Íþróttir

Fréttamynd

Eins og nýtt lið

Steve Bruce var að vonum kátur með sigur sinna manna á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en 1-0 sigur liðsins lyfti því af fallsvæðinu í deildinni. Kollegi hans Sam Allardyce var þó skiljanlega ekki jafn hress með niðurstöðuna.

Sport
Fréttamynd

Haukar í vænlegri stöðu

Haukastúlkur eru komnar í afar vænlega stöðu í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan útisigur á Keflavík 79-77 í æsispennandi öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Megan Mahoney skoraði 33 stig í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus yfirburðamaður og skoraði 37 stig. Haukar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og geta tryggt sér titilinn á heimavelli sínum í þriðja leiknum á föstudaginn.

Sport
Fréttamynd

Haukar komnir yfir

Haukastúlkur hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu í leiknum gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Haukar voru 11 stigum undir í hálfleik, en þegar þriðja leikhluta lauk hafði liðið náð forystu 61-56. Leikurinn fer fram í Keflavík, en nái Haukar að sigra í kvöld getur liðið klárað dæmið á heimavelli sínum á föstudaginn.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflavíkurstúlkur hafa yfir 48-34 í hálfleik gegn deildarmeisturum Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Lakiste Barkus hefur farið mikinn í liði heimamanna og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Birmingham úr fallsæti

Lærisveinar Steve Bruce í Birmingham unnu gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið skellti Bolton á heimavelli sínum 1-0 með marki frá Jiri Jarosik. Sigurinn þýðir að Birmingham hefur lyft sér af fallsvæðinu og því er ljóst að Bruce getur andað léttar í nokkra daga. Tapið er Bolton á hinn bóginn mjög dýrt í baráttunni um sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Inzaghi skaut Milan í undanúrslitin

Framherjinn knái Filippo Inzaghi skaut lið sitt AC Milan í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Milan lagði franska liðið Lyon 3-1 á heimavelli sínum San Siro. Lyon var með pálmann í höndunum lengst af og flest benti til þess að liðið færi áfram í keppninni á marki skoruðu á útivelli. Inzaghi skoraði sitt annað mark fyrir Milan á 88. mínútu og Shevchenko gerði út um leikinn skömmu síðar eftir að Frakkarnir tjölduðu öllu til að reyna að jafna leikinn og gerðu mistök í vörninni.

Sport
Fréttamynd

Villareal í undanúrslitin

Spænska smáliðið Villareal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á ítalska stórliðinu Inter Milan í kvöld. Það var varnarmaðurinn Rodolfo Arruabarrena sem skoraði sigurmark spænska liðsins í kvöld og því er Villareal komið áfram á marki skoruðu á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Villareal komið yfir

Spænska liðið Villareal stendur nú vel að vígi í einvíginu við Inter Milan í Meistaradeildinni því liðið hefur náð forystu 1-0 í síðari leik liðanna á Spáni. Það var Arruabarrena sem skoraði mark heimamanna á 58. mínútu og því er Villareal með pálmann í höndunum með mark skorað á útivelli í fyrri leiknum. Eins og staðan er núna eru því bæði Mílanóliðin á leið úr keppni í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Birmingham yfir gegn Bolton

Birmingham hefur yfir 1-0 gegn Bolton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og er því á góðri leið með að ná sér í mikilvæg stig í fallbaráttunni. Það var Jiri Jarosik sem skoraði mark heimamanna á 37. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á báðum vígstöðvum

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Staðan í leik Milan og Lyon á San Siro er enn jöfn 1-1 en ekkert mark hefur verið skorað í leik Villareal og Inter á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Lyon jafnaði

Lyon var ekki lengi að svara á San Siro en staðan er orðin 1-1 í leik Milan og Lyon. Það var Diarra sem jafnaði fyrir franska liðið aðeins sex mínútum eftir að Milan komst yfir á 25. mínútu og nú stendur það vel að vígi með mark skorað á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Inzaghi kemur Milan yfir

Framherjinn skæði Filippo Inzaghi hefur komið AC Milan yfir gegn Lyon á San Siro í leik liðanna í Meistaradeildinni. Inzaghi skoraði með skalla á 25. mínútu leiksins og því eru Ítalirnir í vænlegri stöðu í einvíginu eftir að fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fabregas á góðum batavegi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn á að miðjumaðurinn Cesc Fabregas verði klár í byrjunarlið í leiknum gegn Juventus í Meistaradeildinni annað kvöld en telur aðeins 30% líkur á því að varnarmaðurinn Emmanuel Eboue verði í byrjunarliðinu. Fabio Capello segist ekki gráta það að vanti menn í lið Juventus, en fagnar því sérstaklega að endurheimta Pavel Nedved úr leikbanni.

Sport
Fréttamynd

Milan - Lyon í beinni á Sýn

Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og verða þeir báðir sýndir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra. Leikur Milan og Lyon er í beinni á Sýn og hefst útsending þar klukkan 18:30 og á sama tíma hefst bein útsending frá leik Villareal og Inter á Sýn Extra.

Sport
Fréttamynd

Hasselbaink svartsýnn

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink hjá Middlesbrough er ekki bjartsýnn á að verða boðinn nýr samningur hjá félaginu, en núverandi samningur hins 34 ára gamla leikmanns rennur út í sumar.

Sport
Fréttamynd

Samningur Herberts ekki endurnýjaður

Nú er ljóst að KRingar munu ráða nýjan þjálfara til að taka við úrvalsdeildarliði félagsins næsta vetur því í dag tilkynnti félagið að samningur Herberts Arnarssonar yrði ekki endurnýjaður. Herbert hefur stýrt KR í tvö ár en liðið hefur ekki náð að komast í úrslitin undir hans stjórn.

Sport
Fréttamynd

Flórída háskólameistari

Lið Flórída er bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir að liðið vann auðveldan sigur á UCLA í úrslitaleik í nótt 73-57. Flórída-liðið kom nokkuð á óvart í keppninni og vann andstæðinga sína með að meðaltali 16 stiga mun í úrslitaleikjunum. Joakim Noah skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot fyrir Flórída í úrslitaleiknum.

Sport
Fréttamynd

Barkley, Dumars og Wilkins í heiðurshöllina

Í gær var tilkynnt um nýjustu einstaklingana sem vígðir verða inn í körfuboltaheiðurshöllina í Bandaríkjunum og á meðal þeirra sem komust í gegn voru leikmennirnir Charles Barkley, Joe Dumars og Dominique Wilkins, sem gerðu garðinn frægan í NBA á níunda og tíunda áratugnum.

Sport
Fréttamynd

Hargreaves vonast eftir landsliðssæti

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá þýsku meisturunum Bayern Munchen segist vonast til að vinna sér sæti í HM-hópi Sven-Göran Eriksson í sumar, en Hargreaves hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í vetur eins og svo oft áður og á því sætið alls ekki víst eins og margir af ensku leikmönnunum.

Sport
Fréttamynd

Ég get náð liðinu á rétta braut

Gengi Aston Villa hefur ekki verið í samræmi við væntingar stuðningsmanna í vetur og situr liðið sem stendur í fimmta neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. David O´Leary viðurkennir að gengi liðsins hafi verið lélegt í vetur, en heldur því staðfastlega fram að hann sé maðurinn til að koma því á rétta braut á ný.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Helgi Valur Daníelsson spilaði allan tímann með liði sínu Öster sem gerði markalaust jafntefli við Gautaborg og þá gerðu Malmö og Hacken 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar komnir í úrslit

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði KR-inga í vesturbænum 90-85 í sveiflukenndum leik. Njarðvíkingar höfðu yfir í hálfleik 45-42. Njarðvík vann því einvígið 3-1 og mætir annað hvort Keflvíkingum eða Skallagrími í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur knúði fram oddaleik

Skallagrímur vann í kvöld frækinn sigur á Keflavík á heimavelli sínum Fjósinu í Borgarnesi 94-85 og því verður hreinn úrslitaleikur í Keflavík. Heimamenn voru fimm stigum undir fyrir lokaleikhlutann en tóku öll völd á síðustu tíu mínútunum, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins átta stig.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Blackburn og Wigan

Blackburn og Wigan gerðu 1-1 jafntefli í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jason Roberts kom gestunum yfir á 52. mínútu, en Shefki Kuqi bjargaði stiginu fyrir heimamenn þegar hann jafnaði metin á 84. mínútu og þar við sat. Blackburn er því enn í sjötta sæti deildarinnar með 53 stig, en Wigan er í því áttunda með 47 stig.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar yfir eftir þriðja leikhluta

Keflvíkingar hafa fimm stiga forystu gegn Skallagrími í Borgarnesi þegar þriðji leikhluta er lokið og eru því tíu mínútum frá því að tryggja sér sæti í úrslitunum. Í vesturbænum eru Njarðvíkingar í góðri stöðu gegn KR og hafa yfir fyrir lokaleikhlutann.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 50-48 í hálfleik gegn Skallagrími í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Í vesturbænum hafa KRingar yfir 45-42 gegn Njarðvík í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Gerir sér vonir um einn eða tvo leiki með Newcastle

Framherjinn Michael Owen segist aðeins gera sér vonir um að ná að spila einn eða tvo af síðustu leikjum Newcastle í vor eftir að setja þurfti nýja skrúfu í fótinn á honum á dögunum í kjölfar ökklabrots um áramótin.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta

Skallagrímur hefur yfir 23-22 eftir fyrsta leikhluta í fjórða leik liðanna í Borgarnesi í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Þá hafa Njarðvíkingar yfir 19-16 gegn KR eftir fyrsta leikhlutann í leik þeirra í DHL-höllinni.

Sport
Fréttamynd

Mendieta úr leik

Spænski miðjumaðurinn Gaizka Mendieta hjá Middlesbrough spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni eftir að hann fótbrotnaði á æfingu í dag. Mendieta þarf því að fara í uppskurð og verður frá æfingum í einar 12 vikur. Hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli allar götur síðan hann kom til Middlesbrough og ljóst að hins 32 ára gamla leikmanns bíður erfitt verkefni að koma sér í lið Boro á ný.

Sport
Fréttamynd

Federer fær sendiherrastöðu

Tenniskappinn Roger Federer hefur verið útnefndur velgjörðarsendiherra barnahjálpar sameinuðuþjóðanna, en áður hafa kappar á borð við David Beckham hlotið þessa stöðu úr röðum íþróttamanna. Með þessari útnefningu mun Federer leggja hönd á plóginn við ýmis tækifæri til að bæta hag barna sem eiga um sárt að binda víða um heim, en Federer hefur verið mjög duglegur að gefa til góðgerðarmála á ferlinum.

Sport