Pólstjörnumálið

Fréttamynd

Birgi mjög brugðið við dóminn í Færeyjum

Birgi Páli Marteinssyni var mjög brugðið í gærkvöldi þegar hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í Héraðstómi í Færeyjum samkvæmt heimildum færeyska útvarpsins. Færeyska blaðið Dimmalætning hefur eftir Birgi Páli að verst þyki honum að fá ekki að fara aftur til Færeyja - honum finnist hann eiga frekar heima þar en á Íslandi. Í Færeyjum býr afi hans og þar á hann einnig fleiri ættingja.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði 25 ára Íslending sekan í tveimur ákæruliðum af þremur í Pólstjörnumálinu. Eins og að lenda í hakkavél, segir móðirin.

Innlent
Fréttamynd

Sýkna og sekt fyrir Birgi Pál - Refsing ákveðin í kvöld

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði í dag að Birgir Páll Marteinsson væri ekki sekur um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Birgir er hins vegar ekki laus allra mála því kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um vörslu á fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Sævari Ciesielski sárna orð þingmanns

Sævar Ciesielski, sem fékk þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu svokallaða, segir að sér sárni ummæli Samúels Arnar Erlingssonar, þingmanns Framsóknarflokksins féllu á þingi í gær. Þar var Samúel að vekja athygli á máli Birgis Marteinssonar, sem sat í einangrun í Færeyjum í 170 daga í tengslum við Pólstjörnumálið.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluleit í klefa Guðbjarna

Færeyska lögreglan gerði ítarlega leit í fyrrinótt í fangaklefa sem Guðbjarni Traustason Pólstjörnufangi dvaldi í í Færeyjum, meðan hann bar vitni í máli Íslendingsins sem nú er fyrir dómi vegna sama máls.

Innlent
Fréttamynd

Smygl á bréfi olli lengd einangrunar

Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið í einangrun í fangelsinu í Þórshöfn í nær hálft ár af því að hann smyglaði bréfi úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Málflutningur í máli hans, sem er angi af Pólstjörnumálinu, hófst í gær.

Innlent
Fréttamynd

Smyglskútudrengir segja sögu sína

Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum

Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Stýrimaður smyglskútunnar dæmdur fyrir fleiri brot

Guðbjarni Traustason sem dæmdur var nú nýverið í Pólstjörnumálinu svokallaða til sjö og hálfs árs fangelsisvistar, var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir brot á umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og fyrir nytjastuld. Guðbjarna var hins vegar ekki gerð refsing í málinu þar sem um var að ræða hegningarauka við Pólstjörnudóminn.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg

"Áhrif svona langrar einangrunar­vistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins.

Innlent
Fréttamynd

Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli

Sex menn voru í gær dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sem upp hefur komið hér á landi. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, Einar Jökull Einarsson, fékk níu og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum

Íslenskur karlmaður hefur setið í einangrun í færeysku fangelsi í um fjóra mánuði. Hann var handtekinn í september í tengslum við Pólstjörnumálið. Hjá honum fundust tvö kíló af fíkniefnum. Hann verður ákærður í byrjun apríl.

Innlent
Fréttamynd

Minna verði upplýst úr sakamáladómum

Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram.

Innlent
Fréttamynd

Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum

Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins

Einar Jökull Einarsson neitaði fyrir dómi að gefa upp nafn mannsins sem bað hann um að flytja fíkniefni landsins. Aðalmeðferð í Pólstjörnumálinu lauk í gær og hafa allir mennirnir sem ákærðir eru játað aðild sína.

Innlent