Erlendar Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra. Sport 16.12.2005 15:00 Sáttur við að mæta Benfica Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar. Sport 16.12.2005 14:49 Ákvörðun Michelin hefur engin áhrif Forráðamenn heimsmeistara Renault segja að ákvörðun Michelin dekkjaframleiðandans að draga sig út úr Formúlu 1 eftir næsta tímabil hafi engin áhrif á áform liðsins um að verja titilinn á næsta ári. Sport 16.12.2005 14:24 Vill vera áfram hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hefur nú gefið það út að hann vilji ekki fara frá Liverpool, þrátt fyrir að þurfa oft að sitja á tréverkinu. Cissé sagðist í haust vilja fara frá Liverpool því hann taldi landsliðsferil sinn í hættu af því hann fékk ekki að spila nógu mikið. Sport 16.12.2005 14:06 Verður ekki viðstaddur útför föður síns Faðir knattspyrnustjórans Rafa Benitez hjá Liverpool lést í vikunni, en stjórinn spænski ætlar engu að síður að vera kyrr í Japan og ætlar að stýra liði Liverpool í úrslitaleiknum við Sao Paulo í heimsmeistarakeppni félagsliða um helgina. Sport 16.12.2005 14:00 Dregið í 32-liða úrslitin Í dag var dregið í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Middlesbrough mætir þýska liðinu Stuttgart, Bolton mætir Marseille frá Frakklandi og Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta Betis frá Spáni. Sport 16.12.2005 13:08 Fimmti sigur Houston í röð Houston Rockets vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar liðið skellti Seattle á útivelli, en allt annar bragur hefur verið á liðinu síðan Tracy McGrady sneri aftur úr meiðslum. Þá vann Cleveland góðan sigur á Denver og meistarar San Antonio unnu nauman sigur á Minnesota. Sport 16.12.2005 12:52 Chelsea og Barcelona mætast aftur Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica. Sport 16.12.2005 11:35 AZ Alkmaar og Boro á toppnum AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar og Middlesbrough tryggðu sér tvö efstu sætin í D-riðlinum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og eru komin áfram í keppninni. Boro lagði Litex Lovech 2-0 með mörkum frá Massimo Maccarone á síðustu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn var í liði Alkmaar sem sigraði Grasshoppers frá Sviss. Sport 15.12.2005 21:46 Ekki tilbúinn að framlengja samning Cole Stuart Pearce ætlar að bíða þar til í lok leiktíðar með að ákveða hvort samningur framherjans Andy Cole verður framlengdur eða ekki, en hinn 34 ára gamli Cole er sem stendur á eins árs samningi við City og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Cole hefur skorað sjö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu og hefur sýnt gamalkunna takta oft á tíðum. Sport 15.12.2005 19:27 Fær ekki að fara frá West Brom Framherjinn Robert Earnshaw hjá West Brom fór fram á það að vera settur á sölulista hjá félaginu fyrir skömmu, því honum þótti ferill sinn hjá landsliði Wales í hættu því hann fékk lítið að spila með félagsliði sínu. Nú hefur Bryan Robson hinsvegar gefið það út að Earnshaw fari hvergi, enda missir West Brom tvo af sóknarmönnum sínum í Afríkukeppnina innan skamms. Sport 15.12.2005 19:19 Fær tveggja leikja bann Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar. Sport 15.12.2005 16:22 Fær markið gegn Wigan skráð á sig Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool fær markið umdeilda sem Liverpool skoraði gegn Wigan á dögunum skráð á sig, en markið hafði fram að þessu verið skráð sem sjálfsmark. Sérstök nefnd sem sér um slík vafaatriði skilaði frá sér skýrslu í dag og greindi frá þessu. Crouch skoraði sem sagt tvö mörk í leiknum, rétt eins og í morgun gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. Sport 15.12.2005 16:15 Hér á ég heima Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér. Sport 15.12.2005 15:34 Wenger er öruggur í starfi Lee Dixon, fyrrum leikmaður Arsenal, fullyrðir að knattspyrnustjóri félagsins, Arsene Wenger, búi við gott starfsöryggi þó árangur liðsins hafi verið langt undir væntingum í vetur. Sport 15.12.2005 14:25 Ajax er stærri klúbbur en Tottenham Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham, sem er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma, segir að Ajax sé mun stærri klúbbur en Tottenham, en hann lék áður með hollenska liðinu. Sport 15.12.2005 14:37 Neita að hleypa Yakubu í æfingabúðir Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough hafa neitað beiðni nígeríska knattspyrnusambandsins um að hleypa framherjanum sterka Yakubu í æfingabúðir mánuði fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu. Sport 15.12.2005 14:19 Montgomery hættur Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar á dögunum. Montgomery hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og kennir læknum sínum um að hafa verið dæmdur í bannið, þrátt fyrir að hafa ekki fallið á lyfjaprófi. Sport 15.12.2005 14:47 Verðum að leika vel á sunnudag Hinn leggjalangi Peter Crouch, sem skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í sigrinum á Deportivo Saprissa í dag, segir að Liverpool verði að leika jafn vel eða betur ef þeir ætli sér að sigra Sao Paulo í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn. Sport 15.12.2005 14:11 Sjaldgæfur sigur hjá Leverkusen Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta vann sigur á Brauncschweig í gærkvöldi 80-75, en sigurinn var langþráður hjá Leverkusen sem hefur gengið afar illa á tímabilinu. Jakob skoraði 6 stig í leiknum, en lið hans er engu að enn í botnbaráttunni í deildinni. Sport 15.12.2005 14:05 Ciudad tapaði fyrir Barcelona Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær 26-24, en Ólafur skoraði eitt mark í leiknum. Barcelona skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hefur tveggja stiga forystu á Ciudad sem er í því þriðja. Portland San Antonio er sem fyrr í efsta sætinu. Sport 15.12.2005 14:01 Keane Skrifar undir hjá Celtic Miðjumaðurinn Roy Keane skrifaði nú í dag undir 18 mánaða samning við Glasgow Celtic í Skotlandi og gæti spilað sinn fyrstaleik fyrir félagið þann 1. janúar. Þar með er kapphlaupinu um Keane sem staðið hefur yfir æ síðan hann fór frá Manchester United á dögunum, en þar hafði hann verið lykilmaður í einu sigursælasta liði síðasta áratugar. Sport 15.12.2005 13:53 Besta byrjun Detroit frá upphafi Detroit Pistons sigraði Sacramento Kings í nótt og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins, en liðið hefur unnið 16 af fyrstu 19 leikjum sínum. LA Lakers kláraði keppnisferðalag sitt með góðum útisigri á Memphis og Pat Riley krækti í annan sigur sinn á jafnmörgum dögum sem þjálfari Miami Heat. Sport 15.12.2005 12:50 Liverpool lagði Deportivo Saprissa Liverpool vann auðveldan sigur á Deportivo Saprissa frá Costa Rica nú áðan 3-0 og er því komið í úrslitaleik mótsins þar sem það mætir Sao Paulo frá Brasilíu. Peter Crouch skoraði tvö marka Liverpool í dag og fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði eitt. Sport 15.12.2005 12:13 Liverpool - Deportivo Saprissa í beinni á Sýn Leikur Liverpool og Deportivo Saprissa í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrramálið verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan tíu í fyrramálið. Sigurvegarinn mætir liði Sao Paulo í úrslitaleik mótsins. Sport 14.12.2005 22:22 Bolton slapp fyrir horn Bolton tryggði sér áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Sevilla frá Spáni á heimavelli sínum. Bæði lið fengu færi á að gera út um leikinn, en tap hefði þýtt að Bolton hefði setið eftir með sárt ennið. Buno N´Gotty skoraði mark heimamanna, en Adriano jafnaði leikinn skömmu síðar fyrir gestina, sem höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í 32-liða úrslitin. Sport 14.12.2005 22:16 Keppnistreyja Dwayne Wade vinsælust Það kemur nokkuð á óvart að þegar listinn yfir söluhæstu treyjur NBA leikmanna í Bandaríkjunum er skoðaður, er það treyja merkt bakverðinum Dwayne Wade hjá Miami sem er í efsta sætinu. Listinn er byggður á sölu í NBA búðinni á Manhattan í New York, sem og á sölu á heimasíðu deildarinnar, NBA.com. Sport 14.12.2005 21:37 Manchester United burstaði Wigan Manchester United skaust í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með auðveldum sigri á Wigan 4-0. Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir United í kvöld, Rio Ferdinand eitt og Ruud Van Nistelrooy bætti við því fjórða úr vítaspyrnu. Bobby Zamora tryggði West Ham góðan 2-1 útisigur á Everton eftir að jafnt var í hálfleik 1-1. Sport 14.12.2005 21:57 Tíu mörk Einars dugðu skammt Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Grosswallstadt tapaði fyrir Göppingen 33-28, þar sem Einar Hólmgeirsson fór á kostum og skoraði tíu mörk fyrir Grosswallstadt, en Alexander Petersson skoraði fjögur mörk. Jaliesky Garcia var með fjögur mörk fyrir Göppingen. Kiel skaust á toppinn með því að bursta Nordhorn 42-31. Sport 14.12.2005 21:31 Manchester United yfir gegn Wigan Tveir leikir standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og staðan í hálfleik í leik Manchester United og Wigan er 2-0 fyrir United. Rio Ferdinand og Wayne Rooney skoruðu mörk United í leik sem hefur verið mjög fjörugur. Staðan í leik Everton og West Ham er 1-1, þar sem James Beattie kom Everton yfir, en David Weir jafnaði metin með sjálfsmarki. Sport 14.12.2005 20:57 « ‹ 244 245 246 247 248 249 250 251 252 … 264 ›
Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra. Sport 16.12.2005 15:00
Sáttur við að mæta Benfica Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar. Sport 16.12.2005 14:49
Ákvörðun Michelin hefur engin áhrif Forráðamenn heimsmeistara Renault segja að ákvörðun Michelin dekkjaframleiðandans að draga sig út úr Formúlu 1 eftir næsta tímabil hafi engin áhrif á áform liðsins um að verja titilinn á næsta ári. Sport 16.12.2005 14:24
Vill vera áfram hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hefur nú gefið það út að hann vilji ekki fara frá Liverpool, þrátt fyrir að þurfa oft að sitja á tréverkinu. Cissé sagðist í haust vilja fara frá Liverpool því hann taldi landsliðsferil sinn í hættu af því hann fékk ekki að spila nógu mikið. Sport 16.12.2005 14:06
Verður ekki viðstaddur útför föður síns Faðir knattspyrnustjórans Rafa Benitez hjá Liverpool lést í vikunni, en stjórinn spænski ætlar engu að síður að vera kyrr í Japan og ætlar að stýra liði Liverpool í úrslitaleiknum við Sao Paulo í heimsmeistarakeppni félagsliða um helgina. Sport 16.12.2005 14:00
Dregið í 32-liða úrslitin Í dag var dregið í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Middlesbrough mætir þýska liðinu Stuttgart, Bolton mætir Marseille frá Frakklandi og Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta Betis frá Spáni. Sport 16.12.2005 13:08
Fimmti sigur Houston í röð Houston Rockets vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar liðið skellti Seattle á útivelli, en allt annar bragur hefur verið á liðinu síðan Tracy McGrady sneri aftur úr meiðslum. Þá vann Cleveland góðan sigur á Denver og meistarar San Antonio unnu nauman sigur á Minnesota. Sport 16.12.2005 12:52
Chelsea og Barcelona mætast aftur Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica. Sport 16.12.2005 11:35
AZ Alkmaar og Boro á toppnum AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar og Middlesbrough tryggðu sér tvö efstu sætin í D-riðlinum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og eru komin áfram í keppninni. Boro lagði Litex Lovech 2-0 með mörkum frá Massimo Maccarone á síðustu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn var í liði Alkmaar sem sigraði Grasshoppers frá Sviss. Sport 15.12.2005 21:46
Ekki tilbúinn að framlengja samning Cole Stuart Pearce ætlar að bíða þar til í lok leiktíðar með að ákveða hvort samningur framherjans Andy Cole verður framlengdur eða ekki, en hinn 34 ára gamli Cole er sem stendur á eins árs samningi við City og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Cole hefur skorað sjö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu og hefur sýnt gamalkunna takta oft á tíðum. Sport 15.12.2005 19:27
Fær ekki að fara frá West Brom Framherjinn Robert Earnshaw hjá West Brom fór fram á það að vera settur á sölulista hjá félaginu fyrir skömmu, því honum þótti ferill sinn hjá landsliði Wales í hættu því hann fékk lítið að spila með félagsliði sínu. Nú hefur Bryan Robson hinsvegar gefið það út að Earnshaw fari hvergi, enda missir West Brom tvo af sóknarmönnum sínum í Afríkukeppnina innan skamms. Sport 15.12.2005 19:19
Fær tveggja leikja bann Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar. Sport 15.12.2005 16:22
Fær markið gegn Wigan skráð á sig Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool fær markið umdeilda sem Liverpool skoraði gegn Wigan á dögunum skráð á sig, en markið hafði fram að þessu verið skráð sem sjálfsmark. Sérstök nefnd sem sér um slík vafaatriði skilaði frá sér skýrslu í dag og greindi frá þessu. Crouch skoraði sem sagt tvö mörk í leiknum, rétt eins og í morgun gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. Sport 15.12.2005 16:15
Hér á ég heima Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér. Sport 15.12.2005 15:34
Wenger er öruggur í starfi Lee Dixon, fyrrum leikmaður Arsenal, fullyrðir að knattspyrnustjóri félagsins, Arsene Wenger, búi við gott starfsöryggi þó árangur liðsins hafi verið langt undir væntingum í vetur. Sport 15.12.2005 14:25
Ajax er stærri klúbbur en Tottenham Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham, sem er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma, segir að Ajax sé mun stærri klúbbur en Tottenham, en hann lék áður með hollenska liðinu. Sport 15.12.2005 14:37
Neita að hleypa Yakubu í æfingabúðir Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough hafa neitað beiðni nígeríska knattspyrnusambandsins um að hleypa framherjanum sterka Yakubu í æfingabúðir mánuði fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu. Sport 15.12.2005 14:19
Montgomery hættur Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar á dögunum. Montgomery hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og kennir læknum sínum um að hafa verið dæmdur í bannið, þrátt fyrir að hafa ekki fallið á lyfjaprófi. Sport 15.12.2005 14:47
Verðum að leika vel á sunnudag Hinn leggjalangi Peter Crouch, sem skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í sigrinum á Deportivo Saprissa í dag, segir að Liverpool verði að leika jafn vel eða betur ef þeir ætli sér að sigra Sao Paulo í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn. Sport 15.12.2005 14:11
Sjaldgæfur sigur hjá Leverkusen Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta vann sigur á Brauncschweig í gærkvöldi 80-75, en sigurinn var langþráður hjá Leverkusen sem hefur gengið afar illa á tímabilinu. Jakob skoraði 6 stig í leiknum, en lið hans er engu að enn í botnbaráttunni í deildinni. Sport 15.12.2005 14:05
Ciudad tapaði fyrir Barcelona Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær 26-24, en Ólafur skoraði eitt mark í leiknum. Barcelona skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hefur tveggja stiga forystu á Ciudad sem er í því þriðja. Portland San Antonio er sem fyrr í efsta sætinu. Sport 15.12.2005 14:01
Keane Skrifar undir hjá Celtic Miðjumaðurinn Roy Keane skrifaði nú í dag undir 18 mánaða samning við Glasgow Celtic í Skotlandi og gæti spilað sinn fyrstaleik fyrir félagið þann 1. janúar. Þar með er kapphlaupinu um Keane sem staðið hefur yfir æ síðan hann fór frá Manchester United á dögunum, en þar hafði hann verið lykilmaður í einu sigursælasta liði síðasta áratugar. Sport 15.12.2005 13:53
Besta byrjun Detroit frá upphafi Detroit Pistons sigraði Sacramento Kings í nótt og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins, en liðið hefur unnið 16 af fyrstu 19 leikjum sínum. LA Lakers kláraði keppnisferðalag sitt með góðum útisigri á Memphis og Pat Riley krækti í annan sigur sinn á jafnmörgum dögum sem þjálfari Miami Heat. Sport 15.12.2005 12:50
Liverpool lagði Deportivo Saprissa Liverpool vann auðveldan sigur á Deportivo Saprissa frá Costa Rica nú áðan 3-0 og er því komið í úrslitaleik mótsins þar sem það mætir Sao Paulo frá Brasilíu. Peter Crouch skoraði tvö marka Liverpool í dag og fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði eitt. Sport 15.12.2005 12:13
Liverpool - Deportivo Saprissa í beinni á Sýn Leikur Liverpool og Deportivo Saprissa í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrramálið verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan tíu í fyrramálið. Sigurvegarinn mætir liði Sao Paulo í úrslitaleik mótsins. Sport 14.12.2005 22:22
Bolton slapp fyrir horn Bolton tryggði sér áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Sevilla frá Spáni á heimavelli sínum. Bæði lið fengu færi á að gera út um leikinn, en tap hefði þýtt að Bolton hefði setið eftir með sárt ennið. Buno N´Gotty skoraði mark heimamanna, en Adriano jafnaði leikinn skömmu síðar fyrir gestina, sem höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í 32-liða úrslitin. Sport 14.12.2005 22:16
Keppnistreyja Dwayne Wade vinsælust Það kemur nokkuð á óvart að þegar listinn yfir söluhæstu treyjur NBA leikmanna í Bandaríkjunum er skoðaður, er það treyja merkt bakverðinum Dwayne Wade hjá Miami sem er í efsta sætinu. Listinn er byggður á sölu í NBA búðinni á Manhattan í New York, sem og á sölu á heimasíðu deildarinnar, NBA.com. Sport 14.12.2005 21:37
Manchester United burstaði Wigan Manchester United skaust í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með auðveldum sigri á Wigan 4-0. Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir United í kvöld, Rio Ferdinand eitt og Ruud Van Nistelrooy bætti við því fjórða úr vítaspyrnu. Bobby Zamora tryggði West Ham góðan 2-1 útisigur á Everton eftir að jafnt var í hálfleik 1-1. Sport 14.12.2005 21:57
Tíu mörk Einars dugðu skammt Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Grosswallstadt tapaði fyrir Göppingen 33-28, þar sem Einar Hólmgeirsson fór á kostum og skoraði tíu mörk fyrir Grosswallstadt, en Alexander Petersson skoraði fjögur mörk. Jaliesky Garcia var með fjögur mörk fyrir Göppingen. Kiel skaust á toppinn með því að bursta Nordhorn 42-31. Sport 14.12.2005 21:31
Manchester United yfir gegn Wigan Tveir leikir standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og staðan í hálfleik í leik Manchester United og Wigan er 2-0 fyrir United. Rio Ferdinand og Wayne Rooney skoruðu mörk United í leik sem hefur verið mjög fjörugur. Staðan í leik Everton og West Ham er 1-1, þar sem James Beattie kom Everton yfir, en David Weir jafnaði metin með sjálfsmarki. Sport 14.12.2005 20:57