Erlendar

Fréttamynd

O´Shea meiddur í 4-6 vikur

Varnarmaðurinn John Oshea hjá Manchester United verður frá í einn til einn og hálfan mánuð eftir að í ljós kom að hann er með brákuð rifbein. O´Shea hlaut meiðslin í leiknum gegn Burton Albion á dögunum og þurfti að fara meiddur af velli í leiknum við Liverpool um helgina vegna meiðslanna. Fyrr í dag varð ljóst að Paul Scholes getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Almenn ánægja með nýjan Ferrari

Ferrari hefur nú forlega frumsýnt nýja 2006-bílinn sinn sem hefur fengið heitið 248. Bíllinn var ekinn í fyrsta sinn á Mugello-brautinni á Ítalíu í síðustu viku og var Aldo Costa, hönnuður bílsins var mjög ánægður með útkomuna. "Ég er í skýjunum yfir því hvernig bíllinn er að koma út," sagði hann.

Sport
Fréttamynd

Di Canio aftur í bann

Paolo Di Canio, leikmaður Lazio í ítölsku A-deildinni, hefur aftur verið dæmdur í eins leiks bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að heilsa að fasistasið í deildarleik í síðasta mánuði. Hann þarf auk þess að greiða sekt upp á 10.000 evrur, en hefur nú lofað að hætta þessum uppátækjum.

Sport
Fréttamynd

Það var alltaf möguleiki að hætta eftir HM

Sven-Göran Eriksson hélt blaðamannafund í dag þar sem hann útskýrði sína afstöðu í kjölfar þess að í gærkvöld komst hann að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið um að láta af störfum eftir HM í sumar. Eriksson segir að alltaf hafi legið fyrir sá möguleiki að hann hætti á þessum tíma.

Sport
Fréttamynd

Allardyce talinn líklegasti eftirmaður Eriksson

Leitin að nýjum landsliðsþjálfara Englendinga er nú hafin eftir að ljóst varð að Sven-Göran Eriksson hættir eftir HM í sumar. Sam Allardyce, stjóri Bolton, þykir einna líklegastur til að hreppa starfið, en einnig hafa þeir Steve McClaren hjá Boro, Alan Curbishley hjá Charlton og Martin O´Neil, fyrrum þjálfari Celtic koma einna helst til greina í því sambandi.

Sport
Fréttamynd

McGrady skoraði 41 gegn Bucks

Tracy McGrady skoraði 41 stig fyrir lið sitt Houston í góðum sigri liðsins á Milwaukee á útivelli í nótt 97-80. Houston hefur gengið skelfilega í vetur og hefur liðið að mestu verið án þeirra McGrady og Yao Ming, en McGrady undirstrikaði mikilvægi sitt fyrir liðið í nótt. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee.

Sport
Fréttamynd

Scholes ekki meira með á tímabilinu

Miðjumaðurinn Paul Scholes getur ekki leikið meira með Manchester United á tímabilinu eftir að sérfræðingar greindu hann með augnsjúkdóm. Scholes hefur ekki geta spilað síðan hann varð fyrir höfuðhöggi um áramótin, en honum hefur nú verið gert að taka því rólega í þrjá mánuði, þar sem hann sér tvöfalt með hægra auganu.

Sport
Fréttamynd

Hefur fullan stuðning leikmanna

Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Newcastle United, hafa komið til varnar þjálfara sínum, Graeme Souness og segjast styðja hann heilshugar. Þrátt fyrir það virðist sem að starf hans hangi á bláþræði eftir tap helgarinnar gegn Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Fögnuður hluti af leiknum

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, segir að hann hafi ekki farið yfir strikið í fögnuði sínum gegn Liverpool á sunnudaginn. Þegar Rio Ferdinand skoraði sigurmarkið hljóp Neville að áhangendum Liverpool og fagnaði óspart, Liverpool-áhangendum til lítillar gleði.

Sport
Fréttamynd

Sharapova komst áfram í undanúrslit

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova, komst í dag áfram í undanúrslit á opna ástralska meistaramótunu í tennis sem fram fer í Melbourne. Sigraði hún andstæðing sinn, Nadiu Petrovu, 7-6, 8-6 og 6-4.

Sport
Fréttamynd

Heiðar skoraði fyrir Fulham

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham í tapi liðsins fyrir West Ham á Upton Park í kvöld 2-1. Ferdinand og Benayoun komu heimamönnum í 2-0 í fyrrihálfleik, en Heiðar minnkaði muninn í þeim síðari. Lengra komst Fulham þó ekki í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Sven-Göran mun hætta eftir HM í sumar

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að Sven Göran Eriksson muni láta af störfum sem þjálfari enska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. Eriksson hefur verið miðpunktur hneykslismála tengdum og ótengdum starfi sínu á undanförnum misserum.

Sport
Fréttamynd

Ekki látinn taka pokann sinn

Graeme Souness heldur enn starfi sínu sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir að hafa átt fund með stjórnarformanni félagsins í dag. Margir voru á því að Souness yrði rekinn í dag eftir enn eitt tap liðsins um helgina, en þeir Freddy Shepherd og Souness áttu aðeins tíu mínútna langan fund eftir hádegið þar sem Souness sagði að þeir hefðu ræðst við á jákvæðum nótum.

Sport
Fréttamynd

Arsenal kaupir Mart Poom

Markvörðurinn Mart Poom hefur nú skrifað undir samning við Arsenal og er genginn formlega í raðir félagsins eftir að hafa verið í herbúðum liðsins sem lánsmaður frá Sunderland. Poom kemur frá Eistlandi og er annar varamarkvörður Arsenal á eftir Manuel Almunia.

Sport
Fréttamynd

Ashton formlega kominn í raðir West Ham

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham gekk í dag formlega frá kaupum sínum á framherjanum Dean Ashton frá Norwich City fyrir 7,25 milljónir punda. Ashton, sem er 22 ára gamall, stóðst læknisskoðun hjá Lundúnaliðinu í dag og er því kominn aftur í úrvalsdeildina þar sem hann stóð sig ágætlega áður en Norwich féll í fyrstu deildina.

Sport
Fréttamynd

West Ham og Fulham mætast í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en það er viðureign West Ham og Fulham sem fram fer á Upton Park í London. Talið er líklegt að gamla brýnið Teddy Sheringham gæti verið orðinn klár í slaginn með West Ham, en eins má gera ráð fyrir því að Heiðar Helguson verði í eldlínunni með liði sínu Fulham. Leikurinn hefst klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

Nígería vann nauman sigur á Gana

Nígería vann nauman 1-0 sigur á Gana í dag í Afríkukeppninni í knattspyrnu. Það var bakvörðurinn Taye Taiwo hjá Marseille sem skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok fyrir framan troðfullan El Masry leikvanginn í Port Said.

Sport
Fréttamynd

Yfirheyrður vegna blaðaskrifa um helgina

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu var kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu í dag eftir að seinni hluti risagreinar um hann í helgarblaðinu News of the World var birtur í gær, en þar á Eriksson að hafa sagt dulbúnum blaðamönnum að spilling ríkti innan enska knattspyrnusambandsins.

Sport
Fréttamynd

Minni hagnaður á síðasta ári

Manchester United hefur gefið út að hagnaður af rekstri félagsins á síðustu tólf mánuðum hafi verið 46 milljónir punda, en það er um 12 milljónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þetta er rekið til minni sjónvarpstekna sem að mestu skrifast á fall liðsins úr Meistaradeild Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Pittsburgh og Seattle í úrslit

Það verða Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks sem mætast í úrslitaleiknum um ofurskálina í ameríska fótboltanum. Steelers unnu öruggan sigur á Denver Broncos í gær 34-17 og Seattle lagði Carolina Panthers 34-14. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Seattle kemst alla leið í úrslitaleikinn, en hann fer fram í Detroit þann 5. febrúar næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Samningi Xavier rift

Úrvalsdeildarlið Middlesbrough hefur ákveðið að rifta samningi sínum við portúgalska varnarmanninn Abel Xavier, sem féll á lyfjaprófi í haust eftir að sterar fundust í sýni sem úr honum var tekið eftir Evrópuleik. Xavier hefur áfrýjað úrskurði lyfjanefndarinnar, en ekki er búist við að átján mánaða banninu sem hann fékk verði aflétt.

Sport
Fréttamynd

Souness verður ekki rekinn

Dean Saunders, aðstoðarstjóri Newcastle, vísar fréttum breska blaðsins Guardian í dag á bug og segir að Souness verði ekki rekinn í dag. Gengi Newcastle hefur verið afleitt á leiktíðinni og langt undir væntingum stjórnar og stuðninsmanna. "Blöðin hafa verið uppfull af svona fréttum í margar vikur, en við höldum bara áfram að vinna vinnuna okkar," sagði Saunders.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 10 stig í sigri Napoli

Napoli, lið Jóns Arnar Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfubolta, vann góðan útisigur á Bologna í gærkvöldi 90-80. Jón Arnór skoraði 10 stig í leiknum og er lið hans sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar. Logi Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir lið sitt Bayreuth í sigri á Stuttgart 90-76 í þýsku 2. deildinni.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Bryant sýndur í dag

Söguleg skotsýning Kobe Bryant frá því í nótt, þar sem hann sallaði 81 stigi á Toronto Raptors, verður endursýnd á NBA TV á Digital Ísland klukkan 16 í dag og aftur um klukkan 19 í kvöld. Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að verða vitni að sýningu Bryant, en þetta var annað hæsta stigaskor eins leikmanns í sögu deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Denver skellti meisturnum

Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni.

Sport
Fréttamynd

Tottenham lánar Ziegler til Wigan

Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur hefur ákveðið að lána svissneska landsliðsmanninn Reto Ziegler til Wigan út leiktíðina, en hinn ungi leikmaður var fyrir skömmu kallaður til baka úr láni frá Hamburg í Þýskalandi. Talið var að hann færi beint inn í leikmannahóp Tottenham á ný eftir Þýskalandsförina, en hann hefur nú verið lánaður til nýliðanna.

Sport
Fréttamynd

Nýr McLaren frumsýndur í Barcelona

Pedro de la Rosa, æfingaökumaður hjá McLaren, frumsýndi í dag nýjan bíl frá framleiðandanum á æfingabraut í Barcelona á Spáni. Rosa var ánægður með bílinn og sagði hann gefa góð fyrirheit. "Ég er auðvitað bara búinn að taka örfáa hringi á bílnum, en hann lofar mjög góðu," sagði Spánverjinn.

Sport
Fréttamynd

Federer marði Haas

Roger Federer marði sigur á Tommy Haas á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag og er kominn í undanúrslit á mótinu. Fátt benti til annars en að Federer yrði öruggur sigurvegari eftir að hann vann auðveldan sigur í fyrstu tveimur settunum, en Haas sýndi mikla festu og vann næstu tvö sett.

Sport
Fréttamynd

Fagnaðarlætin rannsökuð

Fagnaðarlæti fyrirliða Manchester United gegn Liverpool í gær eru nú höfð til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester. Gary Neville þótti storka stuðningsmönnum Liverpool með látbragði sínu í gær eftir að félagi hans Rio Ferdinand skoraði sigurmark United gegn Liverpool. Svona hegðun er litin alvarlegum augum á Englandi og talin geta valdið uppþotum milli stuðningsmanna.

Sport
Fréttamynd

Leikurinn er á NBA-TV

Nú er verið að sýna leik LA Lakers og Toronto á sjónvarpsstöðunni NBA-TV sem finna má á digital Ísland afruglaranum. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum sem er það næst mesta í sögu NBA-deildarinnar.

Sport