Íþróttir

Fréttamynd

Lyon leiðir í Frakklandi

Í 1. deild í Frakklandi hefur Lyon forystu eftir 2-1 sigur á Monakó. 21 árs Brasilíumaður, Fred að nafni, lék fyrsta leik sinn fyrir Lyon og skoraði bæði mörk liðsins. Lyon er með 16 stig en Paris St. Germain, sem vann Strassborg 1-0, er í öðru sæti með 13 stig.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen sigraði á Spa

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í Formúlu 1 eftir góðan sigur á Spa brautinni í Belgíu í dag. Félagi hans Juan Pablo Montoya leiddi kappaksturinn lengst af, en lenti í óhappi og þurfti að hætta keppni.

Sport
Fréttamynd

Clijsters vann opna bandaríska

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters vann í nótt auðveldan sigur á frönsku stúlkunni Mary Pierce í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Clijsters sigraði 6-3 og 6-1, en þetta var fyrsti sigur hennar á stórmóti.

Sport
Fréttamynd

Árni og félagar í efsta sæti

Árni Gautur Arason og félagar í Våleringa komust í gær í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Våleringa sigraði Molde 3-1. Viking Stavanger sigraði Noregsmeistarana í Rosenborg 3-2. Daninn Allan Borgvardt kom inn á í lið Vikings þegar staðan var 2-1 fyrir Rosenborg.

Sport
Fréttamynd

Grétar Rafn spilaði ekki

Grétar Rafn Steinsson lék ekki með AZ Alkmar þegar liðið burstaði Roosendaal 7-0 í hollensku 1. deildinni í gær. Alkmarliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína og er í fyrsta sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Frjálsíþróttamenn ársins

Í gær tilkynnti alþjóða frjálsíþróttasambandið um val sitt á frjálsíþróttamönnum ársins. Það voru langhlauparinn Kenenisa Bekele og stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva sem urðu fyrir valinu í karla- og kvennaflokki og þarf það ekki að koma á óvart í ljósi góðrar frammistöðu heimsmetshafanna á árinu.

Sport
Fréttamynd

Pétur sigraði á Hálandaleikunum

Fyrrum kúluvarparinn Pétur Guðmundsson sigraði glæsilega á Hálandaleikunum sem fram fóru á Akranesi í blíðskaparveðri í dag. Auðunn Jónsson hafnaði í öðru sæti og Sæmundur Sæmundsson kom þriðji.

Sport
Fréttamynd

Clijsters og Pierce í úrslit í USA

Kim Clijsters frá Belgíu vann góðan sigur á stigahæstu tenniskonu heims í undanúrslitunum á opna bandaríska meistaramótinu í gærkvöldi og er því komin í úrslitin ásamt Mary Pierce frá Frakklandi.

Sport
Fréttamynd

Heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs

Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi í gær rúmenska liðið Steaua Búkarest í heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins. Í leik í Búkarest gegn Shelbourne frá Írlandi hæddust stuðningsmenn rúmenska liðsins að tveimur þeldökkum leikmönnum írska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Síðasta umferð 2. deildar í dag

Síðasta umferð 2. deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag. Leiknir og Stjarnan hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild og Leiftur/Dalvík er fallið úr deildinni.

Sport
Fréttamynd

Montoya á ráspól á Spa

Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya verður á ráspól í Belgíu á morgun eftir að hann ók manna best í tímatökunum á Spa brautinni nú í hádeginu. Félagi hans Kimi Raikkönen hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og greinilegt að bíll þeirra er að virka vel núna.

Sport
Fréttamynd

Armstrong verður látinn í friði

Hein Verbruggen, yfirmaður alþjóða hjólreiðasambandsins, segir að sambandið muni ekkert aðhafast þrátt fyrir þungar ásakanir á hendur hjólreiðakappanum Lance Armstrong, en blöð í Frakklandi halda því stöðugt fram að hann hafi notað ólögleg lyf í Frakklandshjólreiðunum árið 1999.

Sport
Fréttamynd

Gunnar með þrjú brons

Gunnar Örn Ólafsson hefur unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi en keppt er í Tékklandi. Bára Bergmann vann bronsverðlaun í sínum flokki í 400 metra fjórsundi.

Sport
Fréttamynd

NFL-deildin hafin

Keppni í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hófst í gærkvöldi. Meistarar síðasta árs, New England Patriots, sigruðu Oakland Raiders 30-20. 

Sport
Fréttamynd

Hálandaleikarnir á morgun

Íslandsmótið í Hálandaleikum fer fram á Akranesi á morgun, þar sem margir af öflugustu kraftajötnum landsins verða saman komnir á skotapilsum og reyna með sér í fjölda greina. Leikar hefjast klukkan 14 á morgun, laugardag, við Skógræktina á Akranesi.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen með besta tímann á Spa

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tímanum á æfingum á Spa brautinni í Belgíu í morgun, en hellirigning var á brautinni. Það var félagi Raikkönen hjá McLaren, Alex Wurz, sem náði öðrum besta tímanum.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistari í þremur flokkum

Japaninn Keiji Suzuki komst í metabækurnar í gær þegar hann varð fyrsti júdókappinn til þess að vinna heimsmeistaratitil í þremur mismunandi þyngdarflokkum. Suzuki sigraði Úkraínumanninn Vitaly Bubon á ippon í úrslitum í mínus 100 kílógramma flokki.

Sport
Fréttamynd

Bætti meyjametið í kringlukasti

Ragnheiður Anna Þórsdóttir bætti eigið meyjamet í kringlukasti um rúman metra í gær þegar hún kastaði 55,24 metra á móti í Kaplakrika.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Federer

Roger Federer, stigahæsti tennisleikari heims, vann auðveldan sigur á David Nalbandian í fjórðungsúrslitum opna bandaríska meistaramótinu í nótt, 6-2, 6-4 og 6-1. Federer mætir Lleyton Hewitt í undanúrslitum mótsins.

Sport
Fréttamynd

Sterkir í skotapilsum á Skagnum

Í dag verður Íslandsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flestir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni "Verndara".

Sport
Fréttamynd

Agassi í undanúrslit

Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem fram fer í New York um þessar mundir. Agassi bar sigurorð af landa sínum James Blake í gærkvöldi 3-2, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu settunum.

Sport
Fréttamynd

Alonso vonar að Kimi geri mistök

Spænski formúluökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki vera að hugsa um heimsmeistaratitilinn þegar hann keppir á Spa brautinni í Belgíu á sunnudaginn, en svo gæti farið að hann titillinn yrði hans um helgina.

Sport
Fréttamynd

Alonso íþróttamaður ársins á Spáni

Ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault í Formúlu eitt, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins á Spáni og verður heiðraður af konungi landsins við sérstaka athöfn í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Armstrong íhugar endurkomu

Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong segist vera að íhuga að fresta því að hætta keppni í hjólreiðum um eitt ár og útilokar ekki að taka þátt í Tour de France á næsta ári, þó ekki væri nema bara til að nudda því framan í gagnrýnendur sína.

Sport
Fréttamynd

Sharapova í undanúrslitin

Rússneska tennisdrottiningin Maria Sharapova og Kim Clijsters frá Belgíu, komust í gær í undanúrslitin á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York.

Sport
Fréttamynd

Barrichello kvaddi Monza

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello kvaddi Monza brautina dapur í bragði eftir keppnina þar um síðustu helgi, því það verður síðasta keppni hans á heimavelli Ferrari sem ökumaður liðsins. Hann segist þó ekki koma til með að gráta það að hætta að keppa með Michael Schumacher.

Sport
Fréttamynd

Unnu silfur á HM þroskaheftra

Gunnar Örn Ólafsson og Úrsúla Baldursdóttir unnu bæði til silfurverðlauna í gær á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi. Gunnar tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi en Úrsúla varð í öðru sæti í 200 metra fjórsundi og sjötta í 800 metra skriðsundi. Bára Bergmann varð í fimmta sæti. Bára varð í 6. sæti í 100 metra flugsundi og Jón Gunnarsson í 8. sæti í 400 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Agassi sýndi gamla takta

Gamla kempan Andre Agassi er kominn í fjórðungsúrslit á Opna Bandaríska Meistaramótinu í tennis eftir að hann lagði Xavier Malisse, 6-3, 6-4, 6-7 (5-7), 4-6 og 6-2 í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum

Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum í enska boltanum hér á Vísi.is fékk í gær afhent glæsileg verðlaun fyrir góðan árangur sinn í leiknum á síðasta tímabili, en það var Jón Óskar Hauksson úr Keflavík sem varð hlutskarpastur og fær að launum ferð fyrir tvo til Englands.

Sport
Fréttamynd

Jerry Rice leggur skóna á hilluna

Jerry Rice hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í ameríska fótboltanum, 42 ára gamall, en hann hefur gripið flestar sendingar allra leikmanna í sögu NFL deildarinnar. Tilfinningarnar báru þennan mikla kappa ofurliði þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í gær.

Sport