Körfubolti O´Neal tryggði Indiana sigur Indiana vann Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í gærkvöld. Jermaine O´Neal skoraði sigurkörfuna 11 sekúndum fyrir leikslok. Cleveland sigraði Chicago, Washington vann Memhpis, Seattle hafði betur í baráttu við New Orleans, Milwaukee vann New Jersey, Denver burstaði Boston. Sport 13.10.2005 18:49 Þór dæmdur sigur gegn ÍA Dómstóll Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt Þór í Þorlákshöfn sigur í leik gegn ÍA. ÍA vann leikinn sem fram fór 8. febrúar en Þór kærði úrslitin og byggði kæru sína á því að ÍA hefði teflt fram ólöglegum leikmanni. Dómurinn féllst á þá niðurstöðu og dæmdi Þór sigur í leiknum, 20-0. Sport 13.10.2005 18:49 Shaq ekki með strax Shaquille ONeill, sem meiddist í gær í leik gegn Chicago, mun ekki leika með Miami Heat liðinu fyrr en læknar liðsins hafa skoða hann er liðið kemur heim, en það er núna í útileikjahrinu sem líkur á laugardag. ONeil hefur skoraði 22,7 stig að meðaltali í vetur og hirt 10,4 fráköst. Sport 13.10.2005 18:49 Vinnur Keflavík deildina í kvöld? Keflavík getur tryggt sér deildarmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík mætir ÍS í Keflavík en á sama tíma keppa Grindavík og Haukar og Njarðvík og KR. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Keflavík fjögurra stiga forystu á Grindavík og vinni Keflavík en Grindavík tapar þá á Grindavík ekki lengur möguleika á því að ná Keflavík að stigum. Sport 13.10.2005 18:49 Bulls skellti Miami Lið Chicago Bulls er heldur betur að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfuknattleik um þessar mundir og í fyrrinótt gerðu ungu bolarnir sér lítið fyrir og skelltu sjóðheitu liði Miami Heat Sport 13.10.2005 18:49 Sævar Ingi mikilvægastur Tölfræði körfuboltans er margvísleg og gefur mönnum margskonar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í Intersportdeild karla. Það er enginn einn tölfræðiþáttur sem nær yfir mikilvægi leikmanna fyrir sín lið. Framlagsjafna NBA-deildarinnar metur heildarframlag leikmanna til síns liðs en það þarf þó ekkert að hafa bein tengsl við gengi liðsins. Sport 13.10.2005 18:49 O´Neal meiddist gegn Bulls Chicago vann Miami Heat 105-101 í framlengdum leik. Ben Gordon skoraði 29 stig fyrir Chicago en Miami missti tröllið Shaquille O´Neal meitt af velli í fyrsta leikhluta. Seattle vann Houston 87-85 þar sem Ray Allen skoraði tvö síðustu stigin af vítalínunni. Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle en Yao Ming 30 fyrir Houston. Sport 13.10.2005 18:49 Úrslit úr kvenna körfunni Þrír leikir fóru fram úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Efsta liðið Keflavík tók á móti ÍS og sigruðu naumlega 71-68. Njarðvík vann auðveldan heimasigur á KR 77-52 og Grindavík steinlá heima gegn Haukum 55-77. Sport 13.10.2005 18:49 Jón Arnór með 16 stig Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti fínan leik er lið hans, Dynamo St. Petersburg, sigraði CEZ Nymburk með 101 stigi gegn 93 í dag og setti niður 16 stig. Jón Arnór, sem spilaði næst mest allra Dynamo manna eða í 36 mínútur, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 18:49 Shaq alltaf í sigurliði frá 2000 Shaquille O’Neal var kannski ekki valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins annað árið í röð en það þykir mörgum táknrænt um áhrif þessa frábæra miðherja. Sport 13.10.2005 18:48 Austrið vann með tíu stigum Allen Iverson, leikmaður Piladelphia, var valinn maður Stjörnuleiksins í NBA-körfuboltanum sem fram fór í nótt. Iverson skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar í 125-115 sigri Austurdeildarinnar gegn Vesturdeildinni. Sport 13.10.2005 18:48 Snæfell tapaði óvænt Fimm leikir voru í Intersportdeild-karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflavík sigraði Hamar/Selfoss með 96 stigum gegn 67. Helsti keppinautur þeirra um deildarmeistaratitilinn, Snæfell, tapaði óvænt fyrir ÍR með eins stigs mun í íþróttahúsi Seljaskóla, 77-76. Sport 13.10.2005 18:48 Haukar unnu Grindvíkinga Haukar unnu Grindavík 110-85 í fyrsta leiknum í 19. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í gær. Demetric Shaw skoraði 33 stig fyrir Hauka og Mike Manciel 26. Darrell Lewis var stigahæstur Grindvíkinga, skoraði 24 stig. Grindavík er í áttunda sæti en Haukar í tíunda sæti, tveimur stigum á eftir Grindavík. Sport 13.10.2005 18:48 Keflavíkurkonur nær titli Keflavík færðist nær deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara Hauka með 71 stigi gegn 69. Ebony Shaw skoraði 28 stig fyrir Hauka en Helena Sverrisdóttir tók 17 fráköst. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 17 stig. Keflavík hefur 28 stig og Grindavík 24 en bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal innbyrðisleik í Keflavík 2. mars. Sport 13.10.2005 18:48 Spennan magnast í Intersport deild Í kvöld lýkur 19. umferð Intersport deildarinnar í körfubolta karla og toppbaráttan í algleymi enda lítið er eftir af mótinu. Keflvíkingar eru efstir með 2 stiga forystu á Snæfell sem er 4 stigum á undan Njarðvík í 3. sætinu. Keflavík tekur á móti Hamar/Selfoss í Reykjanesbæ á meðan Snæfellingar heimsækja ÍR í Seljaskóla. Sport 13.10.2005 18:48 Carmelo Anthony valinn bestur Nýliðaleikur NBA-körfuboltans fór fram í Denver í nótt þar sem úrvalslið nýliða mætti úrvali leikmanna á öðru ári í deildinni. Sport 13.10.2005 18:48 Anthony verðmætastur Carmelo Anthony, Denver Nuggets, var valinn verðmætasti leikmaður nýliðaleiks NBA-stjörnuhelgarinnar sem fram fór í Denver, Colorado, í nótt. Nýliðaleikurinn er viðureign nýliða yfirstandandi tímabils gegn nýliðum tímabilsins þar á undan. Sport 13.10.2005 18:48 Anna María tryggði sigurinn Gamla kempan Anna María Sveinsdóttir tryggði Keflavík í dag sigur á Haukum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 69-71 í jöfnum og spennandi leik en Anna María skoraði sigurkörfuna þegar 0.2 sekúndur voru eftir. Keflavík styrkti þar með enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar með 28 stig en Haukar eru í fjórða sæti með 16 stig. Sport 13.10.2005 18:48 Dallas lagði Phoenix Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dallas sigraði Phoenix Suns með 119 stigum gegn 113 í Phoenix. Michael Finley skoraði 33 stig og Josh Howard 30 fyrir Dallas. Gamli félagi þeirra, Steve Nash, skoraði 19 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Phoenix en stigahæstur var Amare Stoudamire með 31 stig. Sport 13.10.2005 18:48 Stjörnuhelgi NBA í fullum gangi Hin árlega Stjörnuhelgi NBA-körfuboltans fer fram um helgina en meðal dagskrárliða er þriggja stiga- og troðslukeppnin sem fram fara í kvöld. Sport 13.10.2005 18:48 Sjöundi sigur Miami í röð Miami vann í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið sigraði LA Clippers, 113-95. Miami er með þriðja besta vinninghlutfallið í deildinni. San Antonio lagði New Orleans, 101-78, en þetta var 41. sigur San Antonio á leiktíðinni. Sport 13.10.2005 18:47 Hvar er varnarleikurinn Grindavík? Hvar er varnarleikurinn Grindvíkingar? Það er ekki von að körfuboltaáhugamenn spyrji sjálfan sig. Grindvíkingar hafa skorað 91,6 stig að meðaltali í leik og aðeins Fjölnismenn hafa skorað fleiri stig. Grindvíkingar hafa samt tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið og eru að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni þangað sem þeir hafa komist síðastliðin tólf tímabil. Sport 13.10.2005 18:47 Grindavík marði Njarðvík Í 1. deild kvenna í körfuknattleik vann Grindavík Njarðvík, 49-46, í gær. Sólveig Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 18 stig en hjá Njarðvík var Jamey Wustra öflug og skoraði 16 stig. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig og Njarðvík í fimmta sæti með 20 stig. Sport 13.10.2005 18:47 Snæfell sigraði Njarðvík Heil umferð fór fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Sport 13.10.2005 18:48 Kobe með 40 stig Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Utah Jazz, 102-95, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston hélt áfram sigurgöngu sinni þegar liðið bar sigurorð af Washington, 123-93. Sport 13.10.2005 18:47 Valur vann nauman sigur Valur vann ÍS í 1. deild karla í körfuknattleik í gær, 98-94. Þór Akureyri er á toppnum í deildinni með 26 stig, Valur er í öðru sæti með 24 og Stjarnan vermir þriðja sætið með 20 stig. Sport 13.10.2005 18:47 Suns lagði Jazz Fimm leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Phoenix Suns vann Utah Jazz í leik þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi, en Suns sigraði 136-128. Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 18 stoðsendingar auk þess sem hann skoraði 19 stig. Phoenix hefur unnið 41 leik en tapað 12. Sport 13.10.2005 18:47 Snæfell enn í öðru sæti Snæfell vann KFÍ 93-80 í Intersport-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöldi. Michael Ames skoraði 21 stig fyrir Snæfell en Joshua Helm var langstigahæstur hjá KFÍ, en hann skoraði 37 stig og tók 16 fráköst. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur á eftir Keflavík sem hefur forystu en KFÍ er á botninum með 2 stig. Sport 13.10.2005 18:47 Stúdínur lögðu KR ÍS lagði KR í 1. deild kvenna í körfuboltanum í kvöld. Lokatölur voru 79-66 en Stúdínur lögðu með þrem stigum í hálfleik, 35-32. Sport 13.10.2005 18:47 Snæfell sigraði á Ísafirði Einn leikur fór fram í Intersportdeildinni í kvöld er Snæfell heimsótti KFÍ á Ísafirði. Gestirnir leiddu með þrem stigum í hálfleik, 49-46, og unnu að lokum 13 stiga sigur, 93-80. Sport 13.10.2005 18:47 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 219 ›
O´Neal tryggði Indiana sigur Indiana vann Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í gærkvöld. Jermaine O´Neal skoraði sigurkörfuna 11 sekúndum fyrir leikslok. Cleveland sigraði Chicago, Washington vann Memhpis, Seattle hafði betur í baráttu við New Orleans, Milwaukee vann New Jersey, Denver burstaði Boston. Sport 13.10.2005 18:49
Þór dæmdur sigur gegn ÍA Dómstóll Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt Þór í Þorlákshöfn sigur í leik gegn ÍA. ÍA vann leikinn sem fram fór 8. febrúar en Þór kærði úrslitin og byggði kæru sína á því að ÍA hefði teflt fram ólöglegum leikmanni. Dómurinn féllst á þá niðurstöðu og dæmdi Þór sigur í leiknum, 20-0. Sport 13.10.2005 18:49
Shaq ekki með strax Shaquille ONeill, sem meiddist í gær í leik gegn Chicago, mun ekki leika með Miami Heat liðinu fyrr en læknar liðsins hafa skoða hann er liðið kemur heim, en það er núna í útileikjahrinu sem líkur á laugardag. ONeil hefur skoraði 22,7 stig að meðaltali í vetur og hirt 10,4 fráköst. Sport 13.10.2005 18:49
Vinnur Keflavík deildina í kvöld? Keflavík getur tryggt sér deildarmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík mætir ÍS í Keflavík en á sama tíma keppa Grindavík og Haukar og Njarðvík og KR. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Keflavík fjögurra stiga forystu á Grindavík og vinni Keflavík en Grindavík tapar þá á Grindavík ekki lengur möguleika á því að ná Keflavík að stigum. Sport 13.10.2005 18:49
Bulls skellti Miami Lið Chicago Bulls er heldur betur að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfuknattleik um þessar mundir og í fyrrinótt gerðu ungu bolarnir sér lítið fyrir og skelltu sjóðheitu liði Miami Heat Sport 13.10.2005 18:49
Sævar Ingi mikilvægastur Tölfræði körfuboltans er margvísleg og gefur mönnum margskonar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í Intersportdeild karla. Það er enginn einn tölfræðiþáttur sem nær yfir mikilvægi leikmanna fyrir sín lið. Framlagsjafna NBA-deildarinnar metur heildarframlag leikmanna til síns liðs en það þarf þó ekkert að hafa bein tengsl við gengi liðsins. Sport 13.10.2005 18:49
O´Neal meiddist gegn Bulls Chicago vann Miami Heat 105-101 í framlengdum leik. Ben Gordon skoraði 29 stig fyrir Chicago en Miami missti tröllið Shaquille O´Neal meitt af velli í fyrsta leikhluta. Seattle vann Houston 87-85 þar sem Ray Allen skoraði tvö síðustu stigin af vítalínunni. Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle en Yao Ming 30 fyrir Houston. Sport 13.10.2005 18:49
Úrslit úr kvenna körfunni Þrír leikir fóru fram úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Efsta liðið Keflavík tók á móti ÍS og sigruðu naumlega 71-68. Njarðvík vann auðveldan heimasigur á KR 77-52 og Grindavík steinlá heima gegn Haukum 55-77. Sport 13.10.2005 18:49
Jón Arnór með 16 stig Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti fínan leik er lið hans, Dynamo St. Petersburg, sigraði CEZ Nymburk með 101 stigi gegn 93 í dag og setti niður 16 stig. Jón Arnór, sem spilaði næst mest allra Dynamo manna eða í 36 mínútur, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Sport 13.10.2005 18:49
Shaq alltaf í sigurliði frá 2000 Shaquille O’Neal var kannski ekki valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins annað árið í röð en það þykir mörgum táknrænt um áhrif þessa frábæra miðherja. Sport 13.10.2005 18:48
Austrið vann með tíu stigum Allen Iverson, leikmaður Piladelphia, var valinn maður Stjörnuleiksins í NBA-körfuboltanum sem fram fór í nótt. Iverson skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar í 125-115 sigri Austurdeildarinnar gegn Vesturdeildinni. Sport 13.10.2005 18:48
Snæfell tapaði óvænt Fimm leikir voru í Intersportdeild-karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflavík sigraði Hamar/Selfoss með 96 stigum gegn 67. Helsti keppinautur þeirra um deildarmeistaratitilinn, Snæfell, tapaði óvænt fyrir ÍR með eins stigs mun í íþróttahúsi Seljaskóla, 77-76. Sport 13.10.2005 18:48
Haukar unnu Grindvíkinga Haukar unnu Grindavík 110-85 í fyrsta leiknum í 19. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í gær. Demetric Shaw skoraði 33 stig fyrir Hauka og Mike Manciel 26. Darrell Lewis var stigahæstur Grindvíkinga, skoraði 24 stig. Grindavík er í áttunda sæti en Haukar í tíunda sæti, tveimur stigum á eftir Grindavík. Sport 13.10.2005 18:48
Keflavíkurkonur nær titli Keflavík færðist nær deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara Hauka með 71 stigi gegn 69. Ebony Shaw skoraði 28 stig fyrir Hauka en Helena Sverrisdóttir tók 17 fráköst. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 17 stig. Keflavík hefur 28 stig og Grindavík 24 en bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal innbyrðisleik í Keflavík 2. mars. Sport 13.10.2005 18:48
Spennan magnast í Intersport deild Í kvöld lýkur 19. umferð Intersport deildarinnar í körfubolta karla og toppbaráttan í algleymi enda lítið er eftir af mótinu. Keflvíkingar eru efstir með 2 stiga forystu á Snæfell sem er 4 stigum á undan Njarðvík í 3. sætinu. Keflavík tekur á móti Hamar/Selfoss í Reykjanesbæ á meðan Snæfellingar heimsækja ÍR í Seljaskóla. Sport 13.10.2005 18:48
Carmelo Anthony valinn bestur Nýliðaleikur NBA-körfuboltans fór fram í Denver í nótt þar sem úrvalslið nýliða mætti úrvali leikmanna á öðru ári í deildinni. Sport 13.10.2005 18:48
Anthony verðmætastur Carmelo Anthony, Denver Nuggets, var valinn verðmætasti leikmaður nýliðaleiks NBA-stjörnuhelgarinnar sem fram fór í Denver, Colorado, í nótt. Nýliðaleikurinn er viðureign nýliða yfirstandandi tímabils gegn nýliðum tímabilsins þar á undan. Sport 13.10.2005 18:48
Anna María tryggði sigurinn Gamla kempan Anna María Sveinsdóttir tryggði Keflavík í dag sigur á Haukum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 69-71 í jöfnum og spennandi leik en Anna María skoraði sigurkörfuna þegar 0.2 sekúndur voru eftir. Keflavík styrkti þar með enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar með 28 stig en Haukar eru í fjórða sæti með 16 stig. Sport 13.10.2005 18:48
Dallas lagði Phoenix Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dallas sigraði Phoenix Suns með 119 stigum gegn 113 í Phoenix. Michael Finley skoraði 33 stig og Josh Howard 30 fyrir Dallas. Gamli félagi þeirra, Steve Nash, skoraði 19 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Phoenix en stigahæstur var Amare Stoudamire með 31 stig. Sport 13.10.2005 18:48
Stjörnuhelgi NBA í fullum gangi Hin árlega Stjörnuhelgi NBA-körfuboltans fer fram um helgina en meðal dagskrárliða er þriggja stiga- og troðslukeppnin sem fram fara í kvöld. Sport 13.10.2005 18:48
Sjöundi sigur Miami í röð Miami vann í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið sigraði LA Clippers, 113-95. Miami er með þriðja besta vinninghlutfallið í deildinni. San Antonio lagði New Orleans, 101-78, en þetta var 41. sigur San Antonio á leiktíðinni. Sport 13.10.2005 18:47
Hvar er varnarleikurinn Grindavík? Hvar er varnarleikurinn Grindvíkingar? Það er ekki von að körfuboltaáhugamenn spyrji sjálfan sig. Grindvíkingar hafa skorað 91,6 stig að meðaltali í leik og aðeins Fjölnismenn hafa skorað fleiri stig. Grindvíkingar hafa samt tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið og eru að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni þangað sem þeir hafa komist síðastliðin tólf tímabil. Sport 13.10.2005 18:47
Grindavík marði Njarðvík Í 1. deild kvenna í körfuknattleik vann Grindavík Njarðvík, 49-46, í gær. Sólveig Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 18 stig en hjá Njarðvík var Jamey Wustra öflug og skoraði 16 stig. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig og Njarðvík í fimmta sæti með 20 stig. Sport 13.10.2005 18:47
Snæfell sigraði Njarðvík Heil umferð fór fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Sport 13.10.2005 18:48
Kobe með 40 stig Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Utah Jazz, 102-95, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston hélt áfram sigurgöngu sinni þegar liðið bar sigurorð af Washington, 123-93. Sport 13.10.2005 18:47
Valur vann nauman sigur Valur vann ÍS í 1. deild karla í körfuknattleik í gær, 98-94. Þór Akureyri er á toppnum í deildinni með 26 stig, Valur er í öðru sæti með 24 og Stjarnan vermir þriðja sætið með 20 stig. Sport 13.10.2005 18:47
Suns lagði Jazz Fimm leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Phoenix Suns vann Utah Jazz í leik þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi, en Suns sigraði 136-128. Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 18 stoðsendingar auk þess sem hann skoraði 19 stig. Phoenix hefur unnið 41 leik en tapað 12. Sport 13.10.2005 18:47
Snæfell enn í öðru sæti Snæfell vann KFÍ 93-80 í Intersport-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöldi. Michael Ames skoraði 21 stig fyrir Snæfell en Joshua Helm var langstigahæstur hjá KFÍ, en hann skoraði 37 stig og tók 16 fráköst. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur á eftir Keflavík sem hefur forystu en KFÍ er á botninum með 2 stig. Sport 13.10.2005 18:47
Stúdínur lögðu KR ÍS lagði KR í 1. deild kvenna í körfuboltanum í kvöld. Lokatölur voru 79-66 en Stúdínur lögðu með þrem stigum í hálfleik, 35-32. Sport 13.10.2005 18:47
Snæfell sigraði á Ísafirði Einn leikur fór fram í Intersportdeildinni í kvöld er Snæfell heimsótti KFÍ á Ísafirði. Gestirnir leiddu með þrem stigum í hálfleik, 49-46, og unnu að lokum 13 stiga sigur, 93-80. Sport 13.10.2005 18:47