Erlendar

Fréttamynd

Stórleikur á Sýn í kvöld

Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni.

Sport
Fréttamynd

City lagði Charlton

Manchester City lagði Charlton 3-2 í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mörk City gerðu Richard Dunne, Georgios Samaras og Joey Barton, en Darren og Marcus Bent gerður sitt hvort markið fyrir gestina.

Sport
Fréttamynd

Mancini horfir á annað sætið

Roberto Mancini, þjálfari Inter, segist í dag vera meira að einbeita sér að því að ná öðru sætinu í A-deildinni en að steypa Juventus af stalli á toppnum. Juventus og Inter mætast einmitt í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:25.

Sport
Fréttamynd

City yfir gegn Charlton

Manchester City hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Charlton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Richard Dunne sem skoraði mark heimamanna eftir 20 mínútna leik.

Sport
Fréttamynd

Hermann í byrjunarliði Charlton

Hermann Hreiðarsson stendur í vörn Charlton að vanda þegar liðið sækir Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leikurinn hefst nú klukkan 16.

Sport
Fréttamynd

Verðskuldað stig hjá Sunderland

Lið Tottenham Hotspurs fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Sunderland á útivelli. Robbie Keane kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var liðið, sem er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta ári, gjörsamlega á hælunum og gaf Daryl Murphy ódýrt jöfnunarmark þegar skammt var til leiksloka.

Sport
Fréttamynd

Tottenham yfir gegn Sunderland

Tottenham Hotspurs hefur yfir 1-0 í hálfleik á útivelli gegn botnliði Sunderland í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var Robbie Keane sem skoraði mark Lundúnaliðsins á 38. mínútu, en fátt virðist blasa við liði Sunderland annað en fall í 1. deild í vor.

Sport
Fréttamynd

Celtic vann borgarslaginn

Celtic vann góðan sigur á grönnum sínum í Rangers í Glasgow-slagnum í skoska boltanum í dag 1-0 með marki frá Maciej Zurawski. Celtic hefur þar með styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar og hefur 21 stigs forskot á granna sína.

Sport
Fréttamynd

Memphis lagði LA Lakers

Memphis Grizzlies lagði LA Lakers á útivelli í nótt 100-99, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Pau Gasol var góður í liði Memphis og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Kobe Bryant var með 26 stig hjá Lakers.

Sport
Fréttamynd

Pearce skiptir um skoðun

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, virðist hafa skipt um skoðun varðandi áhuga á að taka við enska landsliðinu, því eftir að hafa brugðist reiður við þegar hann var fyrst orðaður við starf landsliðsþjálfara, hefur hann nú viðurkennt að hann mundi ræða við enska knattspyrnusambandið ef það leitaði til hans.

Sport
Fréttamynd

Celtic yfir gegn Rangers

Glasgow Celtic hefur yfir gegn grönnum sínum í Rangers í borgarslagnum í skoska boltanum þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Það var Maciej Zurawski sem skoraði mark Celtic snemma leiks, sem er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld

Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá United

Manchester United vann auðveldan sigur á Portsmouth á útivelli í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag 3-1, eftir að hafa nánast gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar liðið náði 3-0 forystu. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir United og Ruud Van Nistelrooy skoraði eitt, en Matthew Taylor minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Framherjar af gamla skólanum

Chris Coleman, stjóri Fulham, var mjög sáttur við framherja sína Brian McBride og Heiðar Helguson eftir sigur liðsins á West Brom í dag og sagði þá framherja af gamla skólanum sem væru sannkölluð martröð fyrir varnarmenn mótherjanna.

Sport
Fréttamynd

United með þægilega forystu

Manchester United hefur þægilega 3-0 forystu í hálfleik gegn Portsmouth á útivelli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur skorað tvö mörk og Ruud Van Nistelrooy eitt.

Sport
Fréttamynd

Áttum skilið að tapa

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, viðurkenndi að hans menn hefðu átt skilið að tapa fyrir Middlesbrough í dag en 3-0 tapið var stærsta tap liðsins undir stjórn Mourinho. "Þetta er aðeins þriðja tapið mitt í deildinni síðan ég tók við. Við töpuðum fyrir Manchester-liðunum á sínum tíma og áttum það alls ekki skilið - en í dag áttum við skilið að tapa," sagði Mourinho.

Sport
Fréttamynd

Benitez ánægður með sigur Liverpool

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var mjög sáttur við að ná í öll þrjú stigin gegn Wigan á útivelli fyrr í dag og sagði þau hafa verið liði sínu lífsnauðsynleg í toppbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

Frábær frammistaða Heiðars

Breskir netmiðlar eru á einu máli um að Heiðar Helguson hafi verið maður leiksins í dag þegar Fulham burstaði West Brom 6-1. Heiðar skoraði tvö mörk í leiknum, en auk þess kom sjáflsmark West Brom eftir skot frá honum og þá átti Heiðar stóran þátt í marki félaga síns Brian McBride. Vefur Sky gefur Heiðari 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína og útnefnir hann mann leiksins.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur hjá Fulham - Tap hjá Chelsea

Chelsea tapaði 3-0 fyrir Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag og er þetta stærsta tap liðsins í deildinni undir stjórn Jose Mourinho. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk fyrir Fulham í 6-1 sigri liðsins á West Brom. Arsenal náði jafntefli við Bolton með marki á síðustu mínútu leiksins.

Sport
Fréttamynd

Boro komið í 3-0 gegn Chelsea

Middlesbrough er komið í 3-0 gegn Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þegar enn er stundarfjórðungur til leiksloka, en þetta er í fyrsta sinn sem lið Chelsea fær á sig þrjú mörk í deildarleik síðan Jose Mourinho tók við liðinu. Fabio Rochemback, Stewart Downing og Yakubu hafa skorað mörk Boro í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Denver stöðvaði sigurgöngu Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að 13 leikja sigurgöngu Dallas lauk í Denver þar sem heimamenn höfðu sigur 113-104. Kenyon Martin sneri aftur úr meiðslum og skoraði 34 stig fyrir Denver, en Keith Van Horn skoraði 21 stig fyrir Dallas.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Helguson búinn að skora tvisvar

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar Helguson er búinn að skora bæði mörk Fulham sem er 2-0 yfir gegn West Brom og Middlesbrough hefur yfir 2-0 gegn Chelsea. Bolton hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Highbury, Everton er yfir 1-0 gegn Blackburn og Newcastle hefur yfir 2-1 á útivelli gegn Aston Villa.

Sport
Fréttamynd

Wenger neitaði að taka við Englendingum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú greint frá því að hann hafi afþakkað boð um að taka við enska landsliðinu eftir að Kevin Keegan hætti árið 2000. Wenger segir að mun heppilegra sé að heimamaður stýri liðinu en útlendingur.

Sport
Fréttamynd

Heiðar kemur Fulham yfir

Það tók Heiðar Helguson aðeins 4 mínútur að láta að sér kveða í leik Fulham og West Brom, en hann skoraði fyrsta mark sinna manna eftir sendingu frá Brian McBride.

Sport
Fréttamynd

Heiðar og Eiður byrja

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti West Brom á heimavelli sínum og Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem sækir Middlesbrough heim, en þar skoruðu heimamenn reyndar mark eftir rétt rúma mínútu og þar var að verki Fabio Rochemback.

Sport
Fréttamynd

Liverpool lagði Wigan

Liverpool náði að rétta úr kútnum í dag með 1-0 útisigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni, en liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð. Það var varnarmaðurinn Sami Hyypia sem skoraði mark gestanna á 30. mínútu. Liverpool er enn í þriðja sæti deildarinnar, en Wigan í því 6.

Sport
Fréttamynd

Mayweather með stórar yfirlýsingar

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather er með skýr skilaboð til hins breska Ricky Hatton sem ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum á næsu mánuðum. "Ef Hatton ætlar að berjast við mig, fer eins fyrir honum og Prinsinum á sínum tíma. Ef hann fer inn í hringinn með mér, verður hann laminn og kemur aldrei til Bandaríkjanna aftur," sagði Mayweather.

Sport
Fréttamynd

Heskey fær bann og sekt

Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham hefur verið dæmdur í eins leiks bann og verið gert að greiða fimm þúsund pund í sekt fyrir dólgslega hegðun eftir að hann var rekinn af leikvelli í leik gegn Arsenal á dögunum. Hann missti af bikarleik í vikunni og missir nú líka af deildarleiknum við West Ham um helgina.

Sport
Fréttamynd

Udinese rekur þjálfarann

Ítalska A-deildarliðið Udinese rak í dag þjálfara sinn Serse Cosmi, en hann er níundi þjálfarinn í deildinni sem fær að taka pokann sinn í vetur. Við starfi hans tekur Loris Dominissini, sem áður stýrði liði smáliði Como og hóf það úr neðri deildunum á Ítalíu og upp í A-deildina fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Egyptar Afríkumeistarar

Egyptar tryggðu sér nú áðan Afríkubikarinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Fílabeinsströndina í vítakeppni eftir markalausan leik og framlengingu. Didier Drogba hjá Chelsea var einn þeirra sem misnotuðu vítaspyrnu sína í vítakeppninni.

Sport