Körfubolti

Fréttamynd

Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum

Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu

Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu

Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn byrja vel á HM

Bandaríkjamenn fara vel af stað á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þeir lögðu Króatíu örugglega í gær og í dag rúlluðu Bandaríkjamenn Slóveníu upp, 99-77.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings

Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már og félagar úr leik

Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku

Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob valinn leikmaður ársins á Eurobasket-síðunni

Jakob Örn Sigurðarson fékk stóra viðurkenningu á Eurobasket-körfuboltasíðunni þegar hann var valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en auk þess var Jakob valin besti Evrópuleikmaður deildarinnar og besti bakvörður ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni

Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert gekk hjá Jakobi og Sundsvall tapaði leik tvö

Jakob Örn Sigurðarson hitti á afleitan dag í kvöld þegar Sundsvall Dragons tapaði með 21 stigi fyrir Uppsala Basket, 82-61, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Uppsala.

Körfubolti