Erlendar

Fréttamynd

Við erum litla liðið í úrslitaleiknum

Steve McClaren segir að spænska liðið Sevilla verði klárlega talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en segist ekkert hafa á móti því að sínir menn verði taldir litla liðið fyrir leikinn. Bein útsending verður frá leiknum á Sýn í kvöld og hefst hún klukkan 18:00.

Sport
Fréttamynd

Roader fær undanþágu

Nú stendur fátt í vegi fyrir því að Glenn Roader fái að taka við stjórn Newcastle eftir allt saman, en beiðni félagsins um að vita honum undanþágu sem knattspyrnustjóra var hafnað á dögunum. Roader hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni, en stjórnarformaður Newcastle hefur nú hlotið stuðning kollega sinna í deildinni um að hleypa Roader að og mun hann afla sér tilskilinna réttinda meðfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri.

Sport
Fréttamynd

Alan Smith gæti orðið klár í september

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðjumaðurinn Alan Smith gæti mögulega verið orðinn góður af meiðslum sínum í september í haust, en ef hann byrjar að spila þá eins og áætlað er, yrði það sjö mánuðum eftir að hann fótbrotnaði mjög illa í bikarleik gegn Liverpool. "Ég hef trú á því að hann snúi aftur í byrjun september. Hugarfar hans er ótrúlegt og meiðslin virðast engin áhrif hafa á andann í drengnum," sagði Alex Ferguson í viðtali í dag.

Sport
Fréttamynd

Thompson og Henchoz látnir fara

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga þeirra Stephane Henchoz og David Thompson og eru þeir því á leið frá félaginu í sumar. Þá hefur félagið skilað hinum unga Reto Ziegler aftur til Tottenham, en hann hafði verið á lánssamningi hjá félaginu í nokkra mánuði.

Sport
Fréttamynd

Eiður hefur ekki rætt við Blackburn

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að engar viðræður hafi farið fram milli Eiðs og forráðamanna Blackburn Rovers eins og fram hefur komið í breskum fjölmiðlum undanfarið. Eiður á eins og er í viðræðum við Chelsea um framtíð sína. Þetta kemur fram á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Sport
Fréttamynd

Dallas burstaði meistarana

Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Detroit

Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo sáttur við að vera áfram

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid segist vel geta hugsað sér að vera áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili, en talið var víst að hann yrði jafnvel seldur í sumar. Ronaldo segir hlutina væntanlega koma betur í ljóst eftir HM í sumar og þá þegar nýr forseti hefur verið kosinn hjá spænska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Rick Adelman látinn fara

Vefsíðan Sacramento Bee í Bandaríkjunum hefur í kvöld eftir heimildarmönnum sínum að síðar í kvöld verði haldinn blaðamannafundur hjá liði Sacramento Kings þar sem þjálfara liðsins verði sagt upp störfum. Samningur hans við félagið er að renna út og verður ekki endurnýjaður ef marka má þessar nýjustu fregnir.

Sport
Fréttamynd

Robson verður ekki rekinn

Stjórnarformaður West Brom, sem nýlega féll úr ensku úrvalsdeildinni, tilkynnti í kvöld að knattspyrnustjóri félagsins, Bryan Robson, yrði áfram við stjórn hjá félaginu. Formaðurinn sagði stöðugleika lykilinn að því að ná árangri og sagðist ekki hafa trú á því að það að reka stjórann væri endilega besta lausnin í stöðunni.

Sport
Fréttamynd

Manchester United hafði betur

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United 1-0 sigur á Glasgow Celtic í kvöld í sérstökum kveðjuleik til heiðurs Roy Keane. Ronaldo skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks eftir laglegan undirbúning frá Ryan Giggs. Roy Keane spilaði síðari hálfleikinn í treyju Manchester United að viðstöddum nálægt 70.000 áhorfendum á Old Trafford í Manchester.

Sport
Fréttamynd

Watford og Leeds mætast í úrslitum

Nú er ljóst að það verða Watford og Leeds United sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust, eftir að Watford gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Watford vann fyrri leikinn 3-0 á útivelli og því var alltaf á brattann að sækja fyrir lærisveina Ian Dowie í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Logi skoraði 6 mörk í sigri Lemgo

Íslendingaliðið Lemgo vann góðan 30-25 sigur á sterku liði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Boðar reglubreytingar á næsta ári

David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

McClaren vill klára dæmið með stæl

Juande Ramos, þjálfari Sevilla frá Spáni, segist búast við erfiðum leik þegar lið hans mætir Middlesbrough í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, en það verður einmitt síðasti leikur McClaren sem stjóri Middlesbrough. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn Liverpool sitja í súpunni

Nokkrir af stuðningsmönnum Liverpool gætu nú þurft að sætta sig við að missa af úrslitaleiknum í enska bikarnum í Cardiff um næstu helgi eftir að fjöldi miða á leikinn voru á meðal þess sem stolið var úr sendibíl frá póstinum í miðborg Liverpool á föstudaginn. Miðarnir hafa þegar verið gerðir ógildir en miðasalan í Cardiff hefur neitað að gera aðra miða í stað þeirra sem stolið var og því missa stuðningsmennirnir líklega af leiknum vegna þessa leiðindaatviks.

Sport
Fréttamynd

Nadal stefnir óðum að metinu

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal stefnir nú hraðbyri að meti Guillermo Vila yfir flesta sigurleiki í röð á leirvelli, en í dag vann hann sinn 48. leik í röð þegar hann lagði Carlos Moya í fyrstu umferð Masters-mótsins í Róm. Nadal vann sigur 6-1,2-6 og 6-2 og getur náð meti Vila ef hann ver titil sinn frá í fyrra á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Tottenham heimtar annan leik

Forráðamenn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú ritað formanni deildarinnar bréf og farið þess á leit að leikur liðsins við West Ham í lokaumferð mótsins á sunnudag verði endurtekinn í kjölfar þess að flestir leikmenn Tottenham þjáðust af matareitrun daginn sem leikurinn fór fram. Tottenham tapaði leiknum og missti fyrir vikið af sæti í meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Spilar ekki kveðjuleik Alan Shearer

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur farið þess á leit að Michael Owen taki ekki þátt í kveðjuleik Alan Shearer á St. James´ Park á laugardaginn þar sem hann vill að framherjinn jafni sig betur af meiðslum sínum. Það verða Newcastle og Glasgow Celtic sem mætast í kveðjuleik Shearer um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ætlar sér stóra hluti í Ameríku

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Slasaðist í átökum á næturklúbbi

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge lenti í átökum á næturklúbbi í London í gærkvöldi og slasaðist lítillega á andliti. Hann var staddur á klúbbnum ásamt nokkrum öðrum leikmönnum til að fagna því að deildarkeppninni væri lokið, en lenti í riskingum við nokkra menn og voru þrír þeirra handteknir í kjölfarið. Bridge hlaut lítinn skurð í andlitinu en afþakkaði aðstoð sjúkraliða sem kallaðir voru á svæðið.

Sport
Fréttamynd

Engar auglýsingar á búningum Barcelona

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona ætlar að halda í gamlar hefðir sínar og bera ekki auglýsingu styrktaraðila framan á treyju sinni á næstu leiktíð. Barcelona er eina stórliðið í Evrópu sem ekki ber auglýsingar á treyjunum, en þó samningaviðræður við hugsanlega stuðningsaðila hafi staðið yfir undanfarið, var ákveðið að bakka út úr þeim.

Sport
Fréttamynd

Tim Howard lánaður til Everton

Manchester United hefur ákveðið að lána bandaríska markvörðinn Tim Howard til Everton í eitt ár. Howard hefur ekki fengið mörg tækifæri í marki United síðan Hollendingurinn Edwin van der Sar gekk í raðir liðsins, en búast má við að Howard verði aðalmarkvörður Everton á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Mourinho stjóri ársins

Jose Mourinho var í morgun kjörinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en sérstök nefnd þjálfara, leikmanna og stuðningsmanna stendur að valinu. Undir stjórn Mourinho vann Chelsea annan meistaratitil sinn í röð, en það afrek hefur aðeins Manchester United unnið síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Sport
Fréttamynd

Phoenix hafði betur í skoteinvígi við Clippers

Það var lítið um varnir í fyrsta leik Phoenix Suns og LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt, þar sem heimamenn höfðu sigur 130-123. Steve Nash var afhent styttan fyrir að vera kjörinn verðmætasti leikmaður ársins fyrir leikinn, en hann féll klárlega í skuggann af öðrum leikmanni lengst af í nótt í leik sem sýndur var beint á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

New Jersey skellti Miami

New Jersey Nets vann í nótt nokkuð auðveldan sigur á Miami 100-88 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni. New Jersey hafði gott forskot allan leikinn, en þó heimamenn næðu góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum, var sigur Nets aldrei í hættu.

Sport
Fréttamynd

Chris Paul nýliði ársins

Bandaríska dagblaðið Times-Picayune hefur eftir heimildarmanni sínum í NBA deildinni að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets verði útnefndur nýliði ársins í deildinni á miðvikudaginn. Þessar fréttir hafa enn ekki verið staðfestar, en reynist þær réttar, koma þær sannarlega ekki á óvart. Paul bar höfuð og herðar yfir aðra nýliða í deildinni í vetur og líklega yrði það að teljast hneyksli ef annar maður hlyti nafnbótina.

Sport
Fréttamynd

Leeds í úrslitaleikinn

Leeds tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári þegar liðið lagði Preston 2-0 á útivelli og samtals 3-1. Rob Hulse og Frazer Richardson skoruðu mörk Leeds í kvöld og náði liðið að halda forystu sinni í leiknum þrátt fyrir að tveimur leikmönnum liðsins væri vísað af velli með rauð spjöld í síðari hálfleiknum. Leeds mætir Crystal Palace eða Watford í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Koeman tekur við PSV

Ronald Koeman hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri PSV Eindhoven í Hollandi og hefur þegar skrifað undir tveggja ára samning við hollenska liðið. Hann sagði upp störfum hjá portúgalska liðinu Benfica í dag og sagði fjölskylduástæður hafa ráðið miklu um að hann kaus að snúa aftur til heimalandsins. Koeman stýrði Benfica í þriðja sæti deildarinnar, en undir stjórn hans náði liðið óvæntum árangri í meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Wallace varnarmaður ársins

Ben Wallace, miðherji Detroit Pistons, hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í fjórða sinn á ferlinum. Wallace er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að hljóta þessa nafnbót fjórum sinnum á ferlinum.

Sport