Innlent

Fréttamynd

DeCode fellur um fimmtung

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 21,18 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréfaverðið fór niður í 26 sent á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn toppaði daginn í miklum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum rauk upp um 4,2 prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Viðskipti með bréf í bankanum voru langt umfram önnur félög, eða um 11,3 milljarðar króna. Á eftir fylgir færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 0,83 prósent og Exista, sem hækkaði um 0,22 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið styður við bak nýsköpunarfyrirtækja

„Þetta er fyrsta skrefið af mörgum“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áður en hann skrifaði í morgun undir stofnun samstarfsvettvangs um uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, auk forsvarsmanna hjá Samtökum iðnaðarins og í nýsköpunargeiranum á Sprotaþingi Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir hækkar mest í morgunsárið

Gengi hlutabréfa í Glitni hækkaði um 3,23 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Landsbankans, sem hækkaði um 1,34 prósent og Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir niður um rúm 13 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Glitni, Existu og Spron féll um rúm þrettán prósent í Kauphöllinni í dag. Bakkavör fór niður um 10,5 prósent, Straumur um 8,3, Atorka um 6,14 prósent, Landsbankinn um 4,75 prósent og Marel um 4,06 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn veikist krónan

Krónan hefur veikst um 0,35 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 202,7 stigum. Krónan veiktist hastarlega í gær og fór hæst í 207 stig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi DeCode aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,56 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 38 sentum á hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur aldrei dýrari

Gengi Bandaríkjadals fór í 112 íslenskar krónur í hádeginu en gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Endi dollarinn yfir 111 krónum í dag hefur hann aldrei verið dýrari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn veikist íslenska krónan

Krónan hefur veikst um tæp 0,4 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og fór gengisvísitalan í rétt rúm 197,5 stig. Krónan féll um 5,3 prósent í gær. Danska krónan hefur aldrei verið dýrari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópsk bjartsýni hækkar Kaupþing

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan fellur gegnum falska botninn

Krónan féll um 5,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 196,5 stigum. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið veikari. Aðrir gjaldmiðlar hafa sömuleiðis aldrei verið dýrari í krónum talið ef frá er skilinn Bandaríkjadalur, sem hefur ekki verið dýrari síðan um miðjan desember árið 2001.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hrundi í dag

Gengi hlutabréfa í Glitni hrundi um 71 prósent í Kauphöllinni í dag og dró Úrvalsvísitöluna með sér í fallinu. Hún fór niður um 16,59 prósent og hefur aldrei lækkað jafn mikið á einum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir á tæpar fjórar krónur?

Kauptilboð er í hlutabréf Glitnis upp á 3,2 krónur á hlut í kerfi Kauphallarinnar fyrir upphaf viðskiptadagsins. Sölutilboð hljóðar upp á 4,8 krónur á hlut. Til samanburðar stóð lokagengi bréfa í Glitni í 15,7 krónum á hlut í enda viðskiptadagsins á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan féll um 3,8 prósent

Gengi krónunnar féll um 3,8 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 186,8 stigum. Enginn erlendu gjaldmiðlanna hefur verið dýrari en í dag að undanskildum Bandaríkjadal sem hefur ekki verið dýrari síðan seint í mars fyrir rúmum sex árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista féll mest í dag

Gengi hlutabréfa í Exista féll um 14,17 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á afar rauðum degi á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland opnar í mínus

Gengi hlutabréfa í íslenskum fjármálafyrirtækjum lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent