Erlendar

Fréttamynd

Svisslendingar áfram

Svisslendingar eru komnir á HM í Þýskalandi á næsta ári, þrátt fyrir 4-2 tap í Tyrklandi í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með sigri Svisslendinga 2-0 og því fara þeir áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Tuncay Sanli skoraði þrennu fyrir Tyrki í leiknum, en það dugði ekki til og því sitja þeir eftir með sárt ennið í þetta skiptið.

Sport
Fréttamynd

Læt ekki teyma mig út í að spreða peningum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að taka upp budduna í janúar og spreða peningum í leikmenn nema einhver sérstakur leikmaður verði á lausu. Því er haldið fram að eitthvað sé til af peningum í bauknum hjá Arsenal þó félagið tali um að halda að sér höndum, en nöfn þeirra Dirk Kuyt og Fernando Torres hafa verið nefnd í því sambandi.

Sport
Fréttamynd

Held að Henry fari frá Arsenal

Ruud Gullit, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Newcastle, telur að Thierry Henry muni líklega yfirgefa Arsenal fljótlega, úr því að hann hefur neitað að framlengja samning sinn við enska félagið. Gullit telur að Barcelona væri kjörið lið fyrir Frakkann.

Sport
Fréttamynd

Trinidad og Tobago á HM í fyrsta sinn

Lið Trinidad og Tobago komst í dag á HM í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið lagði Bahrein 1-0 á útivelli og samtals 2-1. Trinidad verður því minnsta þjóðin sem tekur þátt í lokakeppni HM í Þýskalandi á næsta ári, því aðeins um ein milljón manna búa í Trinidad og Tobago.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo, Baptista og Zidane klárir gegn Barcelona

Real Madrid er nú óðum að fá stjörnur sínar til baka úr meiðslum fyrir leik ársins í spænska boltanum á laugardaginn, en þá mætast erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid í uppgjöri stórliðanna á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Við spiluðum eins og kerlingar

Age Hareide, þjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, en síðari leikurinn fer fram í Tékklandi nú í kvöld. Hareide sagði að sínir menn hefðu spilað eins og kerlingar, en það fór fyrir brjóstið á nokkrum löndum hans.

Sport
Fréttamynd

Sektaður um 1000 pund fyrir að hrækja á barn

Vandræðagemlingurinn El Hadji Diouf hjá Bolton var í dag sektaður um 1000 pund fyrir að hrækja á ellefu ára gamalt barn eftir leik Bolton og Middlesbrough í nóvember á síðasta ári. Líklegt þótti að Diouf yrði dæmdur í bann vegna atviksins, en hann slapp með skrekkinn. Diouf á yfir höfði sér dóm vegna ölvunaraksturs á dögunum, en hann hefur átt mjög erfitt með að hegða sér vel undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Ólafi og félögum

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar í spænsku úrvalsdeildinni, sigraði Arrate 24-20 í gærkvöld og því heldur liðið toppsæti deildarinnar ásamt Barcelona. Ólafur lét lítið fyrir sér fara í leiknum og náði ekki að skora. Börsungar sigruðu Bidasoa með níu mörkum 38-29 og Barcelona og Ciudad eru því efst og jöfn með 16 stig eftir 9 leiki.

Sport
Fréttamynd

Pistons með áttunda sigurinn í röð

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics.

Sport
Fréttamynd

Allt annað en Madrid yrði skref aftur á bak

"Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur látið hafa það eftir sér að úr því útlit sé fyrir að Michael Ballack sé að fara frá Bayern, sé Real Madrid eini raunhæfi kosturinn fyrir hann því annarsstaðar nái hann ekki að bæta sig sem knattspyrnumaður.

Sport
Fréttamynd

Ástralir tryggðu sér sæti á HM 2006

Ástralir tryggðu sér í dag sæti á HM í Þýskalandi eftir frækinn sigur á Ungverjum í vítaspyrnukeppni í Sydney. Marco Breciano skoraði mark Ástrala á 35. mínútu og því var staðan jöfn 1-1 samanlagt, en Ástralir höfðu betur í vítakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Denver í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu klukkan 01:30 í nótt á NBA TV. Þar verður athyglisvert að fylgjast með einvígi þeirra Dirk Nowitzki hjá Dallas og Carmelo Anthony hjá Denver.

Sport
Fréttamynd

Reo-Coker ökklabrotinn

Úrvalsdeildarlið West Ham varð fyrir miklu áfalli í dag þegar í ljós kom að fyrirliði liðsins Nigel Reo-Coker er með brákað bein í ökkla og verður frá í um sex vikur.

Sport
Fréttamynd

Toppbaráttan hefur opnast aftur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að baráttan um enska meistaratitilinn hafi opnast aftur eftir að Chelsea tapaði fyrir Manchester United á dögunum, en Chelsea hefur unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum.

Sport
Fréttamynd

Ég stend í þakkarskuld við Martin Jol

Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham þakkar Martin Jol knattspyrnustjóra sínum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að bjarga ferlinum eftir að hann kom sem lánsmaður til Lundúna frá AS Roma á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Southgate hefur náð sér af meiðslunum

Gareth Southgate, fyrirliði Middlesbrough, hefur náð sér af nárameiðslum sem hafa haldið honum frá keppni síðan í endaðan október og verður væntanlega í liði Boro sem mætir Fulham á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

David Moyes er ekki falur

Forráðamenn Everton hafa brugðist harkalega við getgátum um að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri skoska stórliðsins Glasgow Rangers, en Alex McLeish stjóra Rangers hefur verið gefinn tveggja vikna frestur til að rétta hag skosku meistaranna, ella verði honum vikið úr starfi.

Sport
Fréttamynd

Utah setti vafasamt félagsmet

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Memphis vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, Utah tapaði heima fyrir New York Knicks og Golden State vann auðveldan sigur á Chicago Bulls.

Sport
Fréttamynd

Tottenham minnir á Ajax

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids segir að ungt lið Tottenham í dag minni hann á Ajax-liðið sem hann spilaði með í byrjun tíunda áratugarins, en það lið vann hollensku deildina þrjú ár í röð og sigraði í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Memphis - LA Lakers í beinni

Leikur Memphis Grizzlies og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og hefst hann um klukkan eitt eftir miðnætti. Í gær var sýndur leikur Sacramento og New York, þar sem Larry Brown og félagar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

Clichy meiddist um helgina

Arsenal hefur orðið fyrir því áfalli að missa bakvörðinn Gael Clichy í meiðsli, en talið er að hann sé fótbrotinn eftir að hann meiddist í leik með u-21 árs liði Frakka á White Hart Lane um helgina.

Sport
Fréttamynd

Borðaði Snickers í morgunmat og hneig niður í lyftu

Mikil skelfing greip um sig í herbúðum Los Angeles Lakers á sunnudagsmorguninn þegar úkraínski miðherjinn Slava Medvedenko féll í yfirlið í lyftu þegar liðið var að yfirgefa hótel og var fluttur á spítala í skyndi.

Sport
Fréttamynd

Guðjón vonsvikinn, en refsar leikmönnum ekki

Notts County tapaði á heimavelli fyrir Cheltenham í ensku 3. deildinni um helgina, en þó Guðjón Þórðarson hefði verið mjög vonsvikinn með tapið, ætlar hann ekki að refsa leikmönnum sínum með aukaæfingum eins og hann hefur oft gert þegar hann er ósáttur við frammistöðu þeirra.

Sport
Fréttamynd

Hefur augastað á Arjen Robben

Martin Jol hefur áhuga á að kaupa hollenska vængmanninn Arjen Robben til Tottenham ef hann verður á lausu og í viðtali við hollenska sparksíðu sagði stjórinn að Tottenham ætti nóg af peningum og myndi gera tilboð í Robben ef sú staða kæmi upp. Robben er sagður hafa verið upp á kant við stjóra sinn Jose Mourinho undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Góð helgi hjá Jóni og Loga

Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson gerðu ágæta hluti með liðum sínum á Ítalíu og í Þýskalandi um helgina. Jón Arnór skoraði 13 stig fyrir Napoli þegar það lagði Varese með ellefu stiga mun 94-83, en 18 stig Loga Gunnarssonar dugðu ekki fyrir Bayeruth þegar liðið tapaði fyrir Crailsheim með fjórum stigum, 74-70 í þýsku 2. deildinni.

Sport
Fréttamynd

Útilokar ekki að snúa aftur til Englands

Miðjumaðurinn sterki hjá Juventus, Patrick Vieira, segist bera mikla virðingu fyrir Roy Keane hjá Manchester United og útilokar ekki að taka stöðu hans í liðinu í framtíðinni þó hann sé ánægður á toppnum á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Íhugar að fara frá Liverpool

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek segir að hann vilji fara frá Liverpool ef hann nær ekki að vinna sér sæti í byrjunarliðinu áður en félagaskiptaglugginn á Englandi opnast í janúar.

Sport
Fréttamynd

Gaf 1,2 milljónir dollara í Katrínarsjóðinn

Framherjinn Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var heldur betur rausnarlegur fyrir helgina, þegar hann gaf sérstökum styrktarsjóði fórnarlamba fellibylsins Katrínar 1,2 milljónir dollara úr eigin vasa, eða um 70 milljónir íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Viðurkennir áhuga á að fjárfesta í Liverpool

Bandaríski milljarðamæringurinn Robert Kraft hefur viðurkennt áhuga sinn á að fjárfesta í Liverpool eftir að hafa átt fund með Rick Parry, yfirmanni enska félagsins. Kraft þessi og fjölskylda hans eru eigandi New England Patriots í ameríska fótboltanum.

Sport
Fréttamynd

Ledley King þarf í uppskurð

Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í uppskurð á hné og mun í kjölfarið verða frá keppni í að minnsta kosti sex vikur, þetta kom í ljós eftir að hann frestaði að fara í aðgerð en ákvað að leika með enska landsliðinu gegn Argentínu um helgina.

Sport