Körfubolti Memphis - LA Lakers í beinni Leikur Memphis Grizzlies og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og hefst hann um klukkan eitt eftir miðnætti. Í gær var sýndur leikur Sacramento og New York, þar sem Larry Brown og félagar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur. Sport 14.11.2005 17:09 Borðaði Snickers í morgunmat og hneig niður í lyftu Mikil skelfing greip um sig í herbúðum Los Angeles Lakers á sunnudagsmorguninn þegar úkraínski miðherjinn Slava Medvedenko féll í yfirlið í lyftu þegar liðið var að yfirgefa hótel og var fluttur á spítala í skyndi. Sport 14.11.2005 17:46 Góð helgi hjá Jóni og Loga Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson gerðu ágæta hluti með liðum sínum á Ítalíu og í Þýskalandi um helgina. Jón Arnór skoraði 13 stig fyrir Napoli þegar það lagði Varese með ellefu stiga mun 94-83, en 18 stig Loga Gunnarssonar dugðu ekki fyrir Bayeruth þegar liðið tapaði fyrir Crailsheim með fjórum stigum, 74-70 í þýsku 2. deildinni. Sport 14.11.2005 14:37 Gaf 1,2 milljónir dollara í Katrínarsjóðinn Framherjinn Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var heldur betur rausnarlegur fyrir helgina, þegar hann gaf sérstökum styrktarsjóði fórnarlamba fellibylsins Katrínar 1,2 milljónir dollara úr eigin vasa, eða um 70 milljónir íslenskra króna. Sport 14.11.2005 14:27 Loksins sigur hjá New York Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs. Sport 14.11.2005 12:58 Detroit með 5. sigurinn í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95. Sport 11.11.2005 13:37 Phoenix - Detroit í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA. Sport 10.11.2005 18:49 Nowitzki meiddist og Dallas tapaði Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Philadelphia sigraði Dallas auðveldlega 112-97 eftir að Dallas var án Dirk Nowitzki lengst af í leiknum, en hann meiddist í baki. Keith Van Horn skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en Allen Iverson skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Sport 10.11.2005 12:15 Philadelphia - Dallas í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Dallas Mavericks verður í beinni útsendingu á NBA TV körfuboltastöðinni á Digital Ísland í kvöld. Þarna eru á ferðinni tvö skemmtileg lið, sem hafa á að skipa tveimur af betri leikmönnum heimsins, þeim Allen Iverson og Dirk Nowitzki. Sport 9.11.2005 14:17 Sacramento fékk grínið borgað Skondin uppákoma varð fyrir leik Sacramento og Detroit í NBA í nótt. Í upphitun fyrir leik liðanna eru venjulega spiluð myndbrot á risaskjá fyrir ofan völlinn og þegar lið Detroit var kynnt, hafði einhverjum háðfuglinum dottið í hug að sýna myndir af brenndum bílum og ónýtum byggingum, til að gera grín af staðalmyndum um bílaborgina. Þetta fór ekki vel fyrir brjóstið á leikmönnum Detroit. Sport 9.11.2005 13:09 Detroit enn taplaust Detroit Pistons heldur áfram sigurgöngu sinni í upphafi leiktíðar í NBA og í gær rúllaði liðið yfir Sacramento á útivelli 102-88. Milwaukee Bucks tapaði sínum fyrsta leik, en Los Angeles Lakers byrjar ágætlega. Sport 9.11.2005 11:21 Memphis-Seattle í beinni Einn leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en það er viðureign Memphis Grizzlies og Seattle Supersonics. Memphis hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en Seattle hefur spilað tvo leiki og unnið annan þeirra. Pau Gasol er stigahæstur í liði Memphis með rúm 25 stig að meðaltali í leik, en Ray Allen hefur skorað rúmt 31 stig í leik fyrir Seattle. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt. Sport 8.11.2005 22:00 San Antonio þurfti framlengingu í Chicago Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Sport 8.11.2005 12:42 Enn tapar New York Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum. Sport 7.11.2005 13:08 Milwaukee lagði Miami Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt. Sport 6.11.2005 15:13 Philadelphia bíður erfitt verkefni Lið Philadelphia 76ers hefur enn ekki unnið leik í deildarkeppni NBA það sem af er tímabili, en í kvöld sækir liðið Indiana heim í leik sem verður annar tveggja í beinni útsendingu á NBATV. Hinn leikurinn er viðureign LA Clippers og Minnesota Timberwolves. Sport 5.11.2005 21:32 Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Sport 5.11.2005 18:27 Tveir leikir í beinni Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV stöðinni á Digital Ísland í nótt. Fyrri leikurinn er viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics, en síðari leikurinn er rimma Golden State Warriors og Utah Jazz. en þar eru á ferðinni lið sem ekki hafa sést mikið á skjánum hérlendis. Veislan byrjar fljótlega upp úr miðnætti. Sport 4.11.2005 23:45 O´Neal verður frá í 2-4 vikur Shaquille O´Neal verður frá keppni í tvær til fjórar vikur með Miami Heat, eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í leiknum við Indiana síðustu nótt. Þetta staðfestu læknar liðsins í dag. O´Neal hafði byrjað tímabilið nokkuð rólega og var aðeins með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum. Sport 4.11.2005 20:35 Hann er "úr hverfinu" Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers hitti David Stern, framkvæmdastjóra NBA deildarinnar að máli fyrir leik Indiana og Miami í nótt og ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim. Stern dæmdi Artest sem kunnugt er í 73 leikja bann í fyrra fyrir slagsmál. Sport 4.11.2005 17:07 Stórleikur Bryant dugði ekki gegn Suns Phoenix Suns lagði Los Angeles Lakers á útivelli í síðari leik kvöldsins í NBA í nótt 122-112. Phoenix hafði yfirburði í leiknum í gærkvöld, en liðið var þó næstum búið að glutra niður 17 stiga forystu í fjórða leikhluta eins og tveimur kvöldum áður gegn Dallas. Sport 4.11.2005 16:36 Númer Miller hengt upp í mars Reggie Miller fær treyju sína hengda upp í rjáfur á heimavelli Indiana Pacers þann 31. mars næstkomandi í virðingarskyni fyrir farsælan feril hans, en Miller lék öll átján ár sín í deildinni með félaginu. Sport 4.11.2005 16:50 Indiana vann í Miami Lið Indiana Pacers minnir rækilega á sig í upphafi leiktíðar í NBA og í nótt vann það góðan 105-102 útisigur á Miami Heat. Jermaine O'Neal skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana, en nafni hans Shaquille O´Neal þurfti að fara meiddur af leikvelli í síðari hálfleiknum með snúinn ökkla og missir væntanlega af næsta leik Miami. Sport 4.11.2005 04:59 Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Sport 3.11.2005 15:52 Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Sport 2.11.2005 07:00 Dunleavy samdi við Golden State Framherjinn ungi Mike Dunleavy hjá Golden State Warriors, framlengdi í gær samning sinn við félagið um fimm ár og fær fyrir það um 44 milljónir dollara. Dunleavy var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2002 og fetaði með samningnum í fótspor Tayshaun Prince sem undirritaði svipaðan samning við Detroit skömmu áður. Sport 1.11.2005 04:50 Prince semur við Detroit Framherjinn Tayshaun Prince hefur framlengt samning sinn við Detroit Pistons til fimm ára og fær fyrir það um 47 milljónir dollara í laun. Samningar milli umboðsmanns Prince og félagsins náðust á elleftu stundu, en ef það hefði ekki tekist, hefði Prince verði með lausa samninga næsta sumar. Sport 31.10.2005 18:01 Magloire til Milwaukee Bucks Milwaukee Bucks var duglegt á leikmannamarkaði NBA í sumar og fékk meðal annars fyrsta valréttinn í nýliðavalinu. Í gærkvöldi nældi félagið svo í enn einn leikmanninn þegar það fékk til sín miðherjann Jamaal Magloire frá New Orleans, í skiptum fyrir framherjann Desmond Mason og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári. Sport 27.10.2005 04:15 Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25.10.2005 05:47 Þrír leikir í kvennakörfunni Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild kvenna í körfuknattleik í dag. Keflavíkurstúlkur héldu uppteknum hætti og völtuðu yfir Breiðablik 106-50 á útivelli. Haukar sigruðu KR 82-34 og Grindavíkurstúlkur lögðu ÍS í hörkuleik í Grindavík, 75-67. Keflavík og Grindavík eru því bæði með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Sport 23.10.2005 17:51 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 219 ›
Memphis - LA Lakers í beinni Leikur Memphis Grizzlies og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og hefst hann um klukkan eitt eftir miðnætti. Í gær var sýndur leikur Sacramento og New York, þar sem Larry Brown og félagar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur. Sport 14.11.2005 17:09
Borðaði Snickers í morgunmat og hneig niður í lyftu Mikil skelfing greip um sig í herbúðum Los Angeles Lakers á sunnudagsmorguninn þegar úkraínski miðherjinn Slava Medvedenko féll í yfirlið í lyftu þegar liðið var að yfirgefa hótel og var fluttur á spítala í skyndi. Sport 14.11.2005 17:46
Góð helgi hjá Jóni og Loga Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson gerðu ágæta hluti með liðum sínum á Ítalíu og í Þýskalandi um helgina. Jón Arnór skoraði 13 stig fyrir Napoli þegar það lagði Varese með ellefu stiga mun 94-83, en 18 stig Loga Gunnarssonar dugðu ekki fyrir Bayeruth þegar liðið tapaði fyrir Crailsheim með fjórum stigum, 74-70 í þýsku 2. deildinni. Sport 14.11.2005 14:37
Gaf 1,2 milljónir dollara í Katrínarsjóðinn Framherjinn Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var heldur betur rausnarlegur fyrir helgina, þegar hann gaf sérstökum styrktarsjóði fórnarlamba fellibylsins Katrínar 1,2 milljónir dollara úr eigin vasa, eða um 70 milljónir íslenskra króna. Sport 14.11.2005 14:27
Loksins sigur hjá New York Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York unnu sinn fyrsta leik í deildarkeppninni þegar þeir skelltu Sacramento Kings á útivelli, en Toronto Raptors er enn án sigurs. Sport 14.11.2005 12:58
Detroit með 5. sigurinn í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og þar bar hæst að Detroit Pistons skelltu Phoenix Suns á útivelli 111-104 í frábærum leik sem sýndur var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Miami vann nauman útisigur á Houston 88-84 og Atlanta tapaði 5. leiknum í röð, nú gegn LA Clippers 102-95. Sport 11.11.2005 13:37
Phoenix - Detroit í beinni útsendingu Það verður sannkallaður stórleikur í beinni á NBA TV í nótt, þar sem Steve Nash og félagar í Phoenix Suns taka á móti Austurdeildarmeisturum Detroit Pistons. Phoenix hefur gengið betur án Amare Stoudemire en menn þorðu að vona, en Detroit er á mikilli siglingu og er eina taplausa liðið í NBA. Sport 10.11.2005 18:49
Nowitzki meiddist og Dallas tapaði Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Philadelphia sigraði Dallas auðveldlega 112-97 eftir að Dallas var án Dirk Nowitzki lengst af í leiknum, en hann meiddist í baki. Keith Van Horn skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en Allen Iverson skoraði 25 stig fyrir Philadelphia. Sport 10.11.2005 12:15
Philadelphia - Dallas í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Dallas Mavericks verður í beinni útsendingu á NBA TV körfuboltastöðinni á Digital Ísland í kvöld. Þarna eru á ferðinni tvö skemmtileg lið, sem hafa á að skipa tveimur af betri leikmönnum heimsins, þeim Allen Iverson og Dirk Nowitzki. Sport 9.11.2005 14:17
Sacramento fékk grínið borgað Skondin uppákoma varð fyrir leik Sacramento og Detroit í NBA í nótt. Í upphitun fyrir leik liðanna eru venjulega spiluð myndbrot á risaskjá fyrir ofan völlinn og þegar lið Detroit var kynnt, hafði einhverjum háðfuglinum dottið í hug að sýna myndir af brenndum bílum og ónýtum byggingum, til að gera grín af staðalmyndum um bílaborgina. Þetta fór ekki vel fyrir brjóstið á leikmönnum Detroit. Sport 9.11.2005 13:09
Detroit enn taplaust Detroit Pistons heldur áfram sigurgöngu sinni í upphafi leiktíðar í NBA og í gær rúllaði liðið yfir Sacramento á útivelli 102-88. Milwaukee Bucks tapaði sínum fyrsta leik, en Los Angeles Lakers byrjar ágætlega. Sport 9.11.2005 11:21
Memphis-Seattle í beinni Einn leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en það er viðureign Memphis Grizzlies og Seattle Supersonics. Memphis hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en Seattle hefur spilað tvo leiki og unnið annan þeirra. Pau Gasol er stigahæstur í liði Memphis með rúm 25 stig að meðaltali í leik, en Ray Allen hefur skorað rúmt 31 stig í leik fyrir Seattle. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt. Sport 8.11.2005 22:00
San Antonio þurfti framlengingu í Chicago Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Sport 8.11.2005 12:42
Enn tapar New York Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum. Sport 7.11.2005 13:08
Milwaukee lagði Miami Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt. Sport 6.11.2005 15:13
Philadelphia bíður erfitt verkefni Lið Philadelphia 76ers hefur enn ekki unnið leik í deildarkeppni NBA það sem af er tímabili, en í kvöld sækir liðið Indiana heim í leik sem verður annar tveggja í beinni útsendingu á NBATV. Hinn leikurinn er viðureign LA Clippers og Minnesota Timberwolves. Sport 5.11.2005 21:32
Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Sport 5.11.2005 18:27
Tveir leikir í beinni Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV stöðinni á Digital Ísland í nótt. Fyrri leikurinn er viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics, en síðari leikurinn er rimma Golden State Warriors og Utah Jazz. en þar eru á ferðinni lið sem ekki hafa sést mikið á skjánum hérlendis. Veislan byrjar fljótlega upp úr miðnætti. Sport 4.11.2005 23:45
O´Neal verður frá í 2-4 vikur Shaquille O´Neal verður frá keppni í tvær til fjórar vikur með Miami Heat, eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í leiknum við Indiana síðustu nótt. Þetta staðfestu læknar liðsins í dag. O´Neal hafði byrjað tímabilið nokkuð rólega og var aðeins með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum. Sport 4.11.2005 20:35
Hann er "úr hverfinu" Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers hitti David Stern, framkvæmdastjóra NBA deildarinnar að máli fyrir leik Indiana og Miami í nótt og ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim. Stern dæmdi Artest sem kunnugt er í 73 leikja bann í fyrra fyrir slagsmál. Sport 4.11.2005 17:07
Stórleikur Bryant dugði ekki gegn Suns Phoenix Suns lagði Los Angeles Lakers á útivelli í síðari leik kvöldsins í NBA í nótt 122-112. Phoenix hafði yfirburði í leiknum í gærkvöld, en liðið var þó næstum búið að glutra niður 17 stiga forystu í fjórða leikhluta eins og tveimur kvöldum áður gegn Dallas. Sport 4.11.2005 16:36
Númer Miller hengt upp í mars Reggie Miller fær treyju sína hengda upp í rjáfur á heimavelli Indiana Pacers þann 31. mars næstkomandi í virðingarskyni fyrir farsælan feril hans, en Miller lék öll átján ár sín í deildinni með félaginu. Sport 4.11.2005 16:50
Indiana vann í Miami Lið Indiana Pacers minnir rækilega á sig í upphafi leiktíðar í NBA og í nótt vann það góðan 105-102 útisigur á Miami Heat. Jermaine O'Neal skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana, en nafni hans Shaquille O´Neal þurfti að fara meiddur af leikvelli í síðari hálfleiknum með snúinn ökkla og missir væntanlega af næsta leik Miami. Sport 4.11.2005 04:59
Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Sport 3.11.2005 15:52
Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Sport 2.11.2005 07:00
Dunleavy samdi við Golden State Framherjinn ungi Mike Dunleavy hjá Golden State Warriors, framlengdi í gær samning sinn við félagið um fimm ár og fær fyrir það um 44 milljónir dollara. Dunleavy var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2002 og fetaði með samningnum í fótspor Tayshaun Prince sem undirritaði svipaðan samning við Detroit skömmu áður. Sport 1.11.2005 04:50
Prince semur við Detroit Framherjinn Tayshaun Prince hefur framlengt samning sinn við Detroit Pistons til fimm ára og fær fyrir það um 47 milljónir dollara í laun. Samningar milli umboðsmanns Prince og félagsins náðust á elleftu stundu, en ef það hefði ekki tekist, hefði Prince verði með lausa samninga næsta sumar. Sport 31.10.2005 18:01
Magloire til Milwaukee Bucks Milwaukee Bucks var duglegt á leikmannamarkaði NBA í sumar og fékk meðal annars fyrsta valréttinn í nýliðavalinu. Í gærkvöldi nældi félagið svo í enn einn leikmanninn þegar það fékk til sín miðherjann Jamaal Magloire frá New Orleans, í skiptum fyrir framherjann Desmond Mason og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári. Sport 27.10.2005 04:15
Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25.10.2005 05:47
Þrír leikir í kvennakörfunni Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild kvenna í körfuknattleik í dag. Keflavíkurstúlkur héldu uppteknum hætti og völtuðu yfir Breiðablik 106-50 á útivelli. Haukar sigruðu KR 82-34 og Grindavíkurstúlkur lögðu ÍS í hörkuleik í Grindavík, 75-67. Keflavík og Grindavík eru því bæði með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Sport 23.10.2005 17:51