Körfubolti Sprewell í viðræðum við Lakers Bakvörðurinn Latrell Sprewell, sem leikið hefur með Minnesota Timberwolves undanfarin ár er óðum að reyna að finna sér nýtt lið til að spila með í NBA í vetur, en talið er víst að hann fari frá Minnesota fljótlega. Sport 17.10.2005 23:45 Risi til Skallagríms Úrvalsdeildarlið Skallagríms úr Borganesi hefur fengið til liðs við sig risann Chris Manker frá San Diego State-háskólanum fyrir átökin í körfuboltanum í vetur. Manker, 213 sentimetra hár, er 24 ára gamall og leikur í stöðu miðherja. Sport 17.10.2005 23:45 Bryant og Jackson hefja störf Lítið hefur heyrst í Kobe Bryant síðan Phil Jackson tók við liði Los Angeles Lakers í vor, en í gær tjáði hann sig í fyrsta sinn opinberlega um ráðningu Jackson og framtíðaráform liðsins. Bryant var frekar þurr á manninn í viðtalinu og sagði samband sitt við Jackson á faglegum nótum. Sport 17.10.2005 23:45 Góð byrjun hjá Hlyni og Sigurði Félagarnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson, sem leika með hollenska liðinu Woon!Aris þar í landi, byrjuðu feril sinn hjá félaginu á góðum sigri um helgina þegar liðið lagði Polynorm Giants í æfingaleik um helgina, 83-82. Sport 17.10.2005 23:43 Njarðvíkingar unnu Greifamótið Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur sigraði á Greifamótinu í körfubolta sem fram fór um helgina á Akureyri, þegar liðið vann heimamenn í Þór með 86 stigum gegn 76 í úrslitaleik. Sport 17.10.2005 23:43 Valur vann ÍS í körfunni Á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í gær vann Valur ÍS, 95-68, og í kvennaflokki vann KR Fjölni, 70-45. Sport 14.10.2005 06:42 Njarðvík lagði Keflavík Njarðvíkingar lögðu granna sína í Keflavík á Reykjanesmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi, 82-68. Staðan í hálfleik var 43-40 fyrir Njarðvík. Það var hinn nýi leikmaður Njarðvíkur Jeb Ivey sem var stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. Sport 14.10.2005 06:42 Logi til skoðunar í Þýskalandi Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er þessa dagana til skoðunar hjá þýska liðinu Bayeruth sem leikur í 2. deild í Þýskalandi. Magnús Gunnarsson, sem leikur með Keflavík, hefur hafnað tilboði frá Lausanne í Sviss en stefnir á atvinnumennsku á næstu leiktíð. Sport 14.10.2005 06:42 Handtökuskipun gefin út á Rodman Dennis Rodman verður handtekinn af lögreglu ef hann kemur aftur inn í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Þetta úrskurðaði dómari í fylkinu í gær, eftir að fyrrum NBA leikmaðurinn var stöðvaður fyrir gáleysislegan akstur í fylkinu á dögunum. Sport 14.10.2005 06:42 Kína valtaði yfir Saudi Arabíu Kínverska landsliðið í körfuknattleik þurfti ekki á hjálp Yao Ming að halda þegar það valtaði yfir lið Saudi Arabíu á Asíumeistaramótinu í gær og sigraði 98-10. Sport 14.10.2005 06:42 Fjölnir sigraði ÍR Fjölnir úr Grafarvogi gerði góða ferð í Breiðholtið í Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöld og lagði ÍRinga með 90 stigum gegn 72, eftir að hafa verið yfir 43-38 í hálfleik. Sport 14.10.2005 06:42 Logi til Bayeruth Logi Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá þýska 1.deildar liðinu Bayreuth og vonast hann til þess að ganga frá samningum við liðið á næstu dögum. Sport 14.10.2005 06:42 Shaq aðstoðaði við handtöku Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur löngum sagt að hann ætlaði sér að fara út í löggæslu þegar hann lýkur keppni í NBA deildinni, en um helgina tók hann lögin í sínar hendur þegar hann varð vitni að því að ráðist var á tvo homma í Miami. Sport 14.10.2005 06:42 Höttur fær til sín nýja menn Hattarmenn hafa fengið nýjan bandarískan þjálfara til að stjórna liðinu í frumraun sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Með honum kemur nýr leikmaður sem meðal annars reyndi fyrir sér í NBA-deildinni í sumar. Sport 14.10.2005 06:42 Ilgauskas semur við Cleveland Litháinn stóri, Zydrunas Ilgauskas hjá Cleveland Cavaliers, hefur undirritað nýjan fimm ára samning við liðið sem færir honum rúmar 50 milljónir dollara í laun. Ilgauskas var með mikla heimþrá þegar hann hóf að leika með liðinu á sínum tíma, en segist nú hvergi annarsstaðar vilja vera ein í Cleveland. Sport 14.10.2005 06:42 Stórleikur í Njarðvík í kvöld Það verður stórleikur í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Bæði lið vonast til að geta teflt fullskipuðum liðum í leiknum en erlendu leikmenn liðanna eru mættir á klakann og þá hafa landsliðsmenn snúið aftur úr verkefnum tengdum Evrópukeppninni. Sport 14.10.2005 06:42 Betri laun í Keflavík Í dag kemur til landsins Bandaríkjamaðurinn Jason Kalsow en hann er búinn að semja við Íslandsmeistaralið Keflavík í körfubolta. Kalsow var eftirsóttur leikmaður og Keflavík hafði betur í baráttunni við lið frá Þýskalandi og Danmörku um þjónustu hans. Sport 14.10.2005 06:42 Þjálfari Jordan á leið til Íslands Þann 17-18. september næstkomandi mun körfuboltaþjálfarinn Bill Guthridge koma hingað til lands og halda námskeið í húsakynnum körfuboltaakademíunnar í Reykjanesbæ. Guthridge var um árabil þjálfari eins virtasta háskóla Bandaríkjanna, Norður-Karólínu, þar sem hann þjálfaði m.a. sjálfan Michael Jordan á sínum tíma. Sport 14.10.2005 06:42 Shaq lét hnefana tala Shaquille O´Neal, leikmaður Miami Heat, lét hnefana tala um helgina þegar hann var staddur í veislu í New York ef marka má fréttir úr New York Post í gær. Ölvaður maður er sagður hafa stjakað við konu hans í veislunni, með þeim afleiðingum að hann fékk íturvaxinn hnefa tröllsins í andlitið og stóð skiljanlega ekki upp aftur eftir það. Sport 14.10.2005 06:42 Rúlluðu upp Íslandsmeisturunum Kvennalið Grindavíkur lofar vissulega góðu fyrir veturinn en liðið hefur fengið til sín tvo mjög sterka leikmenn, endurheimt tvær uppaldar stelpur og æft gríðarlega vel undir stjórn nýja þjálfara síns Unndórs Sigurðssonar. Nú síðast vann Grindavík Íslandsmeistaralið Keflavíkur með 24 stiga mun, 70-46, í æfingaleik í Grindavík. Sport 14.10.2005 06:42 Milljónir söfnuðust í Houston Í gær var haldinn sérstakur fjáröflunarleikur í Toyota-Center í Houston, þar sem margar af helstu stjörnum NBA deildarinnar komu saman og söfnuðu fé fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Suðurríkjunum um daginn. Sport 14.10.2005 06:41 Ísland vann Rúmeníu í körfunni Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Rúmena með 80 stigum gegn 72 í Rúmeníu í gær. Magnús Gunnarsson var stigahæstur, skoraði 22 stig þar af 15 í síðari hálfleik. Logi Gunnarsson kom næstur með 13 stig. Íslendingar urðu í öðru sæti í riðlinum á eftir Dönum. Sport 14.10.2005 06:41 Geta ekki leikið í New Orleans George Shinn, eigandi NBA liðs New Orleans Hornets, segir að þó allir myndu helst vilja að liðið léki áfram í borginni, sé það einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki. Fjöldi borga í Bandaríkjunum hefur boðið fram aðstoð sína og fljótlega mun liggja fyrir hvar liðið leikur heimaleiki sína í vetur. Sport 14.10.2005 06:41 Auerbach sagður á batavegi Red Auerbach, forseti Boston Celtics er sagður á batavegi eftir að hann var fluttur þungt haldinn á sjúkrahús fyrir helgina. Fregnir herma að hann hafi verið í dái og verið mjög illa á sig kominn, en nú segir talsmaður Boston að sá gamli sé að ná sér hægt og bítandi. Sport 14.10.2005 06:41 Ísland lagði Rúmeníu Íslenska landsliðið í körfuknattleik gerði góða ferð til Rúmeníu í dag og lagði sterkt lið heimamanna, 80-72. Það var Magnús Gunnarsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig, þar af 18 í síðari hálfleik. Sport 14.10.2005 06:41 Ísland yfir í hálfleik í Rúmeníu Íslenska landsliðið í körfuknattleik var yfir 36-35 gegn Rúmeníu ytra, í lokaleik liðsins í Evrópukeppni landsliða. Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 7 stig, en þeir Jón Arnór Stefánsson og Gunnar Einarsson eru ekki með vegna meiðsla. Sport 14.10.2005 06:41 NBA leikmenn styðja hjálparstarf Nokkrar af helstu stjörnum NBA deildarinnar í körfubolta hafa ákveðið að spila góðgerðaleik um helgina að frumkvæði fyrrum leikmannsins og sjónvarpsmannsins Kenny Smith, en allt fé sem safnast mun renna óskipt til fórnarlamba náttúruhamfaranna í suðurríkjunum á dögunum. Sport 14.10.2005 06:41 Danir í umspil þrátt fyrir tap Danska körfuknattleikslandsliðið er öruggt í umspil um laust sæti í A deild, þrátt fyrir tveggja stiga tap fyrir Rúmenum á heimavelli sínum í gærkvöld. Íslendingar leika við Rúmena ytra á laugardaginn og leggur af stað út í dag án tveggja manna sem eru meiddir. Sport 14.10.2005 06:41 Red Auerbach á sjúkrahúsi Körfuboltagoðsögnin Red Auerbach hefur verið fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús, en ekki hefur verið gefið upp hvað amar að honum. Auerbach er 87 ára gamall og hefur unnið fleiri NBA titla en nokkur annar þjálfari í sögu deildarinnar. Sport 14.10.2005 06:41 Ming launahæstur í Kína Kínverski risinn Yao Ming, sem leikur með Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta, er launahæstur fræga fólksins í Kína samkvæmt Forbes blaðinu þar í landi. Sport 14.10.2005 06:41 « ‹ 192 193 194 195 196 197 198 199 200 … 219 ›
Sprewell í viðræðum við Lakers Bakvörðurinn Latrell Sprewell, sem leikið hefur með Minnesota Timberwolves undanfarin ár er óðum að reyna að finna sér nýtt lið til að spila með í NBA í vetur, en talið er víst að hann fari frá Minnesota fljótlega. Sport 17.10.2005 23:45
Risi til Skallagríms Úrvalsdeildarlið Skallagríms úr Borganesi hefur fengið til liðs við sig risann Chris Manker frá San Diego State-háskólanum fyrir átökin í körfuboltanum í vetur. Manker, 213 sentimetra hár, er 24 ára gamall og leikur í stöðu miðherja. Sport 17.10.2005 23:45
Bryant og Jackson hefja störf Lítið hefur heyrst í Kobe Bryant síðan Phil Jackson tók við liði Los Angeles Lakers í vor, en í gær tjáði hann sig í fyrsta sinn opinberlega um ráðningu Jackson og framtíðaráform liðsins. Bryant var frekar þurr á manninn í viðtalinu og sagði samband sitt við Jackson á faglegum nótum. Sport 17.10.2005 23:45
Góð byrjun hjá Hlyni og Sigurði Félagarnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson, sem leika með hollenska liðinu Woon!Aris þar í landi, byrjuðu feril sinn hjá félaginu á góðum sigri um helgina þegar liðið lagði Polynorm Giants í æfingaleik um helgina, 83-82. Sport 17.10.2005 23:43
Njarðvíkingar unnu Greifamótið Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur sigraði á Greifamótinu í körfubolta sem fram fór um helgina á Akureyri, þegar liðið vann heimamenn í Þór með 86 stigum gegn 76 í úrslitaleik. Sport 17.10.2005 23:43
Valur vann ÍS í körfunni Á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í gær vann Valur ÍS, 95-68, og í kvennaflokki vann KR Fjölni, 70-45. Sport 14.10.2005 06:42
Njarðvík lagði Keflavík Njarðvíkingar lögðu granna sína í Keflavík á Reykjanesmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi, 82-68. Staðan í hálfleik var 43-40 fyrir Njarðvík. Það var hinn nýi leikmaður Njarðvíkur Jeb Ivey sem var stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. Sport 14.10.2005 06:42
Logi til skoðunar í Þýskalandi Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er þessa dagana til skoðunar hjá þýska liðinu Bayeruth sem leikur í 2. deild í Þýskalandi. Magnús Gunnarsson, sem leikur með Keflavík, hefur hafnað tilboði frá Lausanne í Sviss en stefnir á atvinnumennsku á næstu leiktíð. Sport 14.10.2005 06:42
Handtökuskipun gefin út á Rodman Dennis Rodman verður handtekinn af lögreglu ef hann kemur aftur inn í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Þetta úrskurðaði dómari í fylkinu í gær, eftir að fyrrum NBA leikmaðurinn var stöðvaður fyrir gáleysislegan akstur í fylkinu á dögunum. Sport 14.10.2005 06:42
Kína valtaði yfir Saudi Arabíu Kínverska landsliðið í körfuknattleik þurfti ekki á hjálp Yao Ming að halda þegar það valtaði yfir lið Saudi Arabíu á Asíumeistaramótinu í gær og sigraði 98-10. Sport 14.10.2005 06:42
Fjölnir sigraði ÍR Fjölnir úr Grafarvogi gerði góða ferð í Breiðholtið í Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöld og lagði ÍRinga með 90 stigum gegn 72, eftir að hafa verið yfir 43-38 í hálfleik. Sport 14.10.2005 06:42
Logi til Bayeruth Logi Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá þýska 1.deildar liðinu Bayreuth og vonast hann til þess að ganga frá samningum við liðið á næstu dögum. Sport 14.10.2005 06:42
Shaq aðstoðaði við handtöku Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur löngum sagt að hann ætlaði sér að fara út í löggæslu þegar hann lýkur keppni í NBA deildinni, en um helgina tók hann lögin í sínar hendur þegar hann varð vitni að því að ráðist var á tvo homma í Miami. Sport 14.10.2005 06:42
Höttur fær til sín nýja menn Hattarmenn hafa fengið nýjan bandarískan þjálfara til að stjórna liðinu í frumraun sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Með honum kemur nýr leikmaður sem meðal annars reyndi fyrir sér í NBA-deildinni í sumar. Sport 14.10.2005 06:42
Ilgauskas semur við Cleveland Litháinn stóri, Zydrunas Ilgauskas hjá Cleveland Cavaliers, hefur undirritað nýjan fimm ára samning við liðið sem færir honum rúmar 50 milljónir dollara í laun. Ilgauskas var með mikla heimþrá þegar hann hóf að leika með liðinu á sínum tíma, en segist nú hvergi annarsstaðar vilja vera ein í Cleveland. Sport 14.10.2005 06:42
Stórleikur í Njarðvík í kvöld Það verður stórleikur í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Bæði lið vonast til að geta teflt fullskipuðum liðum í leiknum en erlendu leikmenn liðanna eru mættir á klakann og þá hafa landsliðsmenn snúið aftur úr verkefnum tengdum Evrópukeppninni. Sport 14.10.2005 06:42
Betri laun í Keflavík Í dag kemur til landsins Bandaríkjamaðurinn Jason Kalsow en hann er búinn að semja við Íslandsmeistaralið Keflavík í körfubolta. Kalsow var eftirsóttur leikmaður og Keflavík hafði betur í baráttunni við lið frá Þýskalandi og Danmörku um þjónustu hans. Sport 14.10.2005 06:42
Þjálfari Jordan á leið til Íslands Þann 17-18. september næstkomandi mun körfuboltaþjálfarinn Bill Guthridge koma hingað til lands og halda námskeið í húsakynnum körfuboltaakademíunnar í Reykjanesbæ. Guthridge var um árabil þjálfari eins virtasta háskóla Bandaríkjanna, Norður-Karólínu, þar sem hann þjálfaði m.a. sjálfan Michael Jordan á sínum tíma. Sport 14.10.2005 06:42
Shaq lét hnefana tala Shaquille O´Neal, leikmaður Miami Heat, lét hnefana tala um helgina þegar hann var staddur í veislu í New York ef marka má fréttir úr New York Post í gær. Ölvaður maður er sagður hafa stjakað við konu hans í veislunni, með þeim afleiðingum að hann fékk íturvaxinn hnefa tröllsins í andlitið og stóð skiljanlega ekki upp aftur eftir það. Sport 14.10.2005 06:42
Rúlluðu upp Íslandsmeisturunum Kvennalið Grindavíkur lofar vissulega góðu fyrir veturinn en liðið hefur fengið til sín tvo mjög sterka leikmenn, endurheimt tvær uppaldar stelpur og æft gríðarlega vel undir stjórn nýja þjálfara síns Unndórs Sigurðssonar. Nú síðast vann Grindavík Íslandsmeistaralið Keflavíkur með 24 stiga mun, 70-46, í æfingaleik í Grindavík. Sport 14.10.2005 06:42
Milljónir söfnuðust í Houston Í gær var haldinn sérstakur fjáröflunarleikur í Toyota-Center í Houston, þar sem margar af helstu stjörnum NBA deildarinnar komu saman og söfnuðu fé fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Suðurríkjunum um daginn. Sport 14.10.2005 06:41
Ísland vann Rúmeníu í körfunni Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Rúmena með 80 stigum gegn 72 í Rúmeníu í gær. Magnús Gunnarsson var stigahæstur, skoraði 22 stig þar af 15 í síðari hálfleik. Logi Gunnarsson kom næstur með 13 stig. Íslendingar urðu í öðru sæti í riðlinum á eftir Dönum. Sport 14.10.2005 06:41
Geta ekki leikið í New Orleans George Shinn, eigandi NBA liðs New Orleans Hornets, segir að þó allir myndu helst vilja að liðið léki áfram í borginni, sé það einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki. Fjöldi borga í Bandaríkjunum hefur boðið fram aðstoð sína og fljótlega mun liggja fyrir hvar liðið leikur heimaleiki sína í vetur. Sport 14.10.2005 06:41
Auerbach sagður á batavegi Red Auerbach, forseti Boston Celtics er sagður á batavegi eftir að hann var fluttur þungt haldinn á sjúkrahús fyrir helgina. Fregnir herma að hann hafi verið í dái og verið mjög illa á sig kominn, en nú segir talsmaður Boston að sá gamli sé að ná sér hægt og bítandi. Sport 14.10.2005 06:41
Ísland lagði Rúmeníu Íslenska landsliðið í körfuknattleik gerði góða ferð til Rúmeníu í dag og lagði sterkt lið heimamanna, 80-72. Það var Magnús Gunnarsson sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig, þar af 18 í síðari hálfleik. Sport 14.10.2005 06:41
Ísland yfir í hálfleik í Rúmeníu Íslenska landsliðið í körfuknattleik var yfir 36-35 gegn Rúmeníu ytra, í lokaleik liðsins í Evrópukeppni landsliða. Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 7 stig, en þeir Jón Arnór Stefánsson og Gunnar Einarsson eru ekki með vegna meiðsla. Sport 14.10.2005 06:41
NBA leikmenn styðja hjálparstarf Nokkrar af helstu stjörnum NBA deildarinnar í körfubolta hafa ákveðið að spila góðgerðaleik um helgina að frumkvæði fyrrum leikmannsins og sjónvarpsmannsins Kenny Smith, en allt fé sem safnast mun renna óskipt til fórnarlamba náttúruhamfaranna í suðurríkjunum á dögunum. Sport 14.10.2005 06:41
Danir í umspil þrátt fyrir tap Danska körfuknattleikslandsliðið er öruggt í umspil um laust sæti í A deild, þrátt fyrir tveggja stiga tap fyrir Rúmenum á heimavelli sínum í gærkvöld. Íslendingar leika við Rúmena ytra á laugardaginn og leggur af stað út í dag án tveggja manna sem eru meiddir. Sport 14.10.2005 06:41
Red Auerbach á sjúkrahúsi Körfuboltagoðsögnin Red Auerbach hefur verið fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús, en ekki hefur verið gefið upp hvað amar að honum. Auerbach er 87 ára gamall og hefur unnið fleiri NBA titla en nokkur annar þjálfari í sögu deildarinnar. Sport 14.10.2005 06:41
Ming launahæstur í Kína Kínverski risinn Yao Ming, sem leikur með Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta, er launahæstur fræga fólksins í Kína samkvæmt Forbes blaðinu þar í landi. Sport 14.10.2005 06:41