Körfubolti Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82. Körfubolti 11.9.2010 20:36 Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn. Körfubolti 11.9.2010 17:41 Breyttir tímar í argentínskum körfubolta - Litháen í undanúrslit Litháen komst í undanúrslit á HM í körfubolta í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar með því að vinna 104-85 sigur á Argentínu í átta liða úrslitum á HM í Tyrklandi í gær. Litháen hefur keppt undir sínu nafni frá og með 1994-keppninni og hafði best náð 7. sæti. Körfubolti 10.9.2010 08:30 Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það. Körfubolti 9.9.2010 16:56 Heimsmeistararnir úr leik og heimamenn áfram ósigraðir Tyrkir og Serbar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitunum á HM í körfubolta, Tyrkir með öruggum og sannfærandi sigri á Slóvenum en Serbar eftir æsispennandi leik á móti fráfarandi heimsmeisturum Spánverja. Körfubolti 9.9.2010 08:08 Luis Scola búinn að vera óstöðvandi með Argentínu á HM Argentínumaðurinn Luis Scola hefur farið á kostum á HM í körfubolta í Tyrklandi og á stóran þátt í því að Argentínumenn eru komnir alla leið í átta liða úrslit þrátt fyrir að vera án heimsklassaleikmanns eins og Manu Ginoboli. Körfubolti 8.9.2010 14:15 Bandaríkjamenn flugu inn í átta liða úrslit Bandaríkjamenn flugu inn í átta liða úrslitin á HM í körfubolta í dag er liðið rúllaði yfir Angóla, 121-66, í sextán liða úrslitum keppninnar. Körfubolti 6.9.2010 20:12 Fjórar þjóðir komnar í 8 liða úrslitin - Bandaríkjamenn spila í dag Sextán liða úrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eru nú í fullum gangi og í gær komust heimamenn í átta liða úrslitin eftir sannfærandi sigur á Frökkum. Slóvenía, Serbía og Spánn eru einnig komin áfram en hin fjögur sætin ráðast í dag og á morgun. Körfubolti 6.9.2010 11:37 Bandaríkin hefur unnið alla leikina til þessa Bandaríkin, Tyrkland og Litháen fóru öll taplaus í gegnum riðlakeppnina á HM í körfubolta. Sextán liða úrslitin eru framundan. Körfubolti 2.9.2010 22:03 Bandaríkjamenn byrja vel á HM Bandaríkjamenn fara vel af stað á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þeir lögðu Króatíu örugglega í gær og í dag rúlluðu Bandaríkjamenn Slóveníu upp, 99-77. Körfubolti 29.8.2010 15:37 Bandaríska körfuboltalandsliðið fór létt með Kína í æfingaleik Bandaríska landsliðið í körfubolta er á leiðinni á HM í Tyrklandi og vantar í liðið margar stærstu stjörnurnar frá því í sigri Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tveimur árum. Körfubolti 14.8.2010 23:43 Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is. Körfubolti 6.8.2010 15:40 Ólafur þegar farinn að láta til sín taka - breytingar á Evrópukeppni karla Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe, stjórnaði sínum fyrsta stjórnarfundi um helgina og þar voru samþykktar breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliða karla í Evrópukeppninni. Körfubolti 1.6.2010 09:59 Logi og félagar í St. Etienne úr leik Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson og hans félagar í franska liðinu St. Etienne náðu ekki inn í úrslitakeppnina í C-deildinni þar í landi og eru því komnir í sumarfrí. Körfubolti 22.5.2010 12:41 Jón Arnór og félagar komust ekki í úrslitakeppnina Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada komust ekki í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en lokaumferð deildarkeppninnar fór fram um helgina. Körfubolti 17.5.2010 10:04 Ólafur Rafnsson var kosinn forseti FIBA Europe með yfirburðum Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands var í dag kjörinn nýr forseti FIBA Europe til næstu fjögurra ára á ársþingi sambandsins sem haldið er í Munchen í Þýskalandi. Körfubolti 15.5.2010 12:09 Blíðkuðu þingfulltrúa FIBA Europe með hraunmolum úr Eyjafjallajökli Ólafur Rafnsson og fulltrúar KKÍ á ársþingi FIBA Europe áttu sérstakt útspil þegar þingið var sett í morgun en Ólafur er eins og menn vita í framboði til forseta FIBA Europe og keppir þar við Turgay Demirel, forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe. Körfubolti 14.5.2010 14:34 Barcelona og Olympiakos mætast í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni Spænska liðið Barcelona og gríska liðið Olympiakos tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í körfubolta en úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Sporttv á sunnudaginn alveg eins og undanúrslitaleikirnir voru í dag. Körfubolti 7.5.2010 22:18 Helgi Már og félagar úr leik Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83. Körfubolti 20.4.2010 19:48 Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag. Körfubolti 20.4.2010 13:18 Jón Arnór og félagar búnir að vinna fjóra af síðustu fimm Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í spænska körfuboltanum eftir 72-68 útisigur á Suzuki Manresa í gær. CB Granada hefur þar með unnið tvo leiki í röð og fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Körfubolti 19.4.2010 09:35 Helgi og félagar tryggðu sér oddaleik á móti deildarmeisturunum Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sex stiga sigur á deildarmeisturum Norrköping, 90-84, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum sænska körfuboltans og tryggðu sér þar með oddaleik um sæti í lokaúrslitunum. Körfubolti 16.4.2010 18:47 Jakob valinn leikmaður ársins á Eurobasket-síðunni Jakob Örn Sigurðarson fékk stóra viðurkenningu á Eurobasket-körfuboltasíðunni þegar hann var valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en auk þess var Jakob valin besti Evrópuleikmaður deildarinnar og besti bakvörður ársins. Körfubolti 16.4.2010 14:56 Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin. Körfubolti 13.4.2010 18:56 Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum. Körfubolti 4.4.2010 18:45 Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn. Körfubolti 4.4.2010 12:08 Helena í hópi 45 bestu háskólaleikmanna Bandaríkjanna Helena Sverrisdóttir fékk mikla viðurkenningu í gær þegar Fréttastofan Associated Press valdi úrvalslið ársins í bandaríska háskólaboltanum. Helena var í hópi þeirra leikmenn sem voru næstir því að komast inn í úrvalsliðin þrjú. Körfubolti 31.3.2010 10:51 Helgi Már og félagar í undanúrslit Solna Vikings, lið Helga Más Magnússonar, tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Körfubolti 30.3.2010 22:22 Jakob sjóðhitnaði í upphafi fjórða leikhluta en það dugði ekki Sundsvall Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall eru komnir upp að vegg í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir 67-75 tap fyrir Uppsala á heimavelli í gær. Uppsala er þannig komið í 2-1 og vantar aðeins einn leik til þess tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Körfubolti 30.3.2010 08:28 Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala. Körfubolti 25.3.2010 19:34 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 219 ›
Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82. Körfubolti 11.9.2010 20:36
Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn. Körfubolti 11.9.2010 17:41
Breyttir tímar í argentínskum körfubolta - Litháen í undanúrslit Litháen komst í undanúrslit á HM í körfubolta í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar með því að vinna 104-85 sigur á Argentínu í átta liða úrslitum á HM í Tyrklandi í gær. Litháen hefur keppt undir sínu nafni frá og með 1994-keppninni og hafði best náð 7. sæti. Körfubolti 10.9.2010 08:30
Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það. Körfubolti 9.9.2010 16:56
Heimsmeistararnir úr leik og heimamenn áfram ósigraðir Tyrkir og Serbar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitunum á HM í körfubolta, Tyrkir með öruggum og sannfærandi sigri á Slóvenum en Serbar eftir æsispennandi leik á móti fráfarandi heimsmeisturum Spánverja. Körfubolti 9.9.2010 08:08
Luis Scola búinn að vera óstöðvandi með Argentínu á HM Argentínumaðurinn Luis Scola hefur farið á kostum á HM í körfubolta í Tyrklandi og á stóran þátt í því að Argentínumenn eru komnir alla leið í átta liða úrslit þrátt fyrir að vera án heimsklassaleikmanns eins og Manu Ginoboli. Körfubolti 8.9.2010 14:15
Bandaríkjamenn flugu inn í átta liða úrslit Bandaríkjamenn flugu inn í átta liða úrslitin á HM í körfubolta í dag er liðið rúllaði yfir Angóla, 121-66, í sextán liða úrslitum keppninnar. Körfubolti 6.9.2010 20:12
Fjórar þjóðir komnar í 8 liða úrslitin - Bandaríkjamenn spila í dag Sextán liða úrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eru nú í fullum gangi og í gær komust heimamenn í átta liða úrslitin eftir sannfærandi sigur á Frökkum. Slóvenía, Serbía og Spánn eru einnig komin áfram en hin fjögur sætin ráðast í dag og á morgun. Körfubolti 6.9.2010 11:37
Bandaríkin hefur unnið alla leikina til þessa Bandaríkin, Tyrkland og Litháen fóru öll taplaus í gegnum riðlakeppnina á HM í körfubolta. Sextán liða úrslitin eru framundan. Körfubolti 2.9.2010 22:03
Bandaríkjamenn byrja vel á HM Bandaríkjamenn fara vel af stað á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þeir lögðu Króatíu örugglega í gær og í dag rúlluðu Bandaríkjamenn Slóveníu upp, 99-77. Körfubolti 29.8.2010 15:37
Bandaríska körfuboltalandsliðið fór létt með Kína í æfingaleik Bandaríska landsliðið í körfubolta er á leiðinni á HM í Tyrklandi og vantar í liðið margar stærstu stjörnurnar frá því í sigri Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tveimur árum. Körfubolti 14.8.2010 23:43
Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is. Körfubolti 6.8.2010 15:40
Ólafur þegar farinn að láta til sín taka - breytingar á Evrópukeppni karla Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe, stjórnaði sínum fyrsta stjórnarfundi um helgina og þar voru samþykktar breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliða karla í Evrópukeppninni. Körfubolti 1.6.2010 09:59
Logi og félagar í St. Etienne úr leik Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson og hans félagar í franska liðinu St. Etienne náðu ekki inn í úrslitakeppnina í C-deildinni þar í landi og eru því komnir í sumarfrí. Körfubolti 22.5.2010 12:41
Jón Arnór og félagar komust ekki í úrslitakeppnina Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada komust ekki í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en lokaumferð deildarkeppninnar fór fram um helgina. Körfubolti 17.5.2010 10:04
Ólafur Rafnsson var kosinn forseti FIBA Europe með yfirburðum Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands var í dag kjörinn nýr forseti FIBA Europe til næstu fjögurra ára á ársþingi sambandsins sem haldið er í Munchen í Þýskalandi. Körfubolti 15.5.2010 12:09
Blíðkuðu þingfulltrúa FIBA Europe með hraunmolum úr Eyjafjallajökli Ólafur Rafnsson og fulltrúar KKÍ á ársþingi FIBA Europe áttu sérstakt útspil þegar þingið var sett í morgun en Ólafur er eins og menn vita í framboði til forseta FIBA Europe og keppir þar við Turgay Demirel, forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe. Körfubolti 14.5.2010 14:34
Barcelona og Olympiakos mætast í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni Spænska liðið Barcelona og gríska liðið Olympiakos tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í körfubolta en úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Sporttv á sunnudaginn alveg eins og undanúrslitaleikirnir voru í dag. Körfubolti 7.5.2010 22:18
Helgi Már og félagar úr leik Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83. Körfubolti 20.4.2010 19:48
Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag. Körfubolti 20.4.2010 13:18
Jón Arnór og félagar búnir að vinna fjóra af síðustu fimm Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í spænska körfuboltanum eftir 72-68 útisigur á Suzuki Manresa í gær. CB Granada hefur þar með unnið tvo leiki í röð og fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Körfubolti 19.4.2010 09:35
Helgi og félagar tryggðu sér oddaleik á móti deildarmeisturunum Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sex stiga sigur á deildarmeisturum Norrköping, 90-84, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum sænska körfuboltans og tryggðu sér þar með oddaleik um sæti í lokaúrslitunum. Körfubolti 16.4.2010 18:47
Jakob valinn leikmaður ársins á Eurobasket-síðunni Jakob Örn Sigurðarson fékk stóra viðurkenningu á Eurobasket-körfuboltasíðunni þegar hann var valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en auk þess var Jakob valin besti Evrópuleikmaður deildarinnar og besti bakvörður ársins. Körfubolti 16.4.2010 14:56
Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin. Körfubolti 13.4.2010 18:56
Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum. Körfubolti 4.4.2010 18:45
Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn. Körfubolti 4.4.2010 12:08
Helena í hópi 45 bestu háskólaleikmanna Bandaríkjanna Helena Sverrisdóttir fékk mikla viðurkenningu í gær þegar Fréttastofan Associated Press valdi úrvalslið ársins í bandaríska háskólaboltanum. Helena var í hópi þeirra leikmenn sem voru næstir því að komast inn í úrvalsliðin þrjú. Körfubolti 31.3.2010 10:51
Helgi Már og félagar í undanúrslit Solna Vikings, lið Helga Más Magnússonar, tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Körfubolti 30.3.2010 22:22
Jakob sjóðhitnaði í upphafi fjórða leikhluta en það dugði ekki Sundsvall Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall eru komnir upp að vegg í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir 67-75 tap fyrir Uppsala á heimavelli í gær. Uppsala er þannig komið í 2-1 og vantar aðeins einn leik til þess tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Körfubolti 30.3.2010 08:28
Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala. Körfubolti 25.3.2010 19:34