Innlent Virðisaukaskattur á matvælum verið lækkaður um tíu prósent Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvælum, eða svonefndan matarskatt, úr 14 prósentum niður í 4 prósent, samkvæmt heimildum Ríkissjónvarpsins. Innlent 25.9.2006 07:54 Ólafur Elíasson verðlaunaður í Danmörku Dönsku krónprinshjónin veittu Ólafi Elíassyni myndlistarmanni menningarverðlaun við athöfn í óperuhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Innlent 25.9.2006 07:29 Hjólaði á bíl og slasaðist Átján ára stúlka slasaðist þegar hún hjólaði á bíl á mótum Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans og gekkst þar undir aðgerð. Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var ekki með hjálm. Innlent 25.9.2006 07:52 Snarpur skjálfti í Dyngjujökli Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð í Dyngjujökli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi og síðan fylgdu tugir eftirskjálfta. Jafnt og þétt hefur dregið úr styrkleika þeirra í nótt og telja jarðvísindamenn skjálftann ekki fyrirboða frekari tíðinda enda skjálftar tíðir á þessum slóðum þótt skjálftinn í gærkvöldi hafi verið í snarpasta lagi. Innlent 25.9.2006 07:28 Nylon í efsta sæti í Bretlandi „Þetta var algjör draumur. Queen hefur alltaf verið uppáhaldshljómsveitin mín. Ég er ennþá að jafna mig,“ sagði Steinunn Camilla, meðlimur stúlknarhljómsveitarinnar Nylon, um hrós Brian May, sem kunnastur er fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni Queen. Innlent 24.9.2006 22:03 Óvíst hvort af samvinnu verði Óvíst er hvort verði af samvinnu Íslands og Noregs í kaupum á björgunarþyrlum. Láti Norðmenn hernaðarleg sjónarmið ráða í vali á þyrlutegund verður samvinnan að engu. Fyrirhugað er að þjóðirnar ræði saman um sameiginlegt útboð á þyrlum til íslensku Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar. Innlent 24.9.2006 22:02 Dregur ályktanir lögreglu í efa Hæpið er að tala um að umferðarátakið Nú segjum við Stopp sé ekki að skila sér til ökumanna þótt fleiri séu nú stöðvaðir fyrir hraðakstur en áður. Þetta segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, um ályktanir lögreglu um að átakið sé ekki að skila sér til ökumanna. Innlent 24.9.2006 21:59 Þarf að skoða fleira en launin Mönnunarvandi á leikskólum í Reykjavík var meðal þess sem rætt var á fundi leikskólaráðs fyrir helgi. Um helgina vantaði enn 38 starfsmenn á leikskóla í Reykjavík, sem var svipaður fjöldi og fyrir viku síðan. Innlent 24.9.2006 22:02 Þyrla sótti slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti laust eftir hádegi í gær konu sem slasast hafði rétt við Hvolsvöll og flutti hana á Landspítala í Fossvogi. Konan hafði fallið af hesti þegar hún var í reiðtúr ásamt fjölskyldu sinni og missti við það meðvitund. Innlent 24.9.2006 22:02 Skotið úr riffli nálægt manni Skotið var af riffli nálægt manni við Óbrynnishóla við Hafnarfjörð í fyrrakvöld. Meðferðferð skotvopna þar er með öllu bönnuð en lögreglan í Hafnarfirði segir að nokkuð hafi borið á því að menn séu með byssur þar. Svæðið er gamalt skotsvæði. Innlent 24.9.2006 22:02 Jeppaflugvél á Langjökli Feðgarnir Jón Kristleifsson og Þorsteinn Jónsson eru stoltir eigendur sérútbúinnar „jeppaflugvélar“. Vélin er af gerðinni Super Cub frá um 1940 en á hana hafa verið sett þrjátíu og einnar tommu dekk sem eru sérútbúin fyrir erfiðar aðstæður í Alaska. Innlent 24.9.2006 21:59 Forvarnir gegn brunaslysum Samningur um forvarnarsamstarf gegn brunaslysum af völdum heits vatns var undirritaður á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sjóvá Forvarnarhúss á fimmtudaginn. Sjóvá Forvarnarhús mun leiða verkefnið með stuðningi og fulltingi Orkuveitu Reykjavíkur. Innlent 24.9.2006 22:03 Horfir upp á dauðagöngu 21 árs gamals sonar síns Fanney Edda Pétursdóttir, móðir ungs sprautufíkils, segir stjórnvöld skorta vilja til þess að taka á fíkniefnavandanum. Sérfræðingar í vímuefnamálum hafa kvartað undan skilningsleysi í áratugi. Innlent 24.9.2006 22:01 Breytist ekki í bílahlussu „Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Innlent 24.9.2006 22:02 Aldrei dauður punktur með Jóni Kr. Ferðafélagarnir Steinn Skaptason, Birgir Baldursson og Trausti Júlíusson fóru í pílagrímsferð vestur á Bíldudal í sumar. Þeir færðu Jóni Kr. Ólafssyni í tónlistarsafninu Melódíur minninganna nokkrar gullplötur með Sálinni. Innlent 24.9.2006 22:01 Fólk að flytja heim aftur Þeir sem fluttu frá öðrum landshlutum til Fljótsdalshéraðs á fyrri helmingi þessa árs voru 25 fleiri en þeir sem fluttu í burtu. Þann 1. ágúst voru íbúar á Fljótsdalshéraði 4.764. Innlent 24.9.2006 22:02 Jarðgöng óháð umhverfismati Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði í Svalbarðsstrandarhreppi og Þingeyjarsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fornleifanefnd ríkisins segir að rannsóknir á fornleifum á svæðinu séu nauðsynlegar áður en framkvæmdir hefjist. Innlent 24.9.2006 22:02 Gangsett með rafmagni frá háhitasvæðum Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúkavirkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Innlent 24.9.2006 21:59 Gefa út ritið Níutíu raddir Landssamband sjálfstæðiskvenna hefur gefið út ritið Níutíu raddir sem geymir greinar eftir jafn margar konur. Landssambandið fagnar nú 50 ára afmæli og kemur greinasafnið út í tengslum við þau tímamót. Innlent 24.9.2006 22:02 Félaginu gerðar upp skoðanir Læknafélagi Íslands hafa verið gerðar upp skoðanir af hálfu Félags svæfingar- og gjörgæslulækna. Gengið sé út frá staðlausum stöfum þegar fullyrt sé að Læknafélagið vilji tefja framkvæmdir á uppbyggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut. Þær framkvæmdir hafi Læknafélagið stutt opinberlega frá árinu 2000. Þetta segir formaður Læknafélags Íslands. Innlent 24.9.2006 22:00 Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru ekki sammála tillögu Samfylkingar um lækkun matvöruverðs. Þeir segja niðurfellingu innflutningstolla geta farið illa með íslenskan landbúnað og efast um að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Innlent 24.9.2006 22:03 Úr apaflösu í fræðaklaustur „Af mér er það helst að frétta að ég bý á bak við míkrófón þessi misserin, er að gera viðtalsrannsókn á íslenskum skjalasöfnum og svo tók ég líka viðtöl við fullt af listamönnum og listasafnsfólki í sumar, en þau birtust í Póstpostillu sem kom út í tengslum við sýninguna Pakkhús postulanna í Listasafni Reykjavíkur,” segir Oddný Eir Sturludóttir. Innlent 24.9.2006 22:00 Jafnt hlutfall í efstu sætunum Landssamband framsóknarkvenna leggur áherslu á að kynjahlutfall sé jafnt í fjórum efstu sætum framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Fjögur efstu sætin hafi mest um það að segja hverjir fái sæti á Alþingi og mikilvægt sé að rétta hlut kvenna á Alþingi. Þannig geti konur haft áhrif á áframhaldandi mótun samfélagsins. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. Innlent 24.9.2006 22:01 Lífsstíll fyrir karla og konur Nýtt tímarit, Tímaritið H, er að hefja göngu sína og kemur fyrsta tölublaðið út í nóvember. Ritstjóri er Steingerður Steinarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Fróða, og hefur hún þegar tekið til starfa. Innlent 24.9.2006 22:03 Ók of hratt viku eftir bílpróf Lögreglan í Reykjavík kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni og hálfri klukkustund í fyrrakvöldi, aðallega á Hringbraut og Miklubraut. Það er langt yfir meðallagi. Sá yngsti sem var stöðvaður er 17 ára og var aðeins rúm vika frá því að hann tók bílpróf. Pilturinn hafði því ekki fengið ökuskírteinið í hendur og varð að framvísa bráðabirgðaskírteini. Innlent 24.9.2006 22:00 Segja hæfari umsækjendur hafa verið sniðgengna Félagsráðgjafar eru ósáttir við ráðningu sviðsstjóra velferðarsviðs. Fimm félagsráðgjafar sóttu um stöðuna, þar af tveir með doktorspróf í faginu. Stella Víðisdóttir viðskiptafræðingur var ráðin í stöðuna. Innlent 24.9.2006 22:03 Valinn með póstkosningu Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður valinn með póstkosningu. Þetta var samþykkt á fundi kjördæmissambands flokksins á laugardag. Stjórn kjördæmissambandsins lagði til að farin yrði önnur leið en sú tillaga var felld. Innlent 24.9.2006 22:03 Launahækkanir segja til sín Byggingarvísitalan mælist nú 352,3 stig og hefur hækkað um 0,9 stig, eða 0,26 prósent, frá því í síðasta mánuði. Byggingarvísitalan hefur hækkað meira en vísitala neysluverðs síðustu tólf mánuði. Munurinn nemur 3,8 prósentum. Innlent 24.9.2006 22:02 Upplýsir um ástand hverfa Lögreglan í Hafnarfirði ætlar að kynna foreldrum ástand mála í þeirra hverfi í bænum í vetur með því að senda reglulega tölvubréf. Þetta verður gert í gegnum skólana og verður til dæmis farið yfir hópamyndanir unglinga og eignaspjöll í bréfunum ef slíkt er fyrir hendi í viðkomandi hverfi. Innlent 24.9.2006 22:00 Rannsaka þarf varnarsvæðið Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ, er sammála því að alls konar mengun og eiturefni geti legið í jörðu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Mönnum var ekkert heilagt hér áður fyrr og sum efni lifa lengi í jarðvegi án þess að fyrnast eða eyðast. Innlent 24.9.2006 22:02 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Virðisaukaskattur á matvælum verið lækkaður um tíu prósent Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvælum, eða svonefndan matarskatt, úr 14 prósentum niður í 4 prósent, samkvæmt heimildum Ríkissjónvarpsins. Innlent 25.9.2006 07:54
Ólafur Elíasson verðlaunaður í Danmörku Dönsku krónprinshjónin veittu Ólafi Elíassyni myndlistarmanni menningarverðlaun við athöfn í óperuhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Innlent 25.9.2006 07:29
Hjólaði á bíl og slasaðist Átján ára stúlka slasaðist þegar hún hjólaði á bíl á mótum Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans og gekkst þar undir aðgerð. Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var ekki með hjálm. Innlent 25.9.2006 07:52
Snarpur skjálfti í Dyngjujökli Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð í Dyngjujökli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi og síðan fylgdu tugir eftirskjálfta. Jafnt og þétt hefur dregið úr styrkleika þeirra í nótt og telja jarðvísindamenn skjálftann ekki fyrirboða frekari tíðinda enda skjálftar tíðir á þessum slóðum þótt skjálftinn í gærkvöldi hafi verið í snarpasta lagi. Innlent 25.9.2006 07:28
Nylon í efsta sæti í Bretlandi „Þetta var algjör draumur. Queen hefur alltaf verið uppáhaldshljómsveitin mín. Ég er ennþá að jafna mig,“ sagði Steinunn Camilla, meðlimur stúlknarhljómsveitarinnar Nylon, um hrós Brian May, sem kunnastur er fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni Queen. Innlent 24.9.2006 22:03
Óvíst hvort af samvinnu verði Óvíst er hvort verði af samvinnu Íslands og Noregs í kaupum á björgunarþyrlum. Láti Norðmenn hernaðarleg sjónarmið ráða í vali á þyrlutegund verður samvinnan að engu. Fyrirhugað er að þjóðirnar ræði saman um sameiginlegt útboð á þyrlum til íslensku Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar. Innlent 24.9.2006 22:02
Dregur ályktanir lögreglu í efa Hæpið er að tala um að umferðarátakið Nú segjum við Stopp sé ekki að skila sér til ökumanna þótt fleiri séu nú stöðvaðir fyrir hraðakstur en áður. Þetta segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, um ályktanir lögreglu um að átakið sé ekki að skila sér til ökumanna. Innlent 24.9.2006 21:59
Þarf að skoða fleira en launin Mönnunarvandi á leikskólum í Reykjavík var meðal þess sem rætt var á fundi leikskólaráðs fyrir helgi. Um helgina vantaði enn 38 starfsmenn á leikskóla í Reykjavík, sem var svipaður fjöldi og fyrir viku síðan. Innlent 24.9.2006 22:02
Þyrla sótti slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti laust eftir hádegi í gær konu sem slasast hafði rétt við Hvolsvöll og flutti hana á Landspítala í Fossvogi. Konan hafði fallið af hesti þegar hún var í reiðtúr ásamt fjölskyldu sinni og missti við það meðvitund. Innlent 24.9.2006 22:02
Skotið úr riffli nálægt manni Skotið var af riffli nálægt manni við Óbrynnishóla við Hafnarfjörð í fyrrakvöld. Meðferðferð skotvopna þar er með öllu bönnuð en lögreglan í Hafnarfirði segir að nokkuð hafi borið á því að menn séu með byssur þar. Svæðið er gamalt skotsvæði. Innlent 24.9.2006 22:02
Jeppaflugvél á Langjökli Feðgarnir Jón Kristleifsson og Þorsteinn Jónsson eru stoltir eigendur sérútbúinnar „jeppaflugvélar“. Vélin er af gerðinni Super Cub frá um 1940 en á hana hafa verið sett þrjátíu og einnar tommu dekk sem eru sérútbúin fyrir erfiðar aðstæður í Alaska. Innlent 24.9.2006 21:59
Forvarnir gegn brunaslysum Samningur um forvarnarsamstarf gegn brunaslysum af völdum heits vatns var undirritaður á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sjóvá Forvarnarhúss á fimmtudaginn. Sjóvá Forvarnarhús mun leiða verkefnið með stuðningi og fulltingi Orkuveitu Reykjavíkur. Innlent 24.9.2006 22:03
Horfir upp á dauðagöngu 21 árs gamals sonar síns Fanney Edda Pétursdóttir, móðir ungs sprautufíkils, segir stjórnvöld skorta vilja til þess að taka á fíkniefnavandanum. Sérfræðingar í vímuefnamálum hafa kvartað undan skilningsleysi í áratugi. Innlent 24.9.2006 22:01
Breytist ekki í bílahlussu „Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Innlent 24.9.2006 22:02
Aldrei dauður punktur með Jóni Kr. Ferðafélagarnir Steinn Skaptason, Birgir Baldursson og Trausti Júlíusson fóru í pílagrímsferð vestur á Bíldudal í sumar. Þeir færðu Jóni Kr. Ólafssyni í tónlistarsafninu Melódíur minninganna nokkrar gullplötur með Sálinni. Innlent 24.9.2006 22:01
Fólk að flytja heim aftur Þeir sem fluttu frá öðrum landshlutum til Fljótsdalshéraðs á fyrri helmingi þessa árs voru 25 fleiri en þeir sem fluttu í burtu. Þann 1. ágúst voru íbúar á Fljótsdalshéraði 4.764. Innlent 24.9.2006 22:02
Jarðgöng óháð umhverfismati Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði í Svalbarðsstrandarhreppi og Þingeyjarsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fornleifanefnd ríkisins segir að rannsóknir á fornleifum á svæðinu séu nauðsynlegar áður en framkvæmdir hefjist. Innlent 24.9.2006 22:02
Gangsett með rafmagni frá háhitasvæðum Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúkavirkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Innlent 24.9.2006 21:59
Gefa út ritið Níutíu raddir Landssamband sjálfstæðiskvenna hefur gefið út ritið Níutíu raddir sem geymir greinar eftir jafn margar konur. Landssambandið fagnar nú 50 ára afmæli og kemur greinasafnið út í tengslum við þau tímamót. Innlent 24.9.2006 22:02
Félaginu gerðar upp skoðanir Læknafélagi Íslands hafa verið gerðar upp skoðanir af hálfu Félags svæfingar- og gjörgæslulækna. Gengið sé út frá staðlausum stöfum þegar fullyrt sé að Læknafélagið vilji tefja framkvæmdir á uppbyggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut. Þær framkvæmdir hafi Læknafélagið stutt opinberlega frá árinu 2000. Þetta segir formaður Læknafélags Íslands. Innlent 24.9.2006 22:00
Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru ekki sammála tillögu Samfylkingar um lækkun matvöruverðs. Þeir segja niðurfellingu innflutningstolla geta farið illa með íslenskan landbúnað og efast um að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Innlent 24.9.2006 22:03
Úr apaflösu í fræðaklaustur „Af mér er það helst að frétta að ég bý á bak við míkrófón þessi misserin, er að gera viðtalsrannsókn á íslenskum skjalasöfnum og svo tók ég líka viðtöl við fullt af listamönnum og listasafnsfólki í sumar, en þau birtust í Póstpostillu sem kom út í tengslum við sýninguna Pakkhús postulanna í Listasafni Reykjavíkur,” segir Oddný Eir Sturludóttir. Innlent 24.9.2006 22:00
Jafnt hlutfall í efstu sætunum Landssamband framsóknarkvenna leggur áherslu á að kynjahlutfall sé jafnt í fjórum efstu sætum framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Fjögur efstu sætin hafi mest um það að segja hverjir fái sæti á Alþingi og mikilvægt sé að rétta hlut kvenna á Alþingi. Þannig geti konur haft áhrif á áframhaldandi mótun samfélagsins. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. Innlent 24.9.2006 22:01
Lífsstíll fyrir karla og konur Nýtt tímarit, Tímaritið H, er að hefja göngu sína og kemur fyrsta tölublaðið út í nóvember. Ritstjóri er Steingerður Steinarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Fróða, og hefur hún þegar tekið til starfa. Innlent 24.9.2006 22:03
Ók of hratt viku eftir bílpróf Lögreglan í Reykjavík kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni og hálfri klukkustund í fyrrakvöldi, aðallega á Hringbraut og Miklubraut. Það er langt yfir meðallagi. Sá yngsti sem var stöðvaður er 17 ára og var aðeins rúm vika frá því að hann tók bílpróf. Pilturinn hafði því ekki fengið ökuskírteinið í hendur og varð að framvísa bráðabirgðaskírteini. Innlent 24.9.2006 22:00
Segja hæfari umsækjendur hafa verið sniðgengna Félagsráðgjafar eru ósáttir við ráðningu sviðsstjóra velferðarsviðs. Fimm félagsráðgjafar sóttu um stöðuna, þar af tveir með doktorspróf í faginu. Stella Víðisdóttir viðskiptafræðingur var ráðin í stöðuna. Innlent 24.9.2006 22:03
Valinn með póstkosningu Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður valinn með póstkosningu. Þetta var samþykkt á fundi kjördæmissambands flokksins á laugardag. Stjórn kjördæmissambandsins lagði til að farin yrði önnur leið en sú tillaga var felld. Innlent 24.9.2006 22:03
Launahækkanir segja til sín Byggingarvísitalan mælist nú 352,3 stig og hefur hækkað um 0,9 stig, eða 0,26 prósent, frá því í síðasta mánuði. Byggingarvísitalan hefur hækkað meira en vísitala neysluverðs síðustu tólf mánuði. Munurinn nemur 3,8 prósentum. Innlent 24.9.2006 22:02
Upplýsir um ástand hverfa Lögreglan í Hafnarfirði ætlar að kynna foreldrum ástand mála í þeirra hverfi í bænum í vetur með því að senda reglulega tölvubréf. Þetta verður gert í gegnum skólana og verður til dæmis farið yfir hópamyndanir unglinga og eignaspjöll í bréfunum ef slíkt er fyrir hendi í viðkomandi hverfi. Innlent 24.9.2006 22:00
Rannsaka þarf varnarsvæðið Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ, er sammála því að alls konar mengun og eiturefni geti legið í jörðu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Mönnum var ekkert heilagt hér áður fyrr og sum efni lifa lengi í jarðvegi án þess að fyrnast eða eyðast. Innlent 24.9.2006 22:02