Fastir pennar

Fréttamynd

Tækifæri til sátta

Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fullorðnir og ADHD

Töluverð umræða hefur myndast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlagafrumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá fullorðnum. Þetta hefur nú verið leiðrétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjald er ekki refsing

Mér er ekki sérstaklega illa við að borga fyrir hluti. Þess vegna fer það í taugarnar á mér þegar menn geta ekki rætt um eðlilega verðlagningu á þjónustu öðruvísi en á þeim forsendum að verið sé að "refsa fólki“. Ég vil ekki "refsa fólki“ fyrir að leggja bílnum niðri í miðbæ, ég vil bara að fólk borgi fyrir það. Ég vil heldur ekki "refsa fólki“ fyrir að taka strætó, þótt ég vildi ég gjarnan sjá fólk borga meira fyrir það. Ég er raunar sannfærður um að það myndi gera strætó betri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskur veruleiki

Þegar íslensku bankarnir hrundu voru gjaldþrotin á meðal þeirra stærstu sem átt höfðu sér stað í heiminum. Þrot Kaupþings var það fimmta stærsta í sögunni, Landsbankinn komst í níunda sætið og Glitnir í það tíunda. Kröfur í bú þeirra allra námu þúsundum milljarða króna og ljóst að margir höfðu tapað miklum peningum á íslenska ævintýrinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sendiboðaskyttirí

Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóra borgin með litla hjartað

Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Höftin fá nýtt nafn

Í vikunni birti Seðlabankinn skýrslu til efnahagsráðherra um varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Hún er áhugavert framlag til hagfræðilegrar umræðu um peningamálastjórnun. En hitt er þó ekki síðra að hún varpar ljósi á ýmsar pólitískar hliðar á þessu mikla viðfangsefni sem þarfnast skýringa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Siðaðra manna samfélag

Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tornæmt íhald?

Innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, er annar ráðherrann í vinstristjórninni sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðar að hafi brotið jafnréttislögin með því að ráða karl fremur en konu í opinbert embætti. Héraðsdómur hefur svo staðfest þá niðurstöðu hvað varðar ráðningu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Efnahagurinn, bjáni!

Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þolendum og gerendum hjálpað

Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórðungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilsa skólabarna

Nú þegar börnin eru að hefja skólagöngu sína aftur þetta haustið og sum þeirra að ganga inn fyrir dyr skólans fyrsta sinni er ágætt að velta vöngum stuttlega yfir heilsu og líðan þeirra. Þarna er auðvitað af mörgu að taka og mjög breitt aldursbil en engu að síður eru nokkrir hlutir sem skipta verulegu máli strax frá byrjun og til lengri tíma litið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræði, friður og hagsmunir

Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti ögn torskiljanlega ályktun um alþjóðamál á flokksráðsfundi sínum um síðustu helgi. Þar fagnar flokksráðið „þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Við eigum að geta gert vel

Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár.

Skoðun
Fréttamynd

Made in Iceland

Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enginn ostahundur

Nýjar reglur tóku gildi í maí síðastliðnum, sem heimila ferðamönnum að hafa með sér til landsins allt að einu kílói af osti, sem er búinn til úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta er góð breyting, sem stuðlar meðal annars að því að draga úr hinni þjóðernissósíalísku stemningu í tollinum, þar sem tollverðir hafa til þessa gramsað í farangri fólks í leit að hættulegum erlendum landbúnaðarafurðum, auk vopna og fíkniefna. En áformin um að þjálfa ostahundinn verður að leggja á hilluna.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi“

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í fyrradag upp tvo athyglisverða dóma, sem blaðamenn höfðu höfðað gegn íslenzka ríkinu. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að tveir dómar í meiðyrðamálum sem höfðuð voru gegn blaðamönnunum, hafi brotið í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu til varnar tjáningarfrelsi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loðin höfuðborg

Margir Reykvíkingar ergja sig þessa dagana á því hvernig borgarstjórninni virðist fyrirmunað að halda umferðareyjum og opnum svæðum víða um borgina sæmilega snyrtilegum. Órækt er eina orðið sem hægt er að nota yfir gras- og illgresisvöxtinn sem víða blasir við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þéttari byggð, betri borg

Næstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningar án málefna

Mörgum finnst málefnabaráttan í forsetakosningunum heldur rýr í roðinu. Það leiðir af stjórnarskránni. Forsetanum eru einfaldlega ekki ætluð þau völd að kosningarnar geti snúist um málefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farsælla að vinna vel en hratt

Sérstakur saksóknari og hans fólk hefur staðið í ströngu allt frá því embættið var stofnað fáeinum mánuðum eftir hrun. Embættið hefur engu að síður sætt talsverðri gagnrýni, bæði fyrir að ganga hart fram í málum en einnig vegna þess að mál hafa þótt vera þar lengi í vinnslu. Þetta hefur þótt binda hendur þeirra sem til rannsóknar hafa verið og koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Hins vegar hefur gagnrýnin komið frá þeim sem eru óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir lítið ávinnast í uppgjörinu við hrunið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tölum tæpitungulaust við Kína

Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að þurfa að hefna

Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó.

Skoðun
Fréttamynd

Utan hrings og innan

Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafnrétti er barni fyrir beztu

Stundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélagsbreytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar möguleikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin urðu þau að innan við áratug síðar valdi meirihluti fólks sem skildi sameiginlega forsjá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vöntun á plani

Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna.

Fastir pennar