Körfubolti

Fréttamynd

Keflvíkingar semja við Kana

Keflvíkingar sömdu í gær við Jason Kalsow frá Bandaríkjunum en kappinn er rétt rúmir tveir metrar á hæð. Kalsow er annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuboltanum í sumar.

Sport
Fréttamynd

Damon Jones til Cleveland

Leikstjórnandinn Damon Jones hjá Miami Heat í NBA deildinni er við það að ganga í raðir Cleveland Cavaliers, ef marka má fréttir frá ESPN í Bandaríkjunum. Staðarblöð í Cleveland fullyrða að Jones sé við það að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Fjölnismenn komnir með nýjan kana

Fjölnismenn eru búnir að ná sér í bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildinni en sá heitir Jason Clark og spilaði með Virginia-háskólanum í 1. deild bandaríska háskólaboltans.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir gegn Dönum

Ísland var 1 stigi yfir gegn Danmörku í Evrópukeppninni í körfubolta, 50-49 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir að leik liðanna. Staðan var 48-47 fyrir Ísland að loknum 3. leikhluta en leikið er í Keflavík. Íslenska liðið þarf að vinna leikinn með 11 stiga mun eða meira til þess að eiga möguleika á að vinna riðilinn og komast í úrslitakeppnina um sæti í A-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Ísland-Danmörk að hefjast

Ísland og Danmörk mætast í Evrópukeppni landsliða í Keflavík nú kl. 14:00. Leikurinn er síðari leikur þjóðanna, en í fyrri leiknum í Árósum í fyrra voru það Danir sem sigruðu með 10 stiga mun. Ísland þarf því að vinna 11 stiga sigur í leiknum..

Sport
Fréttamynd

17 stiga tap fyrir Dönum

Danmörk sigraði Ísland, 77-60 í sveiflukenndum leik í Keflavík nú síðdegis í Evrópukeppni landsliða í körfubolta. Danir hafa þar með tryggt sér efsta sæti riðilsins en vonir Íslendinga um sæti í A-deild er nú úr sögunni. Ísland þurfti að vinna 11 stiga sigur í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Aldrei æft eins vel saman

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu mæta Dönum í Keflavík í dag klukkan 14.00 í mikilvægasta leik síðari ára en hann getur haft úrslitaáhrif um hvaða lið vinnur riðilinn og fær í kjölfarið möguleika á að vinna sér sæti meðal A-þjóða.

Sport
Fréttamynd

Rútuferð á landsleikinn

Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Dönum á laugardag. Leikurinn fer fram í Keflavík og fyrir þá sem búa í bænum verður rútuferð á leikinn frá Íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi klukkan 12:30 en leikurinn hefst klukkan 14. 

Sport
Fréttamynd

Yao Ming semur við Houston

Kínverski risinn Yao Ming hefur gert langtímasamning við Houston Rockets í NBA deildinni og verður því á mála hjá félaginu til loka tímabilsins 2010-11. Ekki hefur verið gefið upp hve hár samningurinn er, en þó er talið að fyrsta ár hans muni færa Yao Ming um 12,5 milljónir í árslaun, en fari svo ört hækkandi eftir því sem líður á hann.

Sport
Fréttamynd

Michael Finley valdi Spurs

Eftirsóttasti leikmaður NBA deildarinnar með lausa samninga, Michael Finley, gaf það út í gærkvöldi að hann myndi ganga til liðs við NBA meistara San Antonio Spurs á næstu dögum, en mörg lið voru búin að gera hosur sínar grænar fyrir honum síðustu daga.

Sport
Fréttamynd

Eins og að ferðast með Elvis

"Það hefði auðvitað verið betra að ná að vinna þennan leik, en ég er samt mjög ánægður með leik liðsins í dag," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska liðsins eftir leikinn í gær. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur íslenska liðsins með 21 stig, en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og hirti 11 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Van Exel semur við Spurs

Leikstjórnandinn Nick Van Exel, sem leikið hefur með Portland Trailblazers í NBA deildinni í körfubolta, hefur gert samning við meistara San Antonio Spurs um að leika með liðinu næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Tap gegn Kína

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Kínverjum með 80 stigum gegn 96 í dag í seinni æfingaleik þjóðanna í Kína. Í hálfleik var staðan 52-43 Kínverjum í vil. Íslendingar voru tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 21 stig. Hlynur Bæringsson skoraði 18 og tók 11 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Van Exel til meistara Spurs

Bandarísku NBA meistararnir í körfubolta San Antonio Spurs hafa fengið hinn gamalreynda leikstjórnanda, Nick Van Exel til liðs við sig frá Portland Trailblazers. Van Exel sem er 33 ára hefur komið víða við m.a. hjá Lakers, Mavericks, Warriors og  Nuggets.

Sport
Fréttamynd

Finley til Miami Heat?

Michael Finley, fyrrum leikmaður Dallas Mavericks í NBA körfuboltanum, er með lausan samning og eru fjölmörg félög að reyna að fá hann til liðs við sig. Eitt þeirra er Miami Heat en í gær sást hann fara á fund með Pat Riley, yfirmanni körfuboltamála hjá Miami.

Sport
Fréttamynd

Christie til Dallas

Doug Christie er genginn til lið við Dallas Maveriks í  NBA deildinni í körfubolta. Christie, 35 ára, hefur komið víða við á ferli sínum m.a. hjá Los Angeles Lakers, New York Knicks og Sacramento, þar sem hann lék með liði sínu í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fengu sneið af amerísku bökunni

Helgi Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa stundað nám samhliða því að leika körfuknattleik í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fréttablaðið fékk að skyggnast inn í líf íþróttamanns í Háskóla í Suðurríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Alda Leif til meistara Hollands

Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta og fimmta leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, mun spila með hollenska liðinu Den Helder í hollensku úrvalsdeildinni næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Aftur sigur á Hollendingum

Ísland sigraði Holland annað kvöldið í röð í vináttuleik í körfubolta í Groningen í Hollandi. Leikurinn í kvöld var framlengdur og sigruðu Íslendingar 82 -75 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 71 -71. Stigahæstur í íslenska liðinu var Sigurður Þorvaldsson með 14 stig og næstur kom Jón Arnór Stefánsson með 13 stig. 

Sport
Fréttamynd

Sigur á Hollendingum

Íslendingar sigruðu Hollendinga með 78 stigum gegn 74 í vináttulandsleik í körfuknattleik Groningen í Hollandi í gærkvöldi. Í hálfleik var staðan 37-36 fyrir íslenska liðið. Jón Arnór Stefánsson skoraði 26 stig og Hlynur Bæringsson 22 auk þess sem hann tók 11 fráköst. Logi Gunnarsson skoraði 10 stig og Jakob Sigurðarson 7.

Sport
Fréttamynd

Ísland vann Holland

Ísland vann Holland 78-74 í landsleik í körfubolta í Groningen í Hollandi í  kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa 2-3 stiga forystu allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 36-37 fyrir Ísland. Stórleikur Íslands í þriðja leikhluta skóp svo sigurinn en strákarnir unnu þriðja leikhluta 16-30.

Sport
Fréttamynd

Stúlknalandsliðið í áttunda sæti

Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Portúgölum í tvíframlengdum leik um sjöunda sætið á Evrópumótinu í Bosníu í gær. Portúgalar sigruðu með 80 stigum gegn 78. Helena Sverrisdóttir skoraði 27 stig, tók 17 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Íslenska karlalandsliðið mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi í kvöld. Íslendingar mæta Hollendingum í tveimur leikjum og halda síðan til Kína og keppa tvo leiki við heimamenn.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Lettum í Bosníu

Íslendingar töpuðu fyrir Lettum 52-97 á Evrópumóti landsliða 18 ára og yngri en keppt er í Bosníu. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig en María Ben Erlingsdóttir kom næst með 11 stig. Stúlkurnar keppa við Portúgala í dag.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór aftur með landsliðinu

Sigurður Ingimundarson landsliðþjálfari í körfubolta hefur valið tólf leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd í leikjum gegn Hollandi og Kína nú í ágúst, sem og í Evrópuleikjunum gegn Danmörku og Rúmeníu 3. og 10. september n.k. Þetta er sterkasta lið sem Ísland hefur náð að stilla upp í langan tíma.

Sport
Fréttamynd

Rahim fer ekki til Nets

Framherjinn Shareef Abdur-Rahim mun ekki ganga til liðs við New Jersey Nets eins og til stóð, eftir að hann stóðst ekki læknisskoðun hjá félaginu. Hann er því með lausa samninga og verður áfram hjá Portland Trailblazers þangað til annað kemur í ljós.

Sport
Fréttamynd

Landsiðið mætir risanum

Síðar í þessum mánuði verða æfingaleikir erlendis hjá karlalandsliði Íslands í körfubolta og það ekki gegn neinum aukvisum. Landsliðið heldur til Hollands um helgina og leikur þar gegn heimamönnum. Síðan fer liðið til Kína og mætir heimamönnum.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Svíum á EM

Íslenska landsliðið í körfuknattleik stúlkna 18 ára og yngri beið í gær lægri hlut fyrir Svíum í B-deild Evrópumóts sem fram fer í Bosníu. Svíar sigruðu með 21 stigs mun, 60 stigum gegn 39. Helena Sverrisdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna, skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Í dag keppa íslensku stúlkurnar við lið Lettlands.

Sport
Fréttamynd

Damon Stoudamire til Memphis

NBA leikmaðurinmn Damon Stoudamire er genginn til liðs við Memphis Grizzlies frá Portland Trailblazers. "Stoudamire er öflug skytta sem á eftir að styrkja Grizzlies verulega," segir Jerry West yfirmaður körfubolta mála hjá Memphis Grizzlies.

Sport
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn í Las Vegas 2007

Stjörnuleikurinn í NBA-körfuboltanum 2007 verður í Las Vegas. Þetta ákvað stjórn deildarinnar í gær. Þetta verður í fyrsta sinn sem stjörnuleikurinn fer fram í borg sem ekki státar af körfuboltaliði. Stjórn NBA-deildarinnar hefur hingað til ekki leyft að stjörnuleikurinn fari fram í borg þar sem heimilt er að veðja á úrslit körfuboltaleikja.

Sport