Ástin á götunni

Fréttamynd

Jafnt hjá Liverpool og Chelsea

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Enn er markalaust á Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Chelsea í stórleik kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Messi vakti athygli

Argentínska ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona átti stórleik fyrir lið sitt í gærkvöldi, þegar spænska liðið vann auðveldan 4-1 sigur á Udinese frá Ítalíu. Þó svo að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi skoraði þrennu í leiknum og verið í fyrirsögnum blaða á Spáni, var það frammistaða unglingsins sem var á allra vörum í gær.

Sport
Fréttamynd

Logi lenti í hörðum árekstri

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, lenti í gær í alvarlegum árekstri við 17 tonna malarflutningabíl fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ. Bíll Loga er líklega ónýtur en betur fór en á horfðist því hann slapp með minniháttar meiðsli.

Sport
Fréttamynd

Ásgeir og Logi völdu einn nýliða

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska landsliðshópinn sem mætir Pólverjum og Svíum í byrjun næsta mánaðar. Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson eru ekki í hópnum vegna leikbanns, en Sölvi Geir Ottesen hjá Djurgarden er eini nýliðinn í hópnum.>

Sport
Fréttamynd

Kewell að ná sér

Ástralski miðjumaðurinn Harry Kewell hjá Liverpool, er nú byrjaður að æfa með liðinu í fyrsta sinn síðan í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni í vor, en hann hefur þurft að gangast undir tvær aðgerðir tengdar kviðsliti.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar undir smásjánni

Það verður vel fylgst með leikmönnum ungmennalandsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Svíum, en leikurinn fer fram hinn 11. október í Svíþjóð. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns nokkurra leikmanna liðsins, má búast við því að forráðamenn flestra félaganna í Svíþjóð muni fylgjast með leiknum.

Sport
Fréttamynd

Leikjum lokið í Meistaradeid

Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld er nú lokið. Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Anfield eins raunar margir reiknuðu með. Leikurinn var mjög harður, en hvorugt lið gaf nokkurt færi á sér eða tók áhættu í sóknarleiknum.

Sport
Fréttamynd

Liverpool - Chelsea að byrja á Sýn

Leikur Liverpool og Chelsea  í Meistaradeild Evrópu er nú að hefjast og verður hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári er á varamannabekknum hjá Chelsea, sem vilja eflaust hefna ófaranna frá í fyrra, þegar þeir duttu út úr meistaradeildinni á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Mourinho hugsar enn um "markið"

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur nú enn vakið athygli á þeirri ósk sinni að tekinn verði upp búnaður til að ákvarða hvort boltinn fer inn fyrir línuna í leikjum á Englandi og í Meistaradeildinni, eftir að lið hans féll úr Meistaradeildinni í fyrra á vafasömu marki á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Óvíst með Árna Gaut

Óvíst er hvort Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður geti leikið gegn Pólverjum og/eða Svíum 7. og 12. október næstkomandi þar sem sambýliskona hans á von á barni og er skrifuð á fæðingardeildina daginn eftir Svíaleikinn.

Sport
Fréttamynd

LuaLua með malaríu

Kongómaðurinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda, sem talið er að sé malaría, og gæti orðið frá keppni í allt að sex vikur.

Sport
Fréttamynd

Við erum betri núna

Rafael Benitez telur að Liverpool sé með betra lið nú en í fyrra og segir að það muni ráða úrslitum í annars jafnri viðureign liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, rétt eins og í slag liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Íslenska landsliðið sektað

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið sekt frá Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir fjölda gulra spjalda sem liðið fékk í leikjunum tveimur gegn Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun mánaðarins.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeildin á Sýn í kvöld

Það verður mikið um dýrðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld og áskrifendur Sýnar fá að sjá leiki Ajax og Arsenal í beinni útsendingu klukkan 18:30, og síðar í kvöld verður sýndur leikur Manchester United og Benfica, en sá leikur er raunar í beinni útsendingu á Sýn Extra.

Sport
Fréttamynd

Sænska landsliðið tilkynnt

Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa sænska landsliðshópinn sem mætir Króötum og Íslendingum í undankeppni HM dagana 8. og 12. október næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Leikið gegn Pólverjum 7. október

Pólverjar mæta Íslendingum í vináttulandsleik í knattspyrnu 7. október og Englendingum í undankeppni HM fimm dögum síðar. Landsliðsþjálfari Pólverja er búinn að velja 23 leikmenn fyrir þessa leiki. Leikmennirnir spila í 11 löndum. Leikur Pólverja og Íslendinga 7. október verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Leikjum lokið í Meistaradeildinni

Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi.

Sport
Fréttamynd

Fær spænskan ríkisborgararétt

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marcos Senna hjá Villareal er búinn að fá spænskan ríkisborgararétt. Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Aragones getur því valið hann í spænska landsliðið. Senna er fæddur í Sao Paulo í Brasilíu en gekk í raðir Villareal fyrir þremur árum. Hann er búinn að vera einn besti maður Villareal undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Ekki samið aftur við Krankl

Austurríska knattspyrnusambandið ætlar ekki að endurráða Hans Krankl sem landsliðsþjálfara þegar samningur hans rennur út í árslok. Austurríkismenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast í úrslit heimsmeistarakeppninnar á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Hálfleikur í Meistaradeildinni

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Bayern Munchen hefur yfir 1-0 gegn Club Brugge frá Belgíu, Juventus leiðir 1-0 gegn Rapid Vín, þar sem David Trezeguet skoraði mark ítalska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Gautaborg sækir á Djurgården

IFK Gautaborg sigraði Malmö 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og saxaði þar með á forystu Djurgården. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Djurgarden 46 stig, IFK Gautaborg 43 og Malmö 38 í þriðja sæti.

Sport
Fréttamynd

Queiroz ver Ferguson

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, kom sínum manni til varnar í dag í ljósi gagnrýni sem hann hefur fengið að heyra eftir tapið fyrir Blackburn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Lecce rekinn

Ítalska fótboltaliðið Lecce rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Angelo Grugucci. Gregucci var ráðinn til félagsins í sumar þegar hann tók við af Tékkanum Zdenek Zeman. Undir stjórn Gregucci lék Lecce fimm leiki og tapaði fjórum þeirra.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur hjá íslensku stelpunum

Íslenska U19 ára stúlknalandsliðið burstaði Georgíu 7-0 í undankeppni HM sem fram fer í Bosníu-Hersegóvínu. Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og María Kristjánsdóttir, Elísa Pálsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir sitt markið hver. Ísland mætir gestgjöfunum, Bosníu-Hersegóvínu, á morgun sem töpuðu fyrir Rússum í fyrsta leik, 6-0.

Sport
Fréttamynd

Enska fyrsta deildin í kvöld

Íslendingarnir í enska boltanum riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í enska boltanum í kvöld, en leikið nokkrir leikir voru á dagskrá í fyrstu deildinni og þá töpuðu Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County nokkuð illa í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Hlynur leggur skóna á hilluna

Hlynur Birgisson, sem leikið hefur knattspyrnu með Þór á Akureyri undanfarin ár, er hættur að leika knattspyrnu eftir langan feril. Hlynur var um tíma atvinnumaður hjá Örebro í Svíþjóð og spilaði tólf landsleiki fyrir Íslands hönd, auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

Sport
Fréttamynd

Sögulegur leikur hjá Arsenal

Leikur Arsenal og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina var frekar tíðindalítill, enda skildu liðin jöfn 0-0. Það sem merkilegra er við þennan leik er þó sú staðreynd að þetta var aðeins í annað sinn sem Arsenal teflir ekki fram frönskum leikmanni byrjunarliði sínu í stjórnartíð Arsene Wenger.

Sport
Fréttamynd

Verða að spila skemmtilegan bolta

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að toppliði Chelsea beri skylda til að spila skemmtilega knattspyrnu, því það muni tryggja að áhorfendur haldi áfram að mæta á völlinn á Englandi. Þetta segir hann í ljósi fréttaflutings undanfarið um dræma ásókn á leiki á Englandi og ásakanir á hendur ensku liðanna um að þau spili of skipulagðan varnarleik.

Sport
Fréttamynd

Wenger bjartsýnn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki hafa stórar áhyggjur þó nokkrir lykilmenn liðsins eigi við meiðsli að stríða fyrir leikinn gegn Ajax í Meistaradeildinni annað kvöld, en auk þess hefur liðinu ekki gengið vel á útivelli það sem af er tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Beckham áfram með landsliðinu

David Beckham gefur lítið út á þær vangaveltur sem hafa verið í gangi í breskum fjölmiðlum undanfarið, þar sem menn leiddu líkum að því að hann myndi hætta að leika með enska landsliðinu eins og kollegi hans hjá rugby landsliðinu, Jason Robinson.

Sport