli að nóg var af lausum sætum á Meistaradeildarleik Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge í gærkvöldi, en aðeins um 29.000 manns borguðu sig inn á leikinn, eða færri en sáu leik Sheffield Wednesday og Leeds í fyrstu deildinni daginn áður. Sport 14.10.2005 06:42
Riquelme verður ekki með Villareal Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme verður ekki í liði Villareal þegar það tekur á móti Manchester United í D-riðli í Meistaradeild Evrópu nú innan skamms, því hann hefur ekki náð sér af ökklameiðslum sínum. Þetta staðfesti liðið nú fyrir stundu, en Riquelme þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 25 mínútur í deildarleik á Spáni um helgina. Sport 14.10.2005 06:42