Körfubolti

Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Who he play for?

Lögmál leiksins fékk lánaðan dagskráarliðinn Who he play for? eða fyrir hvern spilar hann? sem gengur út á að giska hvaða lið núverandi eða fyrrverandi leikmenn NBA deildarinnar spila fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

Tískan á körfuboltaleiknum

Það var gríðarleg stemning og mikil spenna á Hlíðarenda í gær þegar að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík. N1 höllin var troðfull af stuðningsmönnum sem margir hverjir nýttu tækifærið til þess að klæða sig upp. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ætlar að skjóta Timberwol­ves inn í seríuna

Minnesota Timberwolves er 2-0 undir gegn Dallas Mavericks í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Þriðji leikur liðanna hefst á miðnætti í kvöld og hefur Anthony Edwards lofað að hann muni gera allt í sinu valdi til að koma Timberwolves inn í einvígið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Tapaður bolti og Basi­le setur þrist“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég elska að við töpum ekki hér“

Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas leiðir eftir stór­leik Luka og Kyri­e

Dallas Mavericks lagði Minnesota Timberwolves í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar. Leikurinn var æsispennandi og á endanum skildu aðeins þrjú stig liðin að, lokatölur 108-105 Dallas í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng

Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Sverrir Þór hættur með Kefla­vík

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“

Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Spilum eins og það sé enginn morgun­dagur“

Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Feðgar þjálfa Breiða­blik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“

Feðgarnir Hrafn Kristjáns­son og Mikael Máni Hrafns­son munu saman þjálfa karla­lið Breiða­bliks í fyrstu deildinni í körfu­bolta á næsta tíma­bili. Eðli­leg lokun á ein­hvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með ein­hverjum hætti við­loðandi hans þjálfara­feril.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­bein yfir­lýsing frá DeAndre Kane

Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað var LeBron að gera í Cle­veland?

LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar.

Körfubolti