Lög og regla Eldur í bílskúr í Grafarvogi Eldur kviknaði í bílskúr við parhús í Grafarvogi um fjögurleytið í nótt og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Þegar það kom logaði í skúrnum en eldurinn var slökktur á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á ýmsum munum, sem þar eru geymdir, og húsið fylltist af reyk, sem þurfti að ræsta út. Engum varð þó meint af og eru eldsupptök ókunn. Innlent 3.1.2006 06:55 Nokkur erill hjá lögreglu í Árnessýslu um áramótin Nokkur erill var hjá lögreglu í Árnessýslu þessi áramót, en frá hádegi á gamlársdags að miðnætti nýársdags voru skráð 27 verkefni hjá lögreglunni eftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Stærsta verkefnið var stórbruninn í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði upp úr hádegi á gamlársdag. Innlent 2.1.2006 12:29 Virðist hafa hætt sjúkraflugi of snemma Landsflug virðist hafa hætt sjúkraflugsþjónustu sinni á Vestfjörðum of snemma og Mýflug tekið of seint við henni með þeim afleiðingum að óeðlilega langan tíma tók að útvega sjúkraflugvél frá Flugfélagi Íslands á nýársnótt. Innlent 2.1.2006 12:01 Harður árekstur í Njarðvík í gær Allharður árekstur varð í gærkvöld í Njarðvík á mótum Holtsgötu og Gónhóls. Þar rákust saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra hafnaði inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki. Innlent 2.1.2006 11:00 Handteknir eftir að hafa kveikt í flugeldaafgöngum Þrír piltar á aldrinum níu til ellefu ára voru handteknir í Reykjavík í nótt eftir að þeir höfðu gert bálköst úr flugeldaafgögnum og kveikt í. Lögreglumenn slökktu eldinn og óku piltunum heim til þeirra, þar sem foreldrar þeirra voru látnir vita af tiltækinu. Ekkert tjón hlaust af. Innlent 2.1.2006 07:26 Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Engjasel í Breiðholti á þriðja tímanum í dag vegna elds í ruslageymslu hússins. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabíl en það tók aðeins fjórar mínútur að slökkva eldinn. Innlent 29.12.2005 15:19 Hálka kom ökumönnum í opna skjöldu Skyndileg hálkumyndun kom ökumönnum á Hafnarfjarðarvegi á óvart í gærkvöldi. Þrír árekstrar voru tilkynntir til lögreglu frá rúmlega níu í gærkvöldi til um klukkan ellefu. Engin meiðsl voru þó á fólki en eitthvert eignatjón. Innlent 29.12.2005 06:17 Sprengdu rúður í íþróttahúsi Flugeldavertíðin er hafin og sprengjugerð sem vill stundum fylgja henni. Tvær rúður brotnuðu í Íþróttahúsinu á Akureyri í gærkvöldi eftir að ungmenni höfðu komið heimatilbúnum sprengjum þar fyrir en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á Akureyri. Innlent 29.12.2005 06:24 Tekinn með mikið magn marijúana Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn eftir að 120 grömm af marijúana fundust við leit lögreglunnar í Reykjanesbæ í bifreið hans á ellefta tímanum í gærkvöldi. Innlent 29.12.2005 06:44 Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Innlent 28.12.2005 18:39 Handteknir aftur vegna vopnastuldar Tveir menn, sem lögreglan í Keflavík handtók á miðvikudag í tengslum við vopnastuldinn á Húsavík, voru handteknir aftur í gær eftir að lögreglumenn fundu þýfi og fíkniefni í fórum þeirra. Innlent 24.12.2005 12:12 Mikill mannfjöldi í mibænum í gærkvöld Mikill mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og góð stemming. Veður var gott og að sögn löreglunnar fót allt vel fram. Verslunareigendur við Laugaveginn munu hafa verið hæstánægðir með þetta lokaskot á jólaverslunina. Innlent 24.12.2005 09:56 Lögregla lýsir eftir stolinni bifreið Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var bifreiðinni LV 026 stolið af bifreiðastæði við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Bifreiðin er svört Audi A4. Þeir sem hugsanlega verða varir við bifreiðina eru beðnir að láta lögreglu vita. Innlent 23.12.2005 16:17 Í gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Tveir menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls með ferjunni Norrænu, reyndust vera með fjögur kíló af hassi og eitt kíló af amfetamíni. Mönnunum hefur nú verið sleppt úr gæslu en þeir hafa úrskurðaðir í farbann til 20. janúar. Innlent 23.12.2005 12:31 Fundu hass á manni á Akureyrarflugvelli Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í gær eftir að lítið magn af hassi fannst í farangri hans. Lögreglan á Akureyri er með átak í gangi og er grannt fylgst með öllum farþegum og farangri þeirra sem þar fara um. Lögreglan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um þegar það pakkar niður fyrir ferðalagið, því ef dóp sé í töskunum, mun lögreglan finna það. Innlent 23.12.2005 07:35 33 árekstrar í Reykjavík í gær Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í gær frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu að kvöldi. Engin slasaðist alvarlega og einungis var um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 23.12.2005 07:21 Gæsluvarðhald yfir Albana stytt Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra. Maðurinn bíður framsals til Grikklands og hafði héraðsdómur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til þrettánda janúar. Innlent 22.12.2005 06:19 Fartölvum stolið á tveimur stöðum Þjófar brutust inn í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi og stálu þaðan meðal annars nýrri fartölvu. Þá barst tilkynning um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut á fimmta tímanum í nótt. Þar náðu þjófar að stela þremur nýjum fartölvum og komast undan áður en lögregla kom á vettvang. Innlent 20.12.2005 07:31 Ekið á hross á Eyrarbakkavegi í nótt Maður ók bíl sínum á hross á Eyrarbakkavegi í myrkri og hálku í nótt og meiddist hesturinn svo mikið að lögregla aflífaði hann á staðnum. Fleiri hestar höfðu sloppið út úr girðingu og hafði bóndinn orðið þess var og var að leita að þeim þegar slysið varð. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir. Innlent 20.12.2005 07:25 Sex slösuðust í þremur umferðarslysum Sex voru fluttir á sjúkrahús eftir þrjú umferðarslys í gærkvöldi en engin meiddist lífshættulega. Fyrst þrír eftir harðan árekstur á Akureyri undir kvöld, aíðan tveir eftir harðan árekstur í Hafnarfirði á níunda tímanum og skömmu síðar einn eftir að bíll valt á Þorlákshafnarvegi. Innlent 20.12.2005 07:19 Laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus. Innlent 18.12.2005 10:49 Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. Innlent 16.12.2005 16:30 Lögbann á gögn áfram í gildi Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði upptæk að kröfu Jónínu Benediktsdóttur í september síðastliðnum þrátt fyrir dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem blaðið var sýknað af kröfum Jónínu. Að sögn Sigurjóns M. Egilssonar, fréttaritstjóra Fréttablaðsins, gildir lögbann sýslumanns enn þar sem málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 14.12.2005 17:08 Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi. Innlent 14.12.2005 15:23 Hefur lagt hald á yfir 500 kannabisplöntur á árinu Lögregla er búin að leggja hald á nokkuð á sjötta hundrað kannabisplöntur á árinu og er talið að næstum allt marijúana, sem neytt er hér á landi, sé framleitt innanlands. Innlent 14.12.2005 14:55 Gripinn með nokkur kíló af hassi í Leifsstöð Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið tekinn með nokkur kíló af hassi í fórum sínum í Leifsstöð. Þetta er mesta magn af hassi sem tekið hefur verið á einum manni það sem af er árinu. Innlent 13.12.2005 21:43 Jónas hyggst ekki segja af sér Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Innlent 13.12.2005 21:27 Lögregla fann stolinn jeppa og hluti úr öðrum Lögreglan á Selfossi fann á dögunum Nissan Patrol jeppa sem stolið hafði verið í Njarðvík í byrjun nóvember. Eftir ábendingu fannst jeppinn í bílskúr í bænum og í ljós kom að maður í Þorlákshöfn leigði skúrinn. Sá var handtekinn og færður í fangageymslur. Í jeppanum fundust hlutir sem tengdust öðrum Partrol-jeppa sem stolið var í Reykjavík í síðustu viku og fannst strípaður við Rauðavatn. Innlent 13.12.2005 21:23 Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Innlent 13.12.2005 18:09 Krafist verður gæsluvarðhalds vegna kannabisræktunar Lögreglan í Árnessýslu hyggst fara fram á að maðurinn, sem handtekinn var í morgun eftir að um 150 kannabisplöntur fundust í sláturhúsi við Laugarás í Bláskógabyggð, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki hafa þó fengist upplýsingar um hversu lengi það á að vera. Innlent 13.12.2005 17:43 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 120 ›
Eldur í bílskúr í Grafarvogi Eldur kviknaði í bílskúr við parhús í Grafarvogi um fjögurleytið í nótt og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Þegar það kom logaði í skúrnum en eldurinn var slökktur á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á ýmsum munum, sem þar eru geymdir, og húsið fylltist af reyk, sem þurfti að ræsta út. Engum varð þó meint af og eru eldsupptök ókunn. Innlent 3.1.2006 06:55
Nokkur erill hjá lögreglu í Árnessýslu um áramótin Nokkur erill var hjá lögreglu í Árnessýslu þessi áramót, en frá hádegi á gamlársdags að miðnætti nýársdags voru skráð 27 verkefni hjá lögreglunni eftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Stærsta verkefnið var stórbruninn í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði upp úr hádegi á gamlársdag. Innlent 2.1.2006 12:29
Virðist hafa hætt sjúkraflugi of snemma Landsflug virðist hafa hætt sjúkraflugsþjónustu sinni á Vestfjörðum of snemma og Mýflug tekið of seint við henni með þeim afleiðingum að óeðlilega langan tíma tók að útvega sjúkraflugvél frá Flugfélagi Íslands á nýársnótt. Innlent 2.1.2006 12:01
Harður árekstur í Njarðvík í gær Allharður árekstur varð í gærkvöld í Njarðvík á mótum Holtsgötu og Gónhóls. Þar rákust saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að önnur þeirra hafnaði inni í húsgarði og skemmdi þar þriðju bifreiðina í innkeyrslu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hlaut ekki alvarlega áverka. Viðkomandi kvartaði þó undan verkjum í hnjám og baki. Innlent 2.1.2006 11:00
Handteknir eftir að hafa kveikt í flugeldaafgöngum Þrír piltar á aldrinum níu til ellefu ára voru handteknir í Reykjavík í nótt eftir að þeir höfðu gert bálköst úr flugeldaafgögnum og kveikt í. Lögreglumenn slökktu eldinn og óku piltunum heim til þeirra, þar sem foreldrar þeirra voru látnir vita af tiltækinu. Ekkert tjón hlaust af. Innlent 2.1.2006 07:26
Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Engjasel í Breiðholti á þriðja tímanum í dag vegna elds í ruslageymslu hússins. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabíl en það tók aðeins fjórar mínútur að slökkva eldinn. Innlent 29.12.2005 15:19
Hálka kom ökumönnum í opna skjöldu Skyndileg hálkumyndun kom ökumönnum á Hafnarfjarðarvegi á óvart í gærkvöldi. Þrír árekstrar voru tilkynntir til lögreglu frá rúmlega níu í gærkvöldi til um klukkan ellefu. Engin meiðsl voru þó á fólki en eitthvert eignatjón. Innlent 29.12.2005 06:17
Sprengdu rúður í íþróttahúsi Flugeldavertíðin er hafin og sprengjugerð sem vill stundum fylgja henni. Tvær rúður brotnuðu í Íþróttahúsinu á Akureyri í gærkvöldi eftir að ungmenni höfðu komið heimatilbúnum sprengjum þar fyrir en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á Akureyri. Innlent 29.12.2005 06:24
Tekinn með mikið magn marijúana Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn eftir að 120 grömm af marijúana fundust við leit lögreglunnar í Reykjanesbæ í bifreið hans á ellefta tímanum í gærkvöldi. Innlent 29.12.2005 06:44
Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Innlent 28.12.2005 18:39
Handteknir aftur vegna vopnastuldar Tveir menn, sem lögreglan í Keflavík handtók á miðvikudag í tengslum við vopnastuldinn á Húsavík, voru handteknir aftur í gær eftir að lögreglumenn fundu þýfi og fíkniefni í fórum þeirra. Innlent 24.12.2005 12:12
Mikill mannfjöldi í mibænum í gærkvöld Mikill mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og góð stemming. Veður var gott og að sögn löreglunnar fót allt vel fram. Verslunareigendur við Laugaveginn munu hafa verið hæstánægðir með þetta lokaskot á jólaverslunina. Innlent 24.12.2005 09:56
Lögregla lýsir eftir stolinni bifreið Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var bifreiðinni LV 026 stolið af bifreiðastæði við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Bifreiðin er svört Audi A4. Þeir sem hugsanlega verða varir við bifreiðina eru beðnir að láta lögreglu vita. Innlent 23.12.2005 16:17
Í gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Tveir menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls með ferjunni Norrænu, reyndust vera með fjögur kíló af hassi og eitt kíló af amfetamíni. Mönnunum hefur nú verið sleppt úr gæslu en þeir hafa úrskurðaðir í farbann til 20. janúar. Innlent 23.12.2005 12:31
Fundu hass á manni á Akureyrarflugvelli Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í gær eftir að lítið magn af hassi fannst í farangri hans. Lögreglan á Akureyri er með átak í gangi og er grannt fylgst með öllum farþegum og farangri þeirra sem þar fara um. Lögreglan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um þegar það pakkar niður fyrir ferðalagið, því ef dóp sé í töskunum, mun lögreglan finna það. Innlent 23.12.2005 07:35
33 árekstrar í Reykjavík í gær Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í gær frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu að kvöldi. Engin slasaðist alvarlega og einungis var um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 23.12.2005 07:21
Gæsluvarðhald yfir Albana stytt Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra. Maðurinn bíður framsals til Grikklands og hafði héraðsdómur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til þrettánda janúar. Innlent 22.12.2005 06:19
Fartölvum stolið á tveimur stöðum Þjófar brutust inn í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi og stálu þaðan meðal annars nýrri fartölvu. Þá barst tilkynning um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut á fimmta tímanum í nótt. Þar náðu þjófar að stela þremur nýjum fartölvum og komast undan áður en lögregla kom á vettvang. Innlent 20.12.2005 07:31
Ekið á hross á Eyrarbakkavegi í nótt Maður ók bíl sínum á hross á Eyrarbakkavegi í myrkri og hálku í nótt og meiddist hesturinn svo mikið að lögregla aflífaði hann á staðnum. Fleiri hestar höfðu sloppið út úr girðingu og hafði bóndinn orðið þess var og var að leita að þeim þegar slysið varð. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir. Innlent 20.12.2005 07:25
Sex slösuðust í þremur umferðarslysum Sex voru fluttir á sjúkrahús eftir þrjú umferðarslys í gærkvöldi en engin meiddist lífshættulega. Fyrst þrír eftir harðan árekstur á Akureyri undir kvöld, aíðan tveir eftir harðan árekstur í Hafnarfirði á níunda tímanum og skömmu síðar einn eftir að bíll valt á Þorlákshafnarvegi. Innlent 20.12.2005 07:19
Laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus. Innlent 18.12.2005 10:49
Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. Innlent 16.12.2005 16:30
Lögbann á gögn áfram í gildi Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði upptæk að kröfu Jónínu Benediktsdóttur í september síðastliðnum þrátt fyrir dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem blaðið var sýknað af kröfum Jónínu. Að sögn Sigurjóns M. Egilssonar, fréttaritstjóra Fréttablaðsins, gildir lögbann sýslumanns enn þar sem málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 14.12.2005 17:08
Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi. Innlent 14.12.2005 15:23
Hefur lagt hald á yfir 500 kannabisplöntur á árinu Lögregla er búin að leggja hald á nokkuð á sjötta hundrað kannabisplöntur á árinu og er talið að næstum allt marijúana, sem neytt er hér á landi, sé framleitt innanlands. Innlent 14.12.2005 14:55
Gripinn með nokkur kíló af hassi í Leifsstöð Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið tekinn með nokkur kíló af hassi í fórum sínum í Leifsstöð. Þetta er mesta magn af hassi sem tekið hefur verið á einum manni það sem af er árinu. Innlent 13.12.2005 21:43
Jónas hyggst ekki segja af sér Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Innlent 13.12.2005 21:27
Lögregla fann stolinn jeppa og hluti úr öðrum Lögreglan á Selfossi fann á dögunum Nissan Patrol jeppa sem stolið hafði verið í Njarðvík í byrjun nóvember. Eftir ábendingu fannst jeppinn í bílskúr í bænum og í ljós kom að maður í Þorlákshöfn leigði skúrinn. Sá var handtekinn og færður í fangageymslur. Í jeppanum fundust hlutir sem tengdust öðrum Partrol-jeppa sem stolið var í Reykjavík í síðustu viku og fannst strípaður við Rauðavatn. Innlent 13.12.2005 21:23
Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Innlent 13.12.2005 18:09
Krafist verður gæsluvarðhalds vegna kannabisræktunar Lögreglan í Árnessýslu hyggst fara fram á að maðurinn, sem handtekinn var í morgun eftir að um 150 kannabisplöntur fundust í sláturhúsi við Laugarás í Bláskógabyggð, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki hafa þó fengist upplýsingar um hversu lengi það á að vera. Innlent 13.12.2005 17:43