Slökkvilið

Fréttamynd

Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni

Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn

Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Wypadek na górze Úlfarsfell

Zespoły ratunkowe Landsbjörg i karetki pogotowia ratunkowego z Reykjaviku zostały wezwane wieczorem w okolice Úlfarsfell.

Polski
Fréttamynd

Tveggja ára tvinnbíll fuðraði upp

Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn.

Innlent
Fréttamynd

Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni á Kjalarnesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva sinueld sem kviknaði á suðaustur við Saltvík á Kjalarnesi á þriðja tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í sumarbústað reyndist eldur í rusli

Slökkviliðsstjóri segir að slökkviliðsmenn hafi þegar haldið af stað á vettvang en á leið þeirra á staðinn og við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að verið væri að brenna rusl og því ekki eins mikil hætta á ferðum og í fyrstu var talið.

Innlent