Sprengisandur

Fréttamynd

Starfs­fólk spítalans rífist hvert við annað

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur í beinni útsendingu

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum

Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. 

Innlent
Fréttamynd

Alls konar íslenska og kvótakerfið í Sprengisandi

Rætt verður um alls konar íslensku, réttu leiðina í landbúnaðarmálum, hvað teljist eðlilegt afgjald fyrir aðgang að fiskimiðum og börn sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert.

Innlent
Fréttamynd

Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar

Flosi Eiríksson, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bandsins og Sigmar Vil­hjálms­son, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Innlent
Fréttamynd

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi

Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Al­­þjóða­­mál og banka­salan í brenni­­depli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrst gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi og fjallar um alþjóðamál, áhrif Úkraínustríðsins á öryggisskipan í Evrópu. Því næst ræða meðlimir fjárlaganefndar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Erlent