Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Viðskipti innlent 1.12.2025 20:17
Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Viðskipti innlent 1.12.2025 14:22
Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Töluvert minni eftirspurn er eftir raforku hér á landi en síðustu ár og orkuskiptin ganga mun hægar en vonast var til. Þetta kemur fram í nýrri Orkuspá fyrir næstu 25 ár. Sérfræðingur gerir ráð fyrir því að töluvert magn orku muni aldrei ná nýtast. Innlent 1.12.2025 13:04
„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Innlent 28.11.2025 22:47
Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30. október 2025 11:57
Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Daglegi díseltrukkurinn minn er ekki beinlínis umhverfisvænn. Plássfrekur í stæði og ólipur innanbæjar en góður langferðabíll. Í hvert sinn sem dísel lítrarnir gusast inn á tankinn fæ ég hinsvegar umhversissóðasamviskubit. Ég veit að rafmagnið er framtíðin en það er bara þetta með drægnikvíðann. Þá sá ég að verið var að frumsýna Renault Rafale E-Tech hybrid SUV. Gæti hann verið eitthvað fyrir mig? Samstarf 22. október 2025 13:02
Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Notendur hraðhleðslustöðvari Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun munu nú þurfa að bíða örlítið lengur noti þeir stöðina því henni á að breyta í hverfishleðslustöð. Breytingin kemur til vegna bilunar. Innlent 21. október 2025 16:54
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Innlent 18. október 2025 10:30
Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Innlent 17. október 2025 15:38
Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Hopp Reykjavíkur, sem sér um starfsemi Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Kristín tekur við keflinu af Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur. Sæunn tekur við sem stjórnarformaður Hopp Reykjavíkur. Viðskipti innlent 14. október 2025 12:36
Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína. Viðskipti erlent 13. október 2025 14:34
Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Innlent 11. október 2025 20:04
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. Neytendur 11. október 2025 14:00
Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Neytendur 9. október 2025 17:54
Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Síðustu dagar septembermánaðar voru sögulegir fyrir blaðamann Vísis að tvennu leyti. Þá keyrði hann í fyrsta sinn bíl frá Nissan og um leið í fyrsta sinn rafmagnsbíl. Um var að ræða reynsluakstur á Nissan Ariya og er óhætt að segja að þessi tvöföldu fyrstu kynni hafi verið afar ánægjuleg. Samstarf 9. október 2025 11:30
Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí. Lífið 8. október 2025 19:40
Borgin leggur bílstjórum línurnar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. Innlent 24. september 2025 16:55
Verða bílveikari í rafbílum Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Innlent 24. september 2025 07:01
Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Nýi Hyundai Santa Fe jeppinn er margverðlaunaður og fjölskylduvænn jeppi sem sameinar kraft, sparneytni og nýjustu tækni. Það var því mikil tilhlökkun hjá blaðamanni Vísis þar sem hann stóð fyrir framan silfurgráa kaggann á sólríkum laugardegi fyrir utan höfuðstöðvar Hyundai á Íslandi. Framundan var reynsluakstur alla helgina í fallegu haustveðri með allri sinni litadýrð. Samstarf 19. september 2025 14:28
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur 12. september 2025 14:05
Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Innlent 11. september 2025 21:03
Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Íslenskur akstursíþróttamaður sem er á leið á heimsmeistaramótið í drifti í Lettlandi segir íþróttina stækka á hverju ári hér á landi. Markmið hans á mótinu sé að sýna að Íslendingar í sportinu séu til. Lífið 10. september 2025 08:57
Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal. Innlent 4. september 2025 13:04
BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur veitt BL, umboðsaðila BMW á Íslandi, stuðning til að lækka verð á nýjustu kynslóð BMW X3, vinsælasta sportjeppa BMW frá upphafi. Samstarf 1. september 2025 13:42
Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl á Seltjarnarnesi. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni. Innlent 30. ágúst 2025 18:26