Innlent

Fréttamynd

ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga

Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Býður sig fram í 2. sætið

Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, býður sig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer seinna í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fjölga opinberum störfum í Bolungarvík

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík skorar á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum í Bolungarvík í stað þeirra starfa sem lögð hafa verið niður hjá Ratsjárstofnun á Bolafjalli. Það þykir ekki í samræmi við byggðaáætlun að flytja störf af landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur

Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir flýta landsfundi

Vinstrihreyfinginn – grænt framboð hefur ákveðið að flýta landsfundi sínum vegna komandi alþingiskosninga. Fundurinn er vanalega haldinn að hausti til en verður í febrúar á næsta ári, nánar tiltekið 23. - 25 febrúar árið 2007 á Grand Hóteli Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust í vinnuslysi skammt frá Hvolsvelli

Verið er að flyjta tvo menn með sjúkrabíl frá Hvolsvelli á slysdeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á bóndabæ skammt fyrir utan Hvolsvöll. Slysið var með þeim hætti að annar mannanna var að festa upp ljós og stóð í fiskikari sem fest var á gaffla á dráttarvél en karið rann fram af göfflunum og lenti ofan á manninum.

Innlent
Fréttamynd

Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum

Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á orkustuldi látin niður falla

Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ljúka máli vegna meints þjófnaðar á orkuforða á Ísafirði. Lögreglu var tilkynnt um málið þegar verið var að vinna að breytingum á götu í bænum en þar kom í ljós að tengingum í rafmagstöflu hafði verið breytt og vaknaði þá grunur um þjófnað á orkuforða.

Innlent
Fréttamynd

Níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið ítrekað í vélarhlíf og framrúðu leigbíls með þeim afleiðingum að vélarhlífin rispaðist og framrúðan brotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hví Týr sé merktur Coast Guard

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, um hvers vegna varðskipið Týr sé núna merkt Landhelgisgæslunni á ensku, á hliðum skipsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir mannleg mistök hafa valdið mismundandi verðlagningu

Forsvarsmenn Osta- og smjörsölunnar segja að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að Mjólka hafi þurft að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostahúsið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um að Osta - og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum með verðlagningunni.

Innlent
Fréttamynd

Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna

Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu.

Innlent
Fréttamynd

Vefritið Vefritið opnað í dag

Nýtt vefrit um pólitík og samfélagsmál, Vefritið, var opnað formlega í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ritstjórn Vefritsins að í það skrifi fjölbreyttur hópur ungs fólks sem eigi það sameiginlegt að vera frjálslynt félagshyggjufólk.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfaldaður á næstu árum

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, segir að vegurinn á milli Reykjavíkur og Selfoss verði tvöfaldaður á næstu árum. Þetta muni liggja fyrir í nýrri vegaáætlun sem ríkisstjórnin kynnir í vetur.

Innlent
Fréttamynd

200 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili

Um 200 börn bíða nú eftir plássi á á frístundaheimilum borgarinnar og furðar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs, Dofri Hermannsson, sig á sinnuleysi borgaryfirvalda í málinu. Í tilkynningu frá Dofra segir að vegna skorts á starfsfólki séu 63 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvogi einum og séu sum þeirra fötluð eða með þroskafrávik og þurfi á sérstökum stuðningi að halda.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp

Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Þungfært á Tröllatunguheiði

Það er góð færð um allt land nema hvað Tröllatunguheiði er þungfær og það er krap á Steinadalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Velti tvær og hálfa veltu

Sautján ára ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Langstaðavegi, rétt fyrir austan Selfoss í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bíllinn fót útaf og valt tvær og hálfa veltu uns hann nam staðar.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan leysti upp partí

Lögreglan í Kópavogi, í samvinnu við lögregluna í Hafnarfirði, leysti upp partí í heimahúsi í Kópavogi í nótt og handtók átta ungmenni, eftir að hass og amfetamín fundust þar við húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hross

Hestur drapst þegar bíl var ekið á hann á þjóðveginum skammt frá Hólum í Hjaltadal í gærkvöldi. Höggið var svo mikið að bíllinn er gjör ónýtur og var ökumaður hans fluttur á sjúkrahús, en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar ræddir

Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar milli Íslands og Bandaríkjanna voru meðal þess sem rætt var á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Susan Schwab, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, í Washington í gær. Fjárfestingarsamningur myndi greiða fyrir vegabréfsáritunum til lengri tíma fyrir þá Íslendinga sem þurfa til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum.

Innlent