Lög og regla Færður á geðdeild eftir að hafa veifað hnífi Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík handtók á leikskóla í vesturborginni, eftir að hann reyndist hafa hníf undir höndum þegar hann hugðist sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar, var í gærkvöldi vistaður á geðdeild. Innlent 9.5.2006 07:24 Sveitarfélagið Ölfuss dæmt til að greiða starfsmanni bætur Sveitarfélagið Ölfus var í dag dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Maðurinn var ráðinn forsstöðumaður Egilsbúðar og bókasafns Þorlákshafnar árið 1998 en var sagt upp með vísan til skipulagsbreytinga árið 2003. Innlent 8.5.2006 15:52 Tekinn með góss við ruslatunnurót Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um það í nótt að maður væri að róta í ruslatunnum við íbúðarhús. Þegar hún kom að var maðurinn með þrjá innkaupapoka og sagðist vera að safna tómum gosflöskum til að selja en þegar betur var að gáð reyndist ýmislegt góss vera í pokunum, sem afar ólíklegt er að fólk hafi hent í tunnurnar. Innlent 8.5.2006 07:55 Fimm ölvaðir við akstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 120 ökumenn upp úr miðnætti í nótt. Fimm þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og þar af var einn réttindalaus. Auk þess voru tveir rétt undir leyfilegum mörkum og fengu ekki að halda áfram akstri í nótt, en verða hinsvegar ekki sektaðir. Innlent 5.5.2006 08:13 Tvennt slasaðist í bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild eftir að jeppi valt í beygjunni á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan tvö í dag. Fjórir voru í bílnum en að sögn lögreglu var ökumaður jeppans á það mikilli ferð að hann náði ekki beygjunni og því valt bíllinn. Innlent 2.5.2006 15:24 Þarf að greiða milljónir í bætur Konan sem lögregla handtók eftir langa eftirför í Reykjavík í fyrrakvöld og fjölda tilrauna til að stöðva hana má eiga von á að greiða fleiri milljónir króna í bætur fyrir það tjón sem hún olli. Innlent 1.5.2006 14:38 Fimmti maðurinn í gæsluvarðhald vegna BMW-smygls Fimmti maðurinn hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnasmygli, þar sem reynt var að smygla tugum kílóa af fíkniefnum í bensíngeymi BMW-bifreiðar. Sá fimmti var Íslendingur, en auk fjögurra Íslendinga situr einn Hollendingur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar. Innlent 28.4.2006 08:57 Boða setuverkfall og fjöldauppsagnir Ófaglærðir starfsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákváðu, á fundi sínum í dag, að boða til viku setuverkfalls sem hefst nú á miðnætti. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni. Innlent 27.4.2006 18:47 Samþykkt að sameinast Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar Aðalfundur VR samþykkti í gærkvöld að sameinast Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar um næstu áramót að því gefnu að hið síðarnefnda samþykki einnig sameininguna. Innlent 25.4.2006 09:42 Sýknaðir vegna banaslyss að Kárahnjúkum Héraðsdómur Austurlands sýknaði í dag fimm yfirmenn að Kárahnjúkum vegna ákæru um að þeir bæru ábyrgð á því að ungur maður lést í vinnslysi við Kárahnhjúkastíflu í mars 2004. Innlent 24.4.2006 16:59 Skemmdarverk unnin á bílum Skemmdarverk voru unnin á sjö bílum við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn í morgun. Rúður bílanna voru brotnar og rótað í bílunum en litlu ef einhverju stolið. Mikið var að gera hjá lögreglunni seinni hluta nætur og í morgun og á tímabili hafði lögregla vart undan. Innlent 23.4.2006 11:54 Á ofsahraða með glænýtt skírteini Piltur sem hefur verið með ökuskírteini í fjórtán daga var tekin á 141 kílómetra hraða á Miklubraut í Reykjavík klukkan sex í morgun. Hann verður sviptur ökuréttindum og á von á 50 þúsund króna sekt. Innlent 22.4.2006 10:07 Minni eftirspurn áhrifaríkasta leiðin Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar telur minnkandi eftirspurn eftir fíkniefnum í fangelsum bestu leiðina til að minnka flæði þeirra inn í fangelsin. Hann segir aldrei hægt að útrýma fíkniefnum úr fangelsum, þar séu menn sem hafa sérhæft sig í smygli. Innlent 21.4.2006 18:11 Vill fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki Forstöðumaður Litla-Hrauns segir vonlaust fyrir fangaverði að koma í veg fyrir að fíkniefni komist inn í fangelsið. Hann vill fá gegnumlýsingartæki og fíkniefnahund. Innlent 18.4.2006 18:41 Hafa náð meira af amfetamíni nú en allt árið í fyrra Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Innlent 18.4.2006 18:36 Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna stórs fíkniefnamáls Fjórir menn, þrír Íslendingar og einn Hollendingur, voru úrskurðaðir, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í þriggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna eins stærsta fíkniefnamáls sem komið hefur upp hérlendis. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Innlent 17.4.2006 18:36 Ekki alvarlega slasaður Bifhjólamaðurinn, sem fluttur var á slysadeild eftir að hann kastaðist af hjóli sínu á vélhjólamóti við Vesturlandsveg, er ekki talinn alvarlega slasaður. Innlent 13.4.2006 14:51 55 teknir fyrir of hraðan akstur nærri Blönduósi Lögreglan á Blönduósi hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gær ef marka má fjölda þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur. Alls voru 55 stöðvaðir frá hádegi í gær og fram yfir miðnætti en sá sem hraðast ók var á um 140 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 13.4.2006 10:03 Umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi í gær Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Ólafsfjarðarvegi gærkvöld. Bílarnir komu úr gangstæðri átt og valt annar þeirra þegar þeir rákust saman. Innlent 13.4.2006 10:05 Fluttur á slysadeild eftir bílveltu Ökumaður fólksbíls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi í kvöld. Bíll sem kom úr norðri lenti utan í bíl á leið í gagnstæða átt, fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist á toppnum. Innlent 12.4.2006 21:55 Fór með kornabarn í innbrotsleiðangur Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn í tvo bíla í Laugardalnum síðdegis í dag. Það vakti athygli sjónarvotts að maðurinn ýtti barnavagni á undan sér þegar hann hljóp frá öðrum bílnum. Innlent 12.4.2006 21:43 Fimm bílar í árekstri Fimm bílar lentu í árekstri á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Stakkahlíð, um klukkan hálf sex. Ekki urðu þó nein meiðsl að ráði á fólki. Að sögn lögreglu hefur umferðin þrátt fyrir þetta almennt gengið vel fyrir sig en hún er mjög mikil á þessum síðasta virka degi fyrir páskahelgi. Innlent 12.4.2006 18:00 Slegist á Ísafirði Tveir fengu að gista fangaklefa lögreglunnar á Ísafirði í nótt eftir stimpingar fyrir framan veitingastað í bænum. Fleiri tóku þátt í áflogunum en þessir tveir höfðu sig helst í frammi og voru því handteknir. Innlent 9.4.2006 09:53 Fékk gat á hausinn í slagsmálum Einn var færður undir læknishendur eftir slagsmál tveggja manna í Vestmannaeyjum síðustu nótt. Maðurinn féll í jörðina í stimpingunum og fékk gat á hausinn þegar hann lenti með höfuðið á vegkanti. Innlent 9.4.2006 09:49 Þrír handteknir eftir slagsmál Þrír voru handteknir eftir slagsmál í Skíðaskálanum í Hveradölum snemma í gærkvöldi og var einn þeirra fluttur undir læknishendur á leiðinni í fangaklefa svo hægt væri að gera að sárum sem hann hlaut. Innlent 9.4.2006 09:50 Slasaðist alvarlega í veltu á Reykjanesbrautinni Karlmaður um þrítugt sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Reykjanesbrautinni í dag er nú haldið sofandi á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Slysið varð á fjórða tímanum í dag. Innlent 7.4.2006 22:04 Þóttust geta fjölfaldað peninga með göldrum Tveir Nígeríumenn hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og varða brotin allt að sex ára fangelsi. Mennirnir sviku út hátt í níu milljónir með því að telja tveimur Íslendingum trú um að þeir gætu fjölfaldað peningaseðla með göldrum. Innlent 7.4.2006 18:44 Mun meira tekið af fíkniefnum en áður Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á nær tvöfalt meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins en hún hefur gert á hverju heilu ári síðustu sjö árin. Ár hvert hefur verið lagt hald á 140 grömm af fíkniefnum að meðaltali en 265 grömm fyrstu þrjá mánuði ársins. Innlent 7.4.2006 16:23 Eldur í íbúðarhúsi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru. Innlent 3.4.2006 16:28 Meiddist lítillega í hörðum árekstri Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akranesi síðdegis. Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturgötu og Akurgerðis og skall annar bíllinn á kyrrstæðum bíl. Innlent 31.3.2006 22:42 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 120 ›
Færður á geðdeild eftir að hafa veifað hnífi Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík handtók á leikskóla í vesturborginni, eftir að hann reyndist hafa hníf undir höndum þegar hann hugðist sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar, var í gærkvöldi vistaður á geðdeild. Innlent 9.5.2006 07:24
Sveitarfélagið Ölfuss dæmt til að greiða starfsmanni bætur Sveitarfélagið Ölfus var í dag dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Maðurinn var ráðinn forsstöðumaður Egilsbúðar og bókasafns Þorlákshafnar árið 1998 en var sagt upp með vísan til skipulagsbreytinga árið 2003. Innlent 8.5.2006 15:52
Tekinn með góss við ruslatunnurót Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um það í nótt að maður væri að róta í ruslatunnum við íbúðarhús. Þegar hún kom að var maðurinn með þrjá innkaupapoka og sagðist vera að safna tómum gosflöskum til að selja en þegar betur var að gáð reyndist ýmislegt góss vera í pokunum, sem afar ólíklegt er að fólk hafi hent í tunnurnar. Innlent 8.5.2006 07:55
Fimm ölvaðir við akstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 120 ökumenn upp úr miðnætti í nótt. Fimm þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og þar af var einn réttindalaus. Auk þess voru tveir rétt undir leyfilegum mörkum og fengu ekki að halda áfram akstri í nótt, en verða hinsvegar ekki sektaðir. Innlent 5.5.2006 08:13
Tvennt slasaðist í bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild eftir að jeppi valt í beygjunni á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan tvö í dag. Fjórir voru í bílnum en að sögn lögreglu var ökumaður jeppans á það mikilli ferð að hann náði ekki beygjunni og því valt bíllinn. Innlent 2.5.2006 15:24
Þarf að greiða milljónir í bætur Konan sem lögregla handtók eftir langa eftirför í Reykjavík í fyrrakvöld og fjölda tilrauna til að stöðva hana má eiga von á að greiða fleiri milljónir króna í bætur fyrir það tjón sem hún olli. Innlent 1.5.2006 14:38
Fimmti maðurinn í gæsluvarðhald vegna BMW-smygls Fimmti maðurinn hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnasmygli, þar sem reynt var að smygla tugum kílóa af fíkniefnum í bensíngeymi BMW-bifreiðar. Sá fimmti var Íslendingur, en auk fjögurra Íslendinga situr einn Hollendingur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar. Innlent 28.4.2006 08:57
Boða setuverkfall og fjöldauppsagnir Ófaglærðir starfsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákváðu, á fundi sínum í dag, að boða til viku setuverkfalls sem hefst nú á miðnætti. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni. Innlent 27.4.2006 18:47
Samþykkt að sameinast Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar Aðalfundur VR samþykkti í gærkvöld að sameinast Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar um næstu áramót að því gefnu að hið síðarnefnda samþykki einnig sameininguna. Innlent 25.4.2006 09:42
Sýknaðir vegna banaslyss að Kárahnjúkum Héraðsdómur Austurlands sýknaði í dag fimm yfirmenn að Kárahnjúkum vegna ákæru um að þeir bæru ábyrgð á því að ungur maður lést í vinnslysi við Kárahnhjúkastíflu í mars 2004. Innlent 24.4.2006 16:59
Skemmdarverk unnin á bílum Skemmdarverk voru unnin á sjö bílum við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn í morgun. Rúður bílanna voru brotnar og rótað í bílunum en litlu ef einhverju stolið. Mikið var að gera hjá lögreglunni seinni hluta nætur og í morgun og á tímabili hafði lögregla vart undan. Innlent 23.4.2006 11:54
Á ofsahraða með glænýtt skírteini Piltur sem hefur verið með ökuskírteini í fjórtán daga var tekin á 141 kílómetra hraða á Miklubraut í Reykjavík klukkan sex í morgun. Hann verður sviptur ökuréttindum og á von á 50 þúsund króna sekt. Innlent 22.4.2006 10:07
Minni eftirspurn áhrifaríkasta leiðin Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar telur minnkandi eftirspurn eftir fíkniefnum í fangelsum bestu leiðina til að minnka flæði þeirra inn í fangelsin. Hann segir aldrei hægt að útrýma fíkniefnum úr fangelsum, þar séu menn sem hafa sérhæft sig í smygli. Innlent 21.4.2006 18:11
Vill fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki Forstöðumaður Litla-Hrauns segir vonlaust fyrir fangaverði að koma í veg fyrir að fíkniefni komist inn í fangelsið. Hann vill fá gegnumlýsingartæki og fíkniefnahund. Innlent 18.4.2006 18:41
Hafa náð meira af amfetamíni nú en allt árið í fyrra Lögregla hefur, það sem af er ársins, lagt hald á meira magn af amfetamíni heldur en allt árið í fyrra. Einn Íslendinganna þriggja, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna umfangsmikils fíkniefnamáls, kom líka við sögu í stóru fíkniefnamáli árið 2004 en var ekki ákærður. Innlent 18.4.2006 18:36
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna stórs fíkniefnamáls Fjórir menn, þrír Íslendingar og einn Hollendingur, voru úrskurðaðir, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í þriggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn langa vegna eins stærsta fíkniefnamáls sem komið hefur upp hérlendis. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Innlent 17.4.2006 18:36
Ekki alvarlega slasaður Bifhjólamaðurinn, sem fluttur var á slysadeild eftir að hann kastaðist af hjóli sínu á vélhjólamóti við Vesturlandsveg, er ekki talinn alvarlega slasaður. Innlent 13.4.2006 14:51
55 teknir fyrir of hraðan akstur nærri Blönduósi Lögreglan á Blönduósi hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gær ef marka má fjölda þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur. Alls voru 55 stöðvaðir frá hádegi í gær og fram yfir miðnætti en sá sem hraðast ók var á um 140 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 13.4.2006 10:03
Umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi í gær Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Ólafsfjarðarvegi gærkvöld. Bílarnir komu úr gangstæðri átt og valt annar þeirra þegar þeir rákust saman. Innlent 13.4.2006 10:05
Fluttur á slysadeild eftir bílveltu Ökumaður fólksbíls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi í kvöld. Bíll sem kom úr norðri lenti utan í bíl á leið í gagnstæða átt, fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist á toppnum. Innlent 12.4.2006 21:55
Fór með kornabarn í innbrotsleiðangur Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn í tvo bíla í Laugardalnum síðdegis í dag. Það vakti athygli sjónarvotts að maðurinn ýtti barnavagni á undan sér þegar hann hljóp frá öðrum bílnum. Innlent 12.4.2006 21:43
Fimm bílar í árekstri Fimm bílar lentu í árekstri á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Stakkahlíð, um klukkan hálf sex. Ekki urðu þó nein meiðsl að ráði á fólki. Að sögn lögreglu hefur umferðin þrátt fyrir þetta almennt gengið vel fyrir sig en hún er mjög mikil á þessum síðasta virka degi fyrir páskahelgi. Innlent 12.4.2006 18:00
Slegist á Ísafirði Tveir fengu að gista fangaklefa lögreglunnar á Ísafirði í nótt eftir stimpingar fyrir framan veitingastað í bænum. Fleiri tóku þátt í áflogunum en þessir tveir höfðu sig helst í frammi og voru því handteknir. Innlent 9.4.2006 09:53
Fékk gat á hausinn í slagsmálum Einn var færður undir læknishendur eftir slagsmál tveggja manna í Vestmannaeyjum síðustu nótt. Maðurinn féll í jörðina í stimpingunum og fékk gat á hausinn þegar hann lenti með höfuðið á vegkanti. Innlent 9.4.2006 09:49
Þrír handteknir eftir slagsmál Þrír voru handteknir eftir slagsmál í Skíðaskálanum í Hveradölum snemma í gærkvöldi og var einn þeirra fluttur undir læknishendur á leiðinni í fangaklefa svo hægt væri að gera að sárum sem hann hlaut. Innlent 9.4.2006 09:50
Slasaðist alvarlega í veltu á Reykjanesbrautinni Karlmaður um þrítugt sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Reykjanesbrautinni í dag er nú haldið sofandi á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Slysið varð á fjórða tímanum í dag. Innlent 7.4.2006 22:04
Þóttust geta fjölfaldað peninga með göldrum Tveir Nígeríumenn hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og varða brotin allt að sex ára fangelsi. Mennirnir sviku út hátt í níu milljónir með því að telja tveimur Íslendingum trú um að þeir gætu fjölfaldað peningaseðla með göldrum. Innlent 7.4.2006 18:44
Mun meira tekið af fíkniefnum en áður Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á nær tvöfalt meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins en hún hefur gert á hverju heilu ári síðustu sjö árin. Ár hvert hefur verið lagt hald á 140 grömm af fíkniefnum að meðaltali en 265 grömm fyrstu þrjá mánuði ársins. Innlent 7.4.2006 16:23
Eldur í íbúðarhúsi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru. Innlent 3.4.2006 16:28
Meiddist lítillega í hörðum árekstri Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akranesi síðdegis. Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturgötu og Akurgerðis og skall annar bíllinn á kyrrstæðum bíl. Innlent 31.3.2006 22:42