Innlent

Fréttamynd

Greiðsla strax eða kettinum yrði lógað

Eigandi tveggja ára kattarins Nölu, Kristján Guðmundsson, í Höfnum fékk ekki greiðslufrest til mánaðarmóta og sló lán til að borga köttinn sinn úr haldi heilbrigðis­eftirlits Suðurnesja. Kötturinn var fangaður fyrir utan heimili hans og átti að aflífa hann á miðvikudag yrði greiðslan ekki innt af hendi.

Innlent
Fréttamynd

Sá stærsti 3,2 á Richter-kvarða

Nokkrir jarðskjálftar urðu við Grímsey í fyrrinótt og fram undir morgun. Stærsti skjálftinn var 3,2 á Richter-kvarða og varð hann klukkan 37 mínútur yfir miðnætti. Nokkrir smærri skjálftar komu í kjölfarið. Tíu mínútur yfir tíu í gærmorgun varð svo skjálfti upp á 2,7 á Richter nálægt Grímsey.

Innlent
Fréttamynd

Heimahjúkrun verði meiri

Meirihluti Á-lista í bæjarráði Álftaness samþykkti á bæjarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag að fela Sigurði Magnússyni bæjarstjóra að ganga frá samningsslitum við Hjúkrunar­heimilið Eir um uppbyggingu þjónustuíbúða og annarrar þjónustu í miðbæ sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sólskin og hiti

Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í húsi við Sogaveg

Eldur kom upp í rusli bakdyramegin við geymslu á Sogavegi í gærmorgun. Allt bendir til að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Eykst um fimm milljónir lítra

Reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlags­árið 2006-2007 hefur verið birt. Greiðslumark mjólkur eykst um fimm milljónir lítra og er nú 116 milljónir lítra. Gangi allt eftir er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, þegar mjólkurframleiðsla var 120 milljónir lítra.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að leigja út nektardansmeyjar

Nokkuð hefur verið um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús og á vínveitingastaði í lokuð samkvæmi, til dæmis í steggjapartí. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi þessi mál, en lögfræðingur telur athæfið ólöglegt.

Innlent
Fréttamynd

Eldur við íbúðarhúsnæði á Grettisgötu

Eldur kviknaði í bílageymslu íbúðarhúss við Grettisgötu um klukkan hálf fjögur í dag. Þegar slökkvilið kom á staðin voru íbúar að mestu búnir að slökkva loganna og höfðu litlar skemmdir orðið utan þess að reykur hafði komist inn í nálægar geymslur hússins. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða og rannsakar lögregla málið.

Innlent
Fréttamynd

Jörð skelfur í Grímsey

Tveggja jarðskjálfta varð vart með þrjátíu sekúnda millibili um klukkan hálf eitt í nótt í Grímsey. Báðir voru þeir 3,2 á richter. Í morgun hafa nokkrir smáskjálftar orðið en sá stærsti þeirra varð um klukkan tíu í morgun og var hann 2, 7 á richter.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að synda í kringum Reykjavík

Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð.

Innlent
Fréttamynd

950 ár frá vígslu fyrsta íslenska biskupsins

Mikið verður um dýrðir í Skálholti í dag en Skálholtshátíð er haldin um helgina. Hátíðin er með nokkuð sérstöku móti að þessu sinni vegna þess að í ár er þess minnst að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins.

Innlent
Fréttamynd

Sælgætisþjófur gripinn í Skipholti

Karlmaður um tvítugt var handtekinn við Skipholt í Reykjavík í nótt grunaður um innbrot. Maðurinn þótti grunsamlegur þar sem hann gekk um göturnar í nætuhúminu klifjaður sælgæti og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að brotist hafði verið í söulturn í nágrenninu og þaðan numið á brott góðgæti á borð við það sem maðurinn var gripinn með.

Innlent
Fréttamynd

Kona bjargaðist úr eldi

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði bæjarins Hrísa í Flókadal í nótt. Ein kona býr í húsinu en hún komst klakklaus út í tæka tíð. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstöflu en það var slökkvilið Borgarfjarðardala sem kom á vettvang og var það skamma stund að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelsk innrás í Líbanon

Ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar börðust á götum þorpsins Maroun al-Ras í gær. Linnulausar flugskeytarásir eru við landamæri Ísrael og Líbanon. Um 400 manns hafa látist í átökunum.

Innlent
Fréttamynd

Skutull sprakk ekki við veiðar

Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í fyrradag kallaðir vestur á Patreksfjörð, því að einn skutull hrefnuveiðaskipsins Njarðar sprakk ekki við veiðar. Sérfræðingarnir tóku skutulinn í sína vörslu og eyddu honum. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreks­firði í fyrradag vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Segir samkomulag brotið

Róbert Bragason, stjórnar­formaður Atlassíma, segir að þegar Neyðarlínan, ásamt Ríkislögreglustjóra, kærði bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem skyldaði Símann til að flytja símanúmer í almennri talþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma, hafi samkomulag milli Atlassíma og Neyðarlínunnar verið brotið.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföldun í sölu milli ára

Hjá Fiskmarkaði Húsavíkur varð hlutfallslega mesta söluaukningin fyrstu sex mánuði þessa árs en þar nam sala á sjávarafurðum 490 tonnum. Þetta er meira en tvöfalt magn frá sama tímabili í fyrra en þá nam salan 215 tonnum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli hafin á ný í Snæfelli

Hátt í tvö hundruð manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli, sem settar voru upp á föstudag. Hópurinn kom til landsins í fyrra til að halda uppi mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun og verður það sama uppi á teningnum í ár.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnkerfið skoðað í þaula

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að gerð verði stjórnsýsluúttekt á stjórnkerfi Reykjavíkur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær úttektin hefst, né hvaða fyrirtæki verður fengið til verksins.

Innlent
Fréttamynd

Kofi Annan óttast hörmungar

Þúsundir manna eiga nú í erfiðleikum með að flýja átökin í Líbanon vegna flugskeytaárása Ísraela. Um hálf milljón Líbana hefur þegar flúið sína heimabyggð og talið er að um 150 þúsund manns séu á flótta.

Innlent
Fréttamynd

Enginn fékk að sjá kjarasamninginn

Áhrifamenn innan Öryrkjabandalags Íslands segja Sigurstein Másson hafa brotið lög bandalagsins þegar hann neitaði að opinbera samning við framkvæmdastjóra. Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði, segir stjórnarmeðlimur.

Innlent
Fréttamynd

Verðmæti ýsu og ufsa eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það er milljarði króna minna verðmæti en árið 2005. Aflaverðmæti aprílmánaðar nam rúmum sex milljörðum, sem er nokkru meira en í sama mánuði í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sama hvar er keypt

Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndarinnar. Að sögn samtakanna hafa veitingamenn lagt ríka áherslu á að tollar verði afnumdir og öll sala matvæla verði í sama virðisaukaskattsþrepi, óháð því hvernig hún er seld

Innlent
Fréttamynd

Alvarleg sakamál eru enn óupplýst

Tvö alvarleg sakamál frá því fyrr á árinu hafa enn ekki verið upplýst. Annars vegar er um að ræða vopnað rán í höfuðstöðvum Happdrættis Háskóla Íslands í janúar og hins vegar mannrán í Garði í mars. Sökudólgarnir ganga enn lausir.

Innlent
Fréttamynd

Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna

Eigandi sumarhúsalóða í Skorradal segir ekki ósanngjarnt að leiguverð hækki úr tuttugu þúsundum í rúmar hundrað þúsund krónur á ári með endurnýjun á leigusamningum. Sumarhúsalóðir sæti lögmálum um eftirspurn eins og annað.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á lögreglumann í lyftu

Öryggisvörður Hagkaupa í Skeifunni gerði lögreglu viðvart vegna manns sem virtist í annarlegu ástandi við verslunina, um hálf ellefu leytið í gærmorgun.

Innlent