Lög og regla Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. Innlent 30.3.2006 19:10 Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. Innlent 30.3.2006 16:56 Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. Innlent 30.3.2006 16:24 Hafa ekki haft uppi á árásarmönnum Enn hefur ekkert skýrst um hverjir það voru sem numu karlmann á sjötugsaldri af heimili sínu í Garðinum fyrir rúmri viku. Lögregla hefur rætt við vitni sem sá bílinn en það hefur ekki dugað til að finna hina seku. Innlent 30.3.2006 15:49 Rætt við bandarísku strandgæsluna um möguleika á samstarfi Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana. Innlent 29.3.2006 07:51 Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. Innlent 28.3.2006 16:04 Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt. Innlent 28.3.2006 13:43 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004 Innlent 23.3.2006 16:26 Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Innlent 22.3.2006 22:08 Pólverji áfram í gæsluvarðhaldi fyrir austan Gæsluvarðhald yfir Pólverja, sem handtekinn var með fíkniefni á Seyðisfirði 7. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 19. apríl. Þrjú kíló af hassi og nærri fimmtíu grömm af kókaíni fundust við tolleftirlit í bíl hans við komu Norrænu til Seyðifjarðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Innlent 22.3.2006 22:05 Dæmdur fyrir umferðarlagabrot Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. Innlent 22.3.2006 15:20 Áreitti tvær ungar stúlkur Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig. Innlent 22.3.2006 15:10 Þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela málverki og skjalatösku Karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið málverki á Hótel Loftleiðum fyrir um fjórum árum og skjalatösku í verslun Pennans í fyrra. Innlent 21.3.2006 22:52 Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. Innlent 21.3.2006 19:05 Þrír teknir við ölvunarakstur Þrír voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í nótt og í morgun. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna smávægilegri umferðarlagabrota. Innlent 19.3.2006 10:04 Tveir gistu fangageymslur Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og óláta. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur og tveir fyrir að keyra réttindalausir, báðir eru aðeins sextán ára og virtist liggja meira á að setjast undir stýri en svo að þeir gætu beðið eftir að fá bílpróf. Innlent 19.3.2006 10:03 Eldri maður barinn og rændur Karlmaður á sjötugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann og rændu hann í Vesturbænum í gærkvöldi. Maðurinn var á göngu nærri gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu þegar mennirnir réðust á hann, börðu hann í jörðina og létu höggin dynja á honum. Innlent 18.3.2006 11:17 Börn stöðvuð við drykkju Keflavíkurlögreglan batt enda á unglingagleðskap í Vogunum í nótt þar sem sex ungmenni á fjórtánda og fimmtánda aldursári höfðu neytt áfengis. Innlent 18.3.2006 09:18 Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. Innlent 15.3.2006 15:45 Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið langfjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. Innlent 15.3.2006 13:03 Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Innlent 15.3.2006 09:26 Nauðgaði stúlku á stigagangi Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stúlku á stigagangi heimilis hennar. Stúlkan var mjög ölvuð og þótti dómnum sýnt að maðurinn hefði misnotað sér ástand hennar. Innlent 10.3.2006 17:21 Innbrotum snarfækkar í Kópavogi Innbrotum í Kópavogsumdæmi fækkaði um 36% milli áranna 2005 og 2006, þjófnuðum fækkaði um 21% og eignaspjöllum um 28,5%, samkvæmt skýrslu sem Lögreglan í Kópavogi hefur gefið út. Smáralindin er vinsælasta skotmark búðarþjófa. Innlent 9.3.2006 20:18 Átta mánaða fangelsi fyrir rán Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi í félagi við annan mann í verslun tíu-ellefu í Kópavogi í apríl í fyrra. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa ógnað starfsstúlku verslunarinnar með skrúfjárni og skipað henni að opna peningakassanna en hann hafði 35 þúsund krónur upp úr krafsinu. Innlent 9.3.2006 18:32 Harður árekstur á Húsavík Harður árekstur á gatnamótum við hafnarsvæðið á Húsavík í dag þar sem ungur maður á svokölluðu mótorkrosshjóli ók framan á pallbíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík virðist sem ökumanni bifhjólsins hafi fipast á gatnamótunum og hann farið yfir á rangan vegarhelming, en hann ók að sögn lögreglu yfir hámarkshraða á svæðinu. Innlent 9.3.2006 18:30 Gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Annar mannanna sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á mann á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta föstudags. Innlent 5.3.2006 17:25 Maður sem stunginn var kominn úr lífshættu Maðurinn, sem var stunginn tvívegis í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í nótt, er úr lífshættu en hann hlaut mjög hættulega áverka á brjótsholi að sögn vakthafandi læknis. Líðan hans er eftir atvikum en hann er nú kominn af gjörgæsludeild á legudeild. Innlent 4.3.2006 18:02 Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Miklubrautinni í apríl í fyrra. Málsaðilum kom ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Innlent 3.3.2006 17:01 Þrír mánuðir fyrir virðisaukasvindl Fyrrverandi framkvæmdastjóri Arnartaks ehf. var í dag dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu 8,5 milljóna króna í sekt fyrir vangoldinn virðisaukaskatt á árunum 1998-2002. Innlent 3.3.2006 16:39 Impregilo áfrýjar dómi vegna vanreiknaðra launa Impregilo ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, sem dæmdi Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa. Innlent 3.3.2006 15:25 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 120 ›
Lýst eftir vitni vegna mannráns Lögreglan í Keflavík lýsir eftir ökumanni Land-Rover jeppa sem aðfaranótt síðasta sunnudags ók framhjá manninum rænt var af heimili sínu í Garðinum. Ökumaðurinn ók framhjá manninum á Biskupstungnabraut eða Laugarvatnsvegi á öðrum tímanum þá nótt og veitti honum athygli án þess þó að stöðva bifreið sína. Innlent 30.3.2006 19:10
Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. Innlent 30.3.2006 16:56
Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. Innlent 30.3.2006 16:24
Hafa ekki haft uppi á árásarmönnum Enn hefur ekkert skýrst um hverjir það voru sem numu karlmann á sjötugsaldri af heimili sínu í Garðinum fyrir rúmri viku. Lögregla hefur rætt við vitni sem sá bílinn en það hefur ekki dugað til að finna hina seku. Innlent 30.3.2006 15:49
Rætt við bandarísku strandgæsluna um möguleika á samstarfi Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana. Innlent 29.3.2006 07:51
Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. Innlent 28.3.2006 16:04
Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt. Innlent 28.3.2006 13:43
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004 Innlent 23.3.2006 16:26
Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Innlent 22.3.2006 22:08
Pólverji áfram í gæsluvarðhaldi fyrir austan Gæsluvarðhald yfir Pólverja, sem handtekinn var með fíkniefni á Seyðisfirði 7. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 19. apríl. Þrjú kíló af hassi og nærri fimmtíu grömm af kókaíni fundust við tolleftirlit í bíl hans við komu Norrænu til Seyðifjarðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Innlent 22.3.2006 22:05
Dæmdur fyrir umferðarlagabrot Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. Innlent 22.3.2006 15:20
Áreitti tvær ungar stúlkur Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig. Innlent 22.3.2006 15:10
Þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela málverki og skjalatösku Karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið málverki á Hótel Loftleiðum fyrir um fjórum árum og skjalatösku í verslun Pennans í fyrra. Innlent 21.3.2006 22:52
Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. Innlent 21.3.2006 19:05
Þrír teknir við ölvunarakstur Þrír voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í nótt og í morgun. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna smávægilegri umferðarlagabrota. Innlent 19.3.2006 10:04
Tveir gistu fangageymslur Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og óláta. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur og tveir fyrir að keyra réttindalausir, báðir eru aðeins sextán ára og virtist liggja meira á að setjast undir stýri en svo að þeir gætu beðið eftir að fá bílpróf. Innlent 19.3.2006 10:03
Eldri maður barinn og rændur Karlmaður á sjötugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann og rændu hann í Vesturbænum í gærkvöldi. Maðurinn var á göngu nærri gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu þegar mennirnir réðust á hann, börðu hann í jörðina og létu höggin dynja á honum. Innlent 18.3.2006 11:17
Börn stöðvuð við drykkju Keflavíkurlögreglan batt enda á unglingagleðskap í Vogunum í nótt þar sem sex ungmenni á fjórtánda og fimmtánda aldursári höfðu neytt áfengis. Innlent 18.3.2006 09:18
Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. Innlent 15.3.2006 15:45
Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið langfjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. Innlent 15.3.2006 13:03
Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Innlent 15.3.2006 09:26
Nauðgaði stúlku á stigagangi Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stúlku á stigagangi heimilis hennar. Stúlkan var mjög ölvuð og þótti dómnum sýnt að maðurinn hefði misnotað sér ástand hennar. Innlent 10.3.2006 17:21
Innbrotum snarfækkar í Kópavogi Innbrotum í Kópavogsumdæmi fækkaði um 36% milli áranna 2005 og 2006, þjófnuðum fækkaði um 21% og eignaspjöllum um 28,5%, samkvæmt skýrslu sem Lögreglan í Kópavogi hefur gefið út. Smáralindin er vinsælasta skotmark búðarþjófa. Innlent 9.3.2006 20:18
Átta mánaða fangelsi fyrir rán Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir rán sem hann framdi í félagi við annan mann í verslun tíu-ellefu í Kópavogi í apríl í fyrra. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa ógnað starfsstúlku verslunarinnar með skrúfjárni og skipað henni að opna peningakassanna en hann hafði 35 þúsund krónur upp úr krafsinu. Innlent 9.3.2006 18:32
Harður árekstur á Húsavík Harður árekstur á gatnamótum við hafnarsvæðið á Húsavík í dag þar sem ungur maður á svokölluðu mótorkrosshjóli ók framan á pallbíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík virðist sem ökumanni bifhjólsins hafi fipast á gatnamótunum og hann farið yfir á rangan vegarhelming, en hann ók að sögn lögreglu yfir hámarkshraða á svæðinu. Innlent 9.3.2006 18:30
Gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Annar mannanna sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á mann á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta föstudags. Innlent 5.3.2006 17:25
Maður sem stunginn var kominn úr lífshættu Maðurinn, sem var stunginn tvívegis í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í nótt, er úr lífshættu en hann hlaut mjög hættulega áverka á brjótsholi að sögn vakthafandi læknis. Líðan hans er eftir atvikum en hann er nú kominn af gjörgæsludeild á legudeild. Innlent 4.3.2006 18:02
Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Miklubrautinni í apríl í fyrra. Málsaðilum kom ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Innlent 3.3.2006 17:01
Þrír mánuðir fyrir virðisaukasvindl Fyrrverandi framkvæmdastjóri Arnartaks ehf. var í dag dæmdur í Héraðsdómi í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu 8,5 milljóna króna í sekt fyrir vangoldinn virðisaukaskatt á árunum 1998-2002. Innlent 3.3.2006 16:39
Impregilo áfrýjar dómi vegna vanreiknaðra launa Impregilo ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, sem dæmdi Impregilo til að greiða portúgölskum starfsmanni við Kárahnjúka tæpa milljón auk dráttarvaxta, vegna vanreiknaðra launa. Innlent 3.3.2006 15:25