Körfubolti

Fréttamynd

KRingar Reykjavíkurmeistarar

KRingar tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfubolta þegar þeir lögðu meistarana frá því í fyrra, ÍR, 87-59 í Vesturbænum. KR var yfir í hálfleik, 37-27. Pálmi Sigurgeirsson var stigahæstur í liði KR og skoraði 21 stig og hitti mjög vel.

Sport
Fréttamynd

Helga til ÍS

Reykjavíkurmeistarar ÍS í kvennakörfunni fengu mikinn liðstyrk í gær þegar landsliðskonan Helga Jónasdóttir ákvað að spila með liðinu í 1. deild kvenna í vetur en með hennar liðsinni er ÍS-liðið orðið allra hávaxnasta lið deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Logi heitur með Bayeruth

Landsliðsbakvörðurinn Logi Gunnarsson byrjar vel með sínu nýja liði Bayreuth í þýsku 2. deildinni en hann átti mjög góðan leik í æfingaleik gegn TSV Troester Breitenguessbach en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið.

Sport
Fréttamynd

KR yfir gegn ÍR

KRingar hafa forystu í hálfleik 37-27 gegn ÍR á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í Vesturbænum. KRingar geta með sigrinum tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 27-14 fyrir KR. Pálmi Sigurgeirsson hefur skorað mest í liði KR, 12 stig og Skarphéðinn Ingason hefur skorað 7 stig og hirt 7 fráköst. Theo Dixon er atkvæðamestur ÍRinga með 11 stig, en liðið hefur hitt afar illa í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Hörkurimmur UMFG og UMFN

Njarðvíkingar unnu Reykjanesmótið í körfubolta á dögunum en liðið vann alla sex leiki sína í mótinu. Það gat þó varla munað minna í leikjunum gegn Grindvíkingum en Njarðvík vann þá tvo leiki með samtals þremur stigum, þann fyrri á heimavelli með tveimur stigum í framlengdum leik og þann seinni með einu stigi í Grindavík á miðvikudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Dómaraskortur í körfunni

"Það hefur vantað körfuboltadómara undanfarin ár. Dómarar hafa verið yfirhlaðnir verkefnum og hver einasta helgi frá október og fram í apríl hefur verið undirlögð. Við þurfum að manna leiki í meistaraflokkum og yngri flokkum og alls eru þetta 1500 leikir," sagði Hannes Þ. Jónsson, formaður dómaranefndar Körfuboltasambandsins við Fréttablaðið.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki bestur á EM

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, sem leikur með Dallas Mavericks í NBA deildinni, var valinn maður Evrópumótsins í körfuknattleik sem lauk í Serbíu um helgina. Hann var yfirburðamaður í liði Þjóðverja á mótinu og raunar yfirburðamaður í keppninni allri.

Sport
Fréttamynd

Fáir útlendingar það sem af er

Aðeins hefur verið sótt um leikheimild fyrir sex evrópska leikmenn í Intersportdeildinni í vetur, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Körfuboltasambands Íslands.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur fá liðsstyrk

Kvennalið Hauka hefur fengið mikinn liðstyrk fyrir tímabilið en bikarmeistararnir ætla sér stóra hluti í vetur og taka meðal annars fyrstir íslenskra kvennaliða þátt í Evrópukeppni. Haukaliðið mætir frönsku, spænsku og ítölsku liði í Evrópukeppninni en öll hafa þessi lið tvö bandaríska leikmenn innanborðs auk Evrópubúa.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar lögðu Spánverja

Þjóðverjar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, þegar þeir unnu frækinn sigur á Spánverjum í undanúrslitum 74-73. Rétt eins og í hinum undanúrslitaleiknum, voru réðust úrslit leiksins ekki fyrr en á síðustu sekúndunum.

Sport
Fréttamynd

Artest og félagar sluppu vel

Leikmennirnir þrír sem létu hvað mest til sín taka í slagsmálunum í Detroit í nóvember í fyrra, í leik Detroit og Indiana, sluppu vel þegar mál þeirra var gert upp fyrir rétti á föstudag. Þeir Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, fá eins árs skilorð og þurfa að vinna 60 klukkustundir í samfélagsþjónustu fyrir ólætin.

Sport
Fréttamynd

Grikkir Evrópumeistarar

Grikkir urðu nú rétt áðan Evrópumeistarar í körfuknattleik þegar þeir lögðu Þjóðverja örugglega í úrslitaleik, 78-62. Theodoros Papaloukas skoraði 22 stig og átti 6 stoðsendingar fyrir gríska liðið, en Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Þjóðverja.

Sport
Fréttamynd

Stoudemire að semja við Suns

Amare Stoudemire, einn efnilegasti leikmaður NBA deildarinnar í körfuknattleik, er sagður vera búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan samning við lið sitt Phoenix Suns um að leika með því til ársins 2011 og er samningurinn talinn vera upp á um 72,6 milljónir dollara.

Sport
Fréttamynd

Frakkar hrepptu bronsið á EM

Franska landsliðið í körfuknattleik tryggði sér í dag bronsverðlaunin á Evrópumeistaramóti landsliða í Serbíu, þegar það burstaði Spánverja í dag, 98-68. Það var Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, sem var stigahæstur allra á vellinum með 25 stig.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar og Þjóðverjar áfram

Spánverjar og Þjóðverjar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í körfubolta í Serbíu og Svartfjallalandi. Spánverjar báru sigurorð af Króötum, 101-85, í framlengdum leik í átta liða úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Grikkir í úrslit á EM í körfu

Grikkir unnu dramatískan sigur á Frökkum í undanúrslitum Evrópukeppninnar í körfuknattleik í Belgrad nú í kvöld. Það var Dimitrios Diamantids sem skoraði sigurkörfu Grikkja í blálokin með þriggja stiga skoti og tryggði sínum mönnum sigur 66-65 og farseðilinn í úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Logi farinn til Bayreuth

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur skrifað undir eins árs samning við Bayreuth frá Þýskalandi sem leikur í annari deildinni þar í landi en Logi lék á síðustu leiktíð með Giessen í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í undanúrslit

Þjóðverjar tryggðu sér nú rétt í þessu farseðilinn í undanúrslit Evrópumótsins í körfuknattleik, þegar þeir lögðu Slóvena nokkuð örugglega, 76-62. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur í liði Þjóðverja með 22 stig og 9 fráköst og þeir Roller og Demirel skoruðu 15 hvor.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar lögðu Króata

Spánverjar urðu nú áðan síðasta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, þegar þeir báru sigurorð af Króötum í æsispennandi framlengdum leik, 101-85. Spænska liðið náði á ævintýralegan hátt að tryggja sér framlengingu á lokasekúndum venjulegs leiktíma og tóku svo öll völd á vellinum í framlengingunni.

Sport
Fréttamynd

EM í körfubolta

Nú er hálfleikur í viðureign Slóvena og Þjóðverja í átta liða úrslitum á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik sem fram fer í Serbíu. Staðan er jöfn 34-34. Dirk Nowitzki er stigahæstur í liði Þjóðverja með 12 stig og 6 fráköst, en þeir Lakovic og Brezek hafa skorað 11 stig hvor fyrir Slóvena.

Sport
Fréttamynd

Payton á leið til Miami Heat

Leikstjórnandinn Gary Payton, sem lék með Boston Celtics í fyrra, er á leið til Shaquille O´Neal og félaga í Miami Heat ef marka má nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum. Samnnigur hans mun verða til eins árs og ekki er búist við að samningurinn hljóði upp á meira en lágmarkslaun, enda eru peningar ekki það sem Payton er á höttunum eftir.

Sport
Fréttamynd

Hanna gengin í raðir ÍS

Hanna Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að skipta yfir í ÍS og leika með liðinu í 1. deild kvenna. Hanna spilar væntanlega sinn fyrsta deildarleik gegn sínu uppeldisfélagi, Haukum.

Sport
Fréttamynd

Frakkar í undanúrslitin á EM

Frakkar eru heldur betur í stuði í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, sem fram fer í Serbíu um þessar mundir. Eftir að hafa slegið heimamenn nokkuð óvænt út úr keppninni í fyrrakvöld, náðu þeir að leggja núverandi meistara Litháen að velli í kvöld, 63-47 og tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir yfir gegn KR í hálfleik

Fjölnir hefur yfir 39-38 í hálfleik gegn KR á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik, en leikurinn fer fram í Grafarvogi. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 22-17 fyrir KR. Jason Clark er stigahæsti maður vallarins með 13 stig, en Brynjar Björnsson hefur skorað 11 stig.

Sport
Fréttamynd

Serbar slógust eftir tapið

Tveir leikir verða á dagskrá í átta liða úrslitum Evrópukeppni landsliða í körfubolta í kvöld, en keppnin fer fram í Serbíu. Rússar taka á móti Grikkjum og Litháar mæta Frökkum, sem öllum að óvörum sigruðu heimamenn í 16 liða úrslitum. Tapið fékk það mikið á Serbana að allt fór í háaloft í búningsklefanum eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

New Orleans spilar í Oklahoma

NBA liði New Orleans Hornets hefur verið gert kleift að spila heimaleiki sína í deildarkeppninni í vetur í Oklahoma City, eftir að ekki þótti reynandi að spila leiki liðsins í New Orleans vegna náttúruhamfaranna á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Frábær endasprettur KRinga

KRingar sigruðu Fjölni með 96 stigum gegn 69 í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Endasprettur KRinga í leiknum var hreint út sagt ótrúlegur, því Fjölnir hafði yfir í hálfleik, 39-38.

Sport
Fréttamynd

Grikkir í undanúrslitin

Grikkir unnu góðan sigur á Rússum 66-61 í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fer í Serbíu um þessar mundir. Síðar í kvöld mætast Litháen og Frakkland í síðari leik dagsins, en átta liða úrslitin klárast á morgun.

Sport
Fréttamynd

Sverrir Þór snýr aftur

Sverrir Þór Sverrisson, einn besti körfuboltamaður landsins, hefur ákveðið að leika áfram með Íslandsmeisturum Keflavíkur samhliða því að þjálfa kvennalið félagsins, líkt og hann gerði sl. vetur. Sverrir Þór hafði í hyggju að leggja körfuboltaskóna á hilluna en snerist hugur.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistararnir úr leik

Óvænt úrslit urðu á Evrópumótinu í körfuknattleik karla í Serbíu í gærkvöldi, þegar Frakkar sigruðu heimamenn, sem eru núverandi heimsmeistarar, með 74 stigum gegn 71. Frakkar komust þar með í átta liða úrsli en Serbar eru úr leik og misstu um leið af sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári.

Sport