Ástin á götunni Loksins sigur hjá U-19 Íslenska U-19 ára landslið Íslands vann í dag góðan 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu í lokaumferð undankeppni EM, en riðillinn var spilaður í Bosníu. Theodór Elmar Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk íslenska liðsins seint í leiknum. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti í riðlinum og kemst ekki áfram í milliriðla. Sport 23.10.2005 15:02 Hannes kemur Íslendingum yfir Hannes Þ. Sigurðsson hefur komið íslenska landsliðinu aftur yfir í Varsjá og staðan er því orðin 2-1 fyrir Ísland, þegar skammt er eftir af fyrri hálfleik. Hannes skoraði með þrumuskoti úr vítateignum á 38. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 23.10.2005 15:03 Ísland komið yfir gegn Pólverjum Íslenska landsliðið er komið yfir gegn Pólverjum í Varsjá. Það var Kristján Örn Sigurðsson sem skoraði markið með góðu skoti eftir stundarfjórðung, eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá fyrirliðanum Brynjari Birni Gunnarssyni. Sport 23.10.2005 15:02 Pamarot klár í slaginn með Spurs Franski bakvörðurinn Noe Pamarot er nú farinn að æfa á fullu með liði Tottenham Hotspurs, eftir að hafa verið meiddur á hné síðan í apríl í vor. "Ég er búinn að vera lengi frá og því var það sérstaklega ánægjulegt að ná að fara í gegn um heila æfingu," sagði Pamarot. Sport 23.10.2005 15:03 Valur mætir Potsdam í dag Valsstúlkur mæta í dag þýska liðinu Potsdam í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu en leikurinn fer fram Laugardalsvelli. Ljóst er að lið Vals þarf að eiga góðan leik til þess að leggja þýska liðið að velli þar sem það er án efa eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir. Sport 23.10.2005 15:03 Pólverjar komnir yfir Pólverjar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum við Íslendinga í Varsjá. Það var Smolarek sem skoraði markið á 64. mínútu eftir að hann fékk laglega sendingu innfyrir vörn íslenska liðsins og átti ekki í vandræðum með að skora framhjá Kristáni Finnbogasyni í markinu. Þetta var annað mark Pólverja á aðeins átta mínútum. Sport 23.10.2005 15:03 Arsenal íhugar kaup á miðjumanni Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er á höttunum eftir miðjumanninum Hossam Ghaly hjá Feyenoord í Hollandi. Hossam er 23 ára gamall Egypti og hefur hann viðurkennt að það væri draumur fyrir sig að ganga í raðir enska liðsins. Sport 23.10.2005 15:02 Vilmundur fær 10 mánaða bann Aganefnd KSÍ dæmdi í gær Vilmund Sveinsson, leikmann í 2. flokki Víkings, í rétt tæplega 10 mánaða keppnisbann fyrir að leggja hendur á dómara í leik í gegn KA 17. september síðastliðinn. Auk þessa voru sex aðrir leikmenn dæmdir í leikbann af aganefndinni, fimm voru dæmdir í tveggja leikja bann og einn í þriggja leikja bann. Sport 23.10.2005 15:03 Nýtt lið gegn Pólverjum "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í gær. Sport 23.10.2005 15:02 Ísland tapaði fyrir Pólverjum Vináttuleik Íslendinga og Pólverja í knattspyrnu er lokið með 3-2 sigri heimamanna. Kristján Örn Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik og eftir að Pólska liðið jafnaði leikinn, kom Hannes Sigurðsson Íslendingum yfir á ný, en Pólverjar voru betri í síðari hálfleiknum og unnu sanngjarnan 3-2 sigur. Sport 23.10.2005 15:03 Ziege að hugsa um að hætta Þýski varnarmaðurinn Christian Ziege óttast að þrálát ökklameiðsli sem hann hefur átt við að stríða lengi séu að neyða hann til að leggja skóna á hilluna. Ziege leikur með Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni, en lék áður á Englandi, meðal annars með Liverpool og Tottenham. Sport 23.10.2005 15:02 Ferdinand heldur líklega sæti sínu Varnarmaðurinn Rio Ferdinand mun að öllum líkindum halda sæti sínu í vörn enska landsliðsins þegar það mætir Austurríki á laugardaginn, en miklar vangaveltur hafa verið um það hvort Sol Campbell myndi taka sæti hans, eftir að Ferdinand hefur verið nokkuð frá sínu besta að undanförnu. Sport 23.10.2005 15:02 Warnock stjóri mánaðarins Neil Warnock hjá Sheffield United hefur verið kjörinn knattspyrnustjóri septembermánaðar í ensku fyrstu deildinni. United hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og liðið vann m.a. fimm leiki í röð í mánuðinum. Sport 23.10.2005 15:02 Nistelrooy í áflogum Það var heitt í kolunum á landsliðsæfingu hjá Hollendingum í dag, því Ruud van Nistelrooy var tekinn á teppið af Marco van Basten þjálfara og látinn biðjast afsökunar á því að hafa sparkað í landa sinn Ron Vlaar, varnarmann AZ Alkmaar. Sport 23.10.2005 15:02 Okocha að hætta með Nígeríu Miðjumaðurinn Jay-Jay Okocha hjá Bolton hefur gefið það út að hann muni líklega hætta að spila með landsliði Nígeríu eftir HM í Þýskalandi næsta sumar, ef liðið kemst þá á mótið. Sport 23.10.2005 15:02 Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið Sport 23.10.2005 15:02 Guðni hundfúll "Ég fer ekki leynt með að ég er hundfúll með að koma þessu stórefnilega liði ekki í milliriðil," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem tapaði fyrir Króatíu 3-2 í undankeppni Evrópumóts landsliða þegar liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í gær og er þar með úr leik. Sport 23.10.2005 15:02 Bent ætlar á HM Framherjinn knái hjá Charlton, Darren Bent, segist gera sér grein fyrir að hann verði að halda áfram að skora grimmt ef hann ætli sér að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi næsta sumar, en mikil samkeppni er meðal framherjanna sem koma til greina í liðið. Sport 23.10.2005 15:02 Hremmingar í Póllandi Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Sport 23.10.2005 15:02 Gunnar heiðar metinn á 250 millur Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Sport 23.10.2005 15:02 Rooney segist hafa þroskast Hinn ungi en skapheiti framherji Wayne Rooney hjá Manchester United, heldur því fram að hann hafi þroskast mikið síðan hann gekk í raðir liðsins og segir að aukin ábyrgð sem fylgi því að spila fyrir stórliðið muni verða til þess að flýta fyrir þroska sínum. Sport 23.10.2005 15:02 Þarf metnaðarfyllra starfsumhverfi Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá Leicester City, segist tilbúinn til þess að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. "Ég er tilbúinn til þess að gefa kost á mér á nýjan leik þegar metnaðarfyllra starfsumhverfi skapast." Sport 23.10.2005 15:02 Moyes hélt krísufund David Moyes, stjóri botnliðs Everton í ensku úrvalsdeildinni, hélt krísufund með leikmönnum sínum í kjölfar tapsins gegn Manchester City um helgina. Everton er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig og hefur aðeins náð að skora eitt mark í leikjunum sjö sem það hefur spilað. Sport 23.10.2005 15:02 Gerrard vill gleyma Belfast Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann og félagar hans í enska landsliðinu vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gleyma óförunum gegn Norður-Írum í Belfast á dögunum og til þess verði þeir að eiga góðan leik gegn Austurríkismönnum um helgina. Sport 23.10.2005 15:02 Bætt afkoma hjá Tottenham Úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs lagði fram ársreikninga sína í morgun og þar sýndi félagið fram á bætta afkomu frá árinu þar á undan. Eftir að 2,7 milljóna punda halli var á rekstri félagsins á árinu 2003-04, hefur það nú sýnt fram á 4,1 milljón punda hagnað á síðasta reikningsári. Sport 23.10.2005 15:02 James framlengir við Man. City Markvörðurinn David James hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Manchester City um eitt ár og verður því hjá félaginu til loka keppnistímabilsins 2006-2007. James er dottinn út úr myndinni hjá landsliðsþjálfaranum í bili, en Stuart Pearce hefur fulla trú á honum. Sport 23.10.2005 15:02 Everton vill Gunnar Heiðar Stuðningsmannasíða enska úrvalsdeildarfélagsins Everton greindi frá því nú skömmu undir hádegið að félagið hafi hug á að fá markamaskínuna Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Gunnar Heiðar sem leikur með Halmstad í Svíþjóð hefur skorað alls 23 mörk í 34 leikjum fyrir sænska liðið á tímabilinu og hefur sú frammistaða vakið mikla athygli víðsvegar um Evrópu. Sport 23.10.2005 15:02 Cissé ósáttur hjá Liverpool Franski framherjinn Djibril Cisse hjá Liverpool segir að hann muni ekki sætta sig við að vera á varamannabekknum hjá liðinu í allan vetur og segist muni hugsa sér til hreyfings ef ástandið lagast ekki fljótlega. Sport 23.10.2005 15:02 Helena áfram með KR Helena Ólafsdóttir hefur verið ráðinn þjálfari KR í Landsbankadeild kvenna. Helena, sem er KR-ingur í húð og hár tekur við liðinu af Írisi Björk Eysteinsdóttur en Helena hafði leyst hana af í sumar eftir að Íris Björk þurfti að fara í barneingnarfrí. Sport 23.10.2005 15:02 Hannes í landsliðið í stað Heiðars Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke City, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Pólverja á föstudaginn í stað Heiðars Helgusonar hjá Fulham, sem hefur fengið að sleppa leiknum af persónulegum ástæðum. Sport 23.10.2005 15:02 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
Loksins sigur hjá U-19 Íslenska U-19 ára landslið Íslands vann í dag góðan 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu í lokaumferð undankeppni EM, en riðillinn var spilaður í Bosníu. Theodór Elmar Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk íslenska liðsins seint í leiknum. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti í riðlinum og kemst ekki áfram í milliriðla. Sport 23.10.2005 15:02
Hannes kemur Íslendingum yfir Hannes Þ. Sigurðsson hefur komið íslenska landsliðinu aftur yfir í Varsjá og staðan er því orðin 2-1 fyrir Ísland, þegar skammt er eftir af fyrri hálfleik. Hannes skoraði með þrumuskoti úr vítateignum á 38. mínútu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 23.10.2005 15:03
Ísland komið yfir gegn Pólverjum Íslenska landsliðið er komið yfir gegn Pólverjum í Varsjá. Það var Kristján Örn Sigurðsson sem skoraði markið með góðu skoti eftir stundarfjórðung, eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá fyrirliðanum Brynjari Birni Gunnarssyni. Sport 23.10.2005 15:02
Pamarot klár í slaginn með Spurs Franski bakvörðurinn Noe Pamarot er nú farinn að æfa á fullu með liði Tottenham Hotspurs, eftir að hafa verið meiddur á hné síðan í apríl í vor. "Ég er búinn að vera lengi frá og því var það sérstaklega ánægjulegt að ná að fara í gegn um heila æfingu," sagði Pamarot. Sport 23.10.2005 15:03
Valur mætir Potsdam í dag Valsstúlkur mæta í dag þýska liðinu Potsdam í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu en leikurinn fer fram Laugardalsvelli. Ljóst er að lið Vals þarf að eiga góðan leik til þess að leggja þýska liðið að velli þar sem það er án efa eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir. Sport 23.10.2005 15:03
Pólverjar komnir yfir Pólverjar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum við Íslendinga í Varsjá. Það var Smolarek sem skoraði markið á 64. mínútu eftir að hann fékk laglega sendingu innfyrir vörn íslenska liðsins og átti ekki í vandræðum með að skora framhjá Kristáni Finnbogasyni í markinu. Þetta var annað mark Pólverja á aðeins átta mínútum. Sport 23.10.2005 15:03
Arsenal íhugar kaup á miðjumanni Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er á höttunum eftir miðjumanninum Hossam Ghaly hjá Feyenoord í Hollandi. Hossam er 23 ára gamall Egypti og hefur hann viðurkennt að það væri draumur fyrir sig að ganga í raðir enska liðsins. Sport 23.10.2005 15:02
Vilmundur fær 10 mánaða bann Aganefnd KSÍ dæmdi í gær Vilmund Sveinsson, leikmann í 2. flokki Víkings, í rétt tæplega 10 mánaða keppnisbann fyrir að leggja hendur á dómara í leik í gegn KA 17. september síðastliðinn. Auk þessa voru sex aðrir leikmenn dæmdir í leikbann af aganefndinni, fimm voru dæmdir í tveggja leikja bann og einn í þriggja leikja bann. Sport 23.10.2005 15:03
Nýtt lið gegn Pólverjum "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í gær. Sport 23.10.2005 15:02
Ísland tapaði fyrir Pólverjum Vináttuleik Íslendinga og Pólverja í knattspyrnu er lokið með 3-2 sigri heimamanna. Kristján Örn Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik og eftir að Pólska liðið jafnaði leikinn, kom Hannes Sigurðsson Íslendingum yfir á ný, en Pólverjar voru betri í síðari hálfleiknum og unnu sanngjarnan 3-2 sigur. Sport 23.10.2005 15:03
Ziege að hugsa um að hætta Þýski varnarmaðurinn Christian Ziege óttast að þrálát ökklameiðsli sem hann hefur átt við að stríða lengi séu að neyða hann til að leggja skóna á hilluna. Ziege leikur með Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni, en lék áður á Englandi, meðal annars með Liverpool og Tottenham. Sport 23.10.2005 15:02
Ferdinand heldur líklega sæti sínu Varnarmaðurinn Rio Ferdinand mun að öllum líkindum halda sæti sínu í vörn enska landsliðsins þegar það mætir Austurríki á laugardaginn, en miklar vangaveltur hafa verið um það hvort Sol Campbell myndi taka sæti hans, eftir að Ferdinand hefur verið nokkuð frá sínu besta að undanförnu. Sport 23.10.2005 15:02
Warnock stjóri mánaðarins Neil Warnock hjá Sheffield United hefur verið kjörinn knattspyrnustjóri septembermánaðar í ensku fyrstu deildinni. United hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og liðið vann m.a. fimm leiki í röð í mánuðinum. Sport 23.10.2005 15:02
Nistelrooy í áflogum Það var heitt í kolunum á landsliðsæfingu hjá Hollendingum í dag, því Ruud van Nistelrooy var tekinn á teppið af Marco van Basten þjálfara og látinn biðjast afsökunar á því að hafa sparkað í landa sinn Ron Vlaar, varnarmann AZ Alkmaar. Sport 23.10.2005 15:02
Okocha að hætta með Nígeríu Miðjumaðurinn Jay-Jay Okocha hjá Bolton hefur gefið það út að hann muni líklega hætta að spila með landsliði Nígeríu eftir HM í Þýskalandi næsta sumar, ef liðið kemst þá á mótið. Sport 23.10.2005 15:02
Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið Sport 23.10.2005 15:02
Guðni hundfúll "Ég fer ekki leynt með að ég er hundfúll með að koma þessu stórefnilega liði ekki í milliriðil," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem tapaði fyrir Króatíu 3-2 í undankeppni Evrópumóts landsliða þegar liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í gær og er þar með úr leik. Sport 23.10.2005 15:02
Bent ætlar á HM Framherjinn knái hjá Charlton, Darren Bent, segist gera sér grein fyrir að hann verði að halda áfram að skora grimmt ef hann ætli sér að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi næsta sumar, en mikil samkeppni er meðal framherjanna sem koma til greina í liðið. Sport 23.10.2005 15:02
Hremmingar í Póllandi Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Sport 23.10.2005 15:02
Gunnar heiðar metinn á 250 millur Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Sport 23.10.2005 15:02
Rooney segist hafa þroskast Hinn ungi en skapheiti framherji Wayne Rooney hjá Manchester United, heldur því fram að hann hafi þroskast mikið síðan hann gekk í raðir liðsins og segir að aukin ábyrgð sem fylgi því að spila fyrir stórliðið muni verða til þess að flýta fyrir þroska sínum. Sport 23.10.2005 15:02
Þarf metnaðarfyllra starfsumhverfi Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá Leicester City, segist tilbúinn til þess að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. "Ég er tilbúinn til þess að gefa kost á mér á nýjan leik þegar metnaðarfyllra starfsumhverfi skapast." Sport 23.10.2005 15:02
Moyes hélt krísufund David Moyes, stjóri botnliðs Everton í ensku úrvalsdeildinni, hélt krísufund með leikmönnum sínum í kjölfar tapsins gegn Manchester City um helgina. Everton er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig og hefur aðeins náð að skora eitt mark í leikjunum sjö sem það hefur spilað. Sport 23.10.2005 15:02
Gerrard vill gleyma Belfast Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að hann og félagar hans í enska landsliðinu vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gleyma óförunum gegn Norður-Írum í Belfast á dögunum og til þess verði þeir að eiga góðan leik gegn Austurríkismönnum um helgina. Sport 23.10.2005 15:02
Bætt afkoma hjá Tottenham Úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs lagði fram ársreikninga sína í morgun og þar sýndi félagið fram á bætta afkomu frá árinu þar á undan. Eftir að 2,7 milljóna punda halli var á rekstri félagsins á árinu 2003-04, hefur það nú sýnt fram á 4,1 milljón punda hagnað á síðasta reikningsári. Sport 23.10.2005 15:02
James framlengir við Man. City Markvörðurinn David James hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Manchester City um eitt ár og verður því hjá félaginu til loka keppnistímabilsins 2006-2007. James er dottinn út úr myndinni hjá landsliðsþjálfaranum í bili, en Stuart Pearce hefur fulla trú á honum. Sport 23.10.2005 15:02
Everton vill Gunnar Heiðar Stuðningsmannasíða enska úrvalsdeildarfélagsins Everton greindi frá því nú skömmu undir hádegið að félagið hafi hug á að fá markamaskínuna Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Gunnar Heiðar sem leikur með Halmstad í Svíþjóð hefur skorað alls 23 mörk í 34 leikjum fyrir sænska liðið á tímabilinu og hefur sú frammistaða vakið mikla athygli víðsvegar um Evrópu. Sport 23.10.2005 15:02
Cissé ósáttur hjá Liverpool Franski framherjinn Djibril Cisse hjá Liverpool segir að hann muni ekki sætta sig við að vera á varamannabekknum hjá liðinu í allan vetur og segist muni hugsa sér til hreyfings ef ástandið lagast ekki fljótlega. Sport 23.10.2005 15:02
Helena áfram með KR Helena Ólafsdóttir hefur verið ráðinn þjálfari KR í Landsbankadeild kvenna. Helena, sem er KR-ingur í húð og hár tekur við liðinu af Írisi Björk Eysteinsdóttur en Helena hafði leyst hana af í sumar eftir að Íris Björk þurfti að fara í barneingnarfrí. Sport 23.10.2005 15:02
Hannes í landsliðið í stað Heiðars Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke City, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Pólverja á föstudaginn í stað Heiðars Helgusonar hjá Fulham, sem hefur fengið að sleppa leiknum af persónulegum ástæðum. Sport 23.10.2005 15:02