Ástin á götunni Brynjar var hetja Reading Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Sheffield Utd í toppslag ensku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. Sigurmarkið skoraði Brynjar á 89. mínútu. Hannes Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke sem tapaði fyrir Bjarna Guðjónssyni og félögum í Plymouth. Sport 23.10.2005 15:01 Notts County án sigurs í 6 leikjum Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar gerði markalaust jafntefli á útivelli við Macclesfield í ensku D-deildinni í fótbolta í dag, eða 2. deild. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 umferðir og hefur ekki unnið sigur í síðustu 6 leikjum. Sport 23.10.2005 15:01 Sheffield jafnar í toppslagnum Sheffield Utd hefur jafnað metin gegn Reading í toppslag ensku 1. deildarinnar í fótbolta en Brynjar kom Reading yfir strax á 2. mínútu leiksins. Ívari Ingimarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Liðin er í efstu tveimur sætum deildarinnar fyrir leikinn sem hófst kl. 14, Sheffield með 30 stig og Reading sex stigum á eftir. Sport 23.10.2005 15:01 West Ham í 6. sæti eftir jafntefli Sunderland og West Ham skildu jöfn, 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu í dag en þetta var síðasta leikur dagsins í deildinni. Nýliðar West Ham eru nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en Sunderland fikrar sig ofar eftir skelfilega byrjun í deildinni og er nú í 17. sæti með 5 stig. Sport 23.10.2005 15:01 Naumur sigur Man Utd Manchester United vann mikilvægan 2-3 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heiðar Helguson lék síðustu 20 mínúturnar í liði Fulham eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Tottenham vann ævintýralegan sigur á Charlton 2-3 eftir að hafa lent 2-0 undir og Newcastle gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Þá vann Blackburn 2-0 sigur á W.B.A. Sport 23.10.2005 15:01 Heiðar kemur inn á gegn Man Utd Heiðar Helguson er kominn inn á sem varamaður í lið Fulham sem er 2-3 undir á heimavelli gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heiðar kom inn á fyrir Brian Mc Bride á 71. mínútu og var dæmdur rangstæður innan við mínútu síðar og 2 mínútum eftir það straujaði hann Mikael Silvestre niður í baráttunni um boltann. Sport 23.10.2005 15:01 Keane ekki forgangsatriði Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Sport 23.10.2005 15:01 Gerrard vill meiri ævintýramennsku Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Chelsea séu langt í frá ósigrandi og vill að lið sitt verði frakkara í sóknarleiknum á sunnudaginn þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni. Sport 23.10.2005 15:01 Beckham fer í gömlu stöðuna Talið er víst að David Beckham muni fá gömlu stöðuna sína á hægri kantinum hjá enska landsliðinu aftur þegar liðið mætir Austurríki í undankeppni HM í byrjun mánaðarins. Þá stendur landsliðsþjálfarinn fram fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi nokkrar stöður í liðinu. Sport 23.10.2005 15:01 Táningarnir fá tækifæri Eyjólfur Gjafar Sverrisson, landsliðsþjálfari ungmennaliðs Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur ákveðið að gefa þremur unglingum tækifæri í landsleik gegn Svíum í undankeppni Evrópukeppninnar árið 2006 þann 11. október nk. Sport 23.10.2005 15:01 Stack sýknaður Markvörður Arsenal, Graham Stack, sem er í láni hjá liði Reading, var í dag sýknaður af nauðgunarákæru sem hann fékk á sig fyrir ári síðan. Hann hafði verið sakaður um að hafa nauðgað 22 ára gömlum laganema í London þann 1. september í fyrra. Sport 23.10.2005 15:01 Þórður á heimleið frá Stoke Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Þórður Guðjónsson, segir í samtali við <em>Morgunblaðið</em> í dag að hann hafi tekið þá ákvörðun að snúa heim til Íslands þegar samningur hans við enska 1. deildarliðið Stoke City rennur út næsta vor. Þórður sem orðinn er 32 ára hefur ekkert leikið með Stoke á þessri leiktíð og ekki er gert ráð fyrir því í áætlunum knattspyrnustjóra liðsins, Johans Boskamp. Sport 23.10.2005 15:01 Mikil meiðsli hjá Birmingham Steve Bruce, stjóri Birmingham í ensku úrvalsdeildinni, á í stökustu erfiðleikum með að ná í fullskipað lið fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn vegna meiðsla sem hrjá leikmenn liðsins. Sport 23.10.2005 15:01 Marel á leið heim Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. Sport 23.10.2005 15:01 Skagamenn ræða við Þórð Skagamenn eiga í viðræðum við Þórð Guðjónsson um að hann gangi á ný til liðs við félagið. Þórður hefur fengið þau skilaboð frá Johan Boskamp, knattspyrnustjóra Stoke City, að hann muni ekki fá tækifæri í liðinu í vetur. Sport 23.10.2005 15:01 Bolton áfram á elleftu stundu Úrvalsdeildarlið Bolton tryggði sér dramatískan sigur á búlgarska liðinu Lokomotiv Plovdov í Evrópukeppni félagsliða nú rétt áðan. Bolton vann fyrri leik liðanna á heimavelli á dögunum 2-1, en lenti undir á 52. mínútu í dag og um tíma leit út fyrir að liðið væri að falla úr keppni fyrir minni spámönnum. Sport 23.10.2005 15:00 KS og ÍA fá 2,5 milljónir Uppeldisfélög knattspyrnumannsins Grétars Rafn Steinssonar munu skipta á milli sín fimm prósenta hlut af þeim tæplega fimmtíu milljónum sem svissneska félagið Young Boys fékk fyrir hann þegar hann gekk til liðs við hollenska félagið AZ Alkmaar. Sport 23.10.2005 15:00 Hetjuleg barátta Brann dugði ekki Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann háðu hetjulega baráttu við rússnenska liðið Lokomotiv frá Moskvu í Evrópukeppni félagsliða nú síðdegis. Rússarnir unnu fyrri leikinn í Noregi 2-1, en Brann stríddi þeim vel í Moskvu í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00 Greta fór á kostum Markahrókurinn Greta Mjöl Samúelsdóttir fór á kostum í dag þegar íslenska U-19 ára landslið kvenna vann stórsigur á liði Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM. Sport 23.10.2005 15:00 Gaui fúll yfir agaleysi leikmanna Leikmenn Notts County hafa nælt sér í þrjú rauð spjöld í síðustu fjórum leikjum og stjóri liðsins, Guðjón Þórðarson, hefur ákveðið að grípa til ráða svo þetta agaleysi leikmanna endurtaki sig ekki í næstu leikjum. Sport 23.10.2005 15:00 Everton úr leik Everton er fallið úr leik í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, þrátt fyrir að hafa sigrað rúmenska liðið Dinamo Búkarest 1-0 í kvöld, með marki frá Tim Cahill. Dinamo vann fyrri leikinn í Rúmeníu 5-1 og samanlagt 5-2. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Everton, sem hefur byrjað leiktíðina skelfilega í ár, eftir gott gengi á síðustu leiktíð. Sport 23.10.2005 15:00 Tromsö sló út Galatasaray Norska liðið Tromsö gerði sér lítið fyrir og sló tyrkneska liðið Galatasaray út í Evrópukeppni félagsliða nú í kvöld. Norska liðið vann fyrri leikinn í Tromsö 1-0, og náði svo jafntefli í Tyrklandi í kvöld 1-1. Sport 23.10.2005 15:00 Fer Keane frá United? Roy Keane, fyrirliði Manchester United segist ekki eiga von á öðru en hann muni yfirgefa félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 23.10.2005 15:00 Gunnar skoraði - Halmstad áfram Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir lið sitt Halmstad í Svíþjóð, þegar það gerði sér lítið fyrir og sló Sporting frá Lissabon út úr Evrópukeppni félagsliða í Portúgal í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00 Grétar og félagar áfram Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar unnu góðan sigur á rússneska liðinu Krylya Sovietiov í Evrópukeppni félagsliða nú áðan 3-1, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-3 og eru því komnir áfram í keppninni. Grétar Rafn fékk að spila síðustu mínúturnar í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Sport 23.10.2005 15:00 Wembley verður klár Enska knattspyrnusambandið segir að það hafi fengið staðfestingu á því frá verktökum um að bygging hins nýja þjóðarleikvangs verði tilbúin á tilsettum tíma fyrir bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni þann 13. maí á næsta ári. Sport 23.10.2005 15:00 Uefa-bikarinn í kvöld Fjölmargir leikir fara fram í Evrópukeppni félagsliða í dag og í kvöld, en tveimur þeirra er þegar lokið. Stuttgart tryggði sig áfram í riðlakeppnina nú áðan, þrátt fyrir tapi gegn NK Domzale 1-0, en þýska liðið vann fyrri leikinn 2-0. Landar þeirra í Leverkusen voru ekki jafn heppnir og féllu úr keppni fyrir CSKA Sofia, samanlagt 2-0. Sport 23.10.2005 15:00 Eiður handarbrotinn Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, handabrotnaði á æfingu með Chelsea fyrir skemmstu en þarf þó ekki að taka sér frí frá æfingum eða keppni. Sport 23.10.2005 15:00 Lampard vill Crouch í landsliðið Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni í gær var nokkuð stíft leikinn og mikið var um hörð návígi. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og lykilmaður í enska landsliðinu, gaf sér þó tíma til að hrósa landa sínum leggjalanga, Peter Crouch, og telur að hann ætti að eiga fast sæti í landsliði Englendinga. Sport 23.10.2005 15:00 Chelsea er hrætt við okkur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið sé líklega hrætt við Liverpool og segir að dómarinn hafi sleppt þremur augljósum vítaspyrnum í leik liðanna í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:00 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
Brynjar var hetja Reading Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Sheffield Utd í toppslag ensku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. Sigurmarkið skoraði Brynjar á 89. mínútu. Hannes Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke sem tapaði fyrir Bjarna Guðjónssyni og félögum í Plymouth. Sport 23.10.2005 15:01
Notts County án sigurs í 6 leikjum Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar gerði markalaust jafntefli á útivelli við Macclesfield í ensku D-deildinni í fótbolta í dag, eða 2. deild. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 umferðir og hefur ekki unnið sigur í síðustu 6 leikjum. Sport 23.10.2005 15:01
Sheffield jafnar í toppslagnum Sheffield Utd hefur jafnað metin gegn Reading í toppslag ensku 1. deildarinnar í fótbolta en Brynjar kom Reading yfir strax á 2. mínútu leiksins. Ívari Ingimarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Liðin er í efstu tveimur sætum deildarinnar fyrir leikinn sem hófst kl. 14, Sheffield með 30 stig og Reading sex stigum á eftir. Sport 23.10.2005 15:01
West Ham í 6. sæti eftir jafntefli Sunderland og West Ham skildu jöfn, 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu í dag en þetta var síðasta leikur dagsins í deildinni. Nýliðar West Ham eru nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en Sunderland fikrar sig ofar eftir skelfilega byrjun í deildinni og er nú í 17. sæti með 5 stig. Sport 23.10.2005 15:01
Naumur sigur Man Utd Manchester United vann mikilvægan 2-3 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heiðar Helguson lék síðustu 20 mínúturnar í liði Fulham eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Tottenham vann ævintýralegan sigur á Charlton 2-3 eftir að hafa lent 2-0 undir og Newcastle gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Þá vann Blackburn 2-0 sigur á W.B.A. Sport 23.10.2005 15:01
Heiðar kemur inn á gegn Man Utd Heiðar Helguson er kominn inn á sem varamaður í lið Fulham sem er 2-3 undir á heimavelli gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heiðar kom inn á fyrir Brian Mc Bride á 71. mínútu og var dæmdur rangstæður innan við mínútu síðar og 2 mínútum eftir það straujaði hann Mikael Silvestre niður í baráttunni um boltann. Sport 23.10.2005 15:01
Keane ekki forgangsatriði Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Sport 23.10.2005 15:01
Gerrard vill meiri ævintýramennsku Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Chelsea séu langt í frá ósigrandi og vill að lið sitt verði frakkara í sóknarleiknum á sunnudaginn þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni. Sport 23.10.2005 15:01
Beckham fer í gömlu stöðuna Talið er víst að David Beckham muni fá gömlu stöðuna sína á hægri kantinum hjá enska landsliðinu aftur þegar liðið mætir Austurríki í undankeppni HM í byrjun mánaðarins. Þá stendur landsliðsþjálfarinn fram fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi nokkrar stöður í liðinu. Sport 23.10.2005 15:01
Táningarnir fá tækifæri Eyjólfur Gjafar Sverrisson, landsliðsþjálfari ungmennaliðs Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur ákveðið að gefa þremur unglingum tækifæri í landsleik gegn Svíum í undankeppni Evrópukeppninnar árið 2006 þann 11. október nk. Sport 23.10.2005 15:01
Stack sýknaður Markvörður Arsenal, Graham Stack, sem er í láni hjá liði Reading, var í dag sýknaður af nauðgunarákæru sem hann fékk á sig fyrir ári síðan. Hann hafði verið sakaður um að hafa nauðgað 22 ára gömlum laganema í London þann 1. september í fyrra. Sport 23.10.2005 15:01
Þórður á heimleið frá Stoke Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Þórður Guðjónsson, segir í samtali við <em>Morgunblaðið</em> í dag að hann hafi tekið þá ákvörðun að snúa heim til Íslands þegar samningur hans við enska 1. deildarliðið Stoke City rennur út næsta vor. Þórður sem orðinn er 32 ára hefur ekkert leikið með Stoke á þessri leiktíð og ekki er gert ráð fyrir því í áætlunum knattspyrnustjóra liðsins, Johans Boskamp. Sport 23.10.2005 15:01
Mikil meiðsli hjá Birmingham Steve Bruce, stjóri Birmingham í ensku úrvalsdeildinni, á í stökustu erfiðleikum með að ná í fullskipað lið fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn vegna meiðsla sem hrjá leikmenn liðsins. Sport 23.10.2005 15:01
Marel á leið heim Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. Sport 23.10.2005 15:01
Skagamenn ræða við Þórð Skagamenn eiga í viðræðum við Þórð Guðjónsson um að hann gangi á ný til liðs við félagið. Þórður hefur fengið þau skilaboð frá Johan Boskamp, knattspyrnustjóra Stoke City, að hann muni ekki fá tækifæri í liðinu í vetur. Sport 23.10.2005 15:01
Bolton áfram á elleftu stundu Úrvalsdeildarlið Bolton tryggði sér dramatískan sigur á búlgarska liðinu Lokomotiv Plovdov í Evrópukeppni félagsliða nú rétt áðan. Bolton vann fyrri leik liðanna á heimavelli á dögunum 2-1, en lenti undir á 52. mínútu í dag og um tíma leit út fyrir að liðið væri að falla úr keppni fyrir minni spámönnum. Sport 23.10.2005 15:00
KS og ÍA fá 2,5 milljónir Uppeldisfélög knattspyrnumannsins Grétars Rafn Steinssonar munu skipta á milli sín fimm prósenta hlut af þeim tæplega fimmtíu milljónum sem svissneska félagið Young Boys fékk fyrir hann þegar hann gekk til liðs við hollenska félagið AZ Alkmaar. Sport 23.10.2005 15:00
Hetjuleg barátta Brann dugði ekki Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann háðu hetjulega baráttu við rússnenska liðið Lokomotiv frá Moskvu í Evrópukeppni félagsliða nú síðdegis. Rússarnir unnu fyrri leikinn í Noregi 2-1, en Brann stríddi þeim vel í Moskvu í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00
Greta fór á kostum Markahrókurinn Greta Mjöl Samúelsdóttir fór á kostum í dag þegar íslenska U-19 ára landslið kvenna vann stórsigur á liði Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM. Sport 23.10.2005 15:00
Gaui fúll yfir agaleysi leikmanna Leikmenn Notts County hafa nælt sér í þrjú rauð spjöld í síðustu fjórum leikjum og stjóri liðsins, Guðjón Þórðarson, hefur ákveðið að grípa til ráða svo þetta agaleysi leikmanna endurtaki sig ekki í næstu leikjum. Sport 23.10.2005 15:00
Everton úr leik Everton er fallið úr leik í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, þrátt fyrir að hafa sigrað rúmenska liðið Dinamo Búkarest 1-0 í kvöld, með marki frá Tim Cahill. Dinamo vann fyrri leikinn í Rúmeníu 5-1 og samanlagt 5-2. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Everton, sem hefur byrjað leiktíðina skelfilega í ár, eftir gott gengi á síðustu leiktíð. Sport 23.10.2005 15:00
Tromsö sló út Galatasaray Norska liðið Tromsö gerði sér lítið fyrir og sló tyrkneska liðið Galatasaray út í Evrópukeppni félagsliða nú í kvöld. Norska liðið vann fyrri leikinn í Tromsö 1-0, og náði svo jafntefli í Tyrklandi í kvöld 1-1. Sport 23.10.2005 15:00
Fer Keane frá United? Roy Keane, fyrirliði Manchester United segist ekki eiga von á öðru en hann muni yfirgefa félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 23.10.2005 15:00
Gunnar skoraði - Halmstad áfram Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir lið sitt Halmstad í Svíþjóð, þegar það gerði sér lítið fyrir og sló Sporting frá Lissabon út úr Evrópukeppni félagsliða í Portúgal í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00
Grétar og félagar áfram Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar unnu góðan sigur á rússneska liðinu Krylya Sovietiov í Evrópukeppni félagsliða nú áðan 3-1, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-3 og eru því komnir áfram í keppninni. Grétar Rafn fékk að spila síðustu mínúturnar í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Sport 23.10.2005 15:00
Wembley verður klár Enska knattspyrnusambandið segir að það hafi fengið staðfestingu á því frá verktökum um að bygging hins nýja þjóðarleikvangs verði tilbúin á tilsettum tíma fyrir bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni þann 13. maí á næsta ári. Sport 23.10.2005 15:00
Uefa-bikarinn í kvöld Fjölmargir leikir fara fram í Evrópukeppni félagsliða í dag og í kvöld, en tveimur þeirra er þegar lokið. Stuttgart tryggði sig áfram í riðlakeppnina nú áðan, þrátt fyrir tapi gegn NK Domzale 1-0, en þýska liðið vann fyrri leikinn 2-0. Landar þeirra í Leverkusen voru ekki jafn heppnir og féllu úr keppni fyrir CSKA Sofia, samanlagt 2-0. Sport 23.10.2005 15:00
Eiður handarbrotinn Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, handabrotnaði á æfingu með Chelsea fyrir skemmstu en þarf þó ekki að taka sér frí frá æfingum eða keppni. Sport 23.10.2005 15:00
Lampard vill Crouch í landsliðið Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni í gær var nokkuð stíft leikinn og mikið var um hörð návígi. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og lykilmaður í enska landsliðinu, gaf sér þó tíma til að hrósa landa sínum leggjalanga, Peter Crouch, og telur að hann ætti að eiga fast sæti í landsliði Englendinga. Sport 23.10.2005 15:00
Chelsea er hrætt við okkur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið sé líklega hrætt við Liverpool og segir að dómarinn hafi sleppt þremur augljósum vítaspyrnum í leik liðanna í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent