Fréttir af flugi Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. Viðskipti innlent 26.9.2024 17:17 Icelandair hækkað um ríflega fjórðung Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag. Viðskipti innlent 26.9.2024 15:46 Munu fljúga til Nashville næsta sumar Icelandair mun bæta Nashville í Tennessee við flugáætlun sína sumarið 2025. Viðskipti innlent 26.9.2024 14:07 Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag bandarísks risa Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. Viðskipti innlent 26.9.2024 11:29 Flogið á milli landa á endurnýjanlegri orku: Draumsýn eða Raunveruleiki? Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Skoðun 26.9.2024 07:32 Starfsmenn Boeing sagðir hafna tilboði um 30 prósent launahækkun Forsvarsmenn International Association of Machinists and Aerospace Workers (IAM), sem talar máli þúsunda starfsmanna Boeing, segja félagsmenn sína ekki hafa áhuga á því að ganga að nýjasta tilboði flugvélaframleiðandas. Erlent 25.9.2024 06:57 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Innlent 23.9.2024 21:45 Gengi Icelandair flaug upp á við Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent. Viðskipti innlent 23.9.2024 16:32 Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. Innlent 22.9.2024 07:17 Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Valencia næsta sumar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september. Viðskipti innlent 19.9.2024 09:57 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. Innlent 18.9.2024 19:44 Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Bóndi lýsir yfir megnri óánægju sinni með markaðsetningu Icelandair á réttum gagnvart ferðamönnum. Réttir séu mikilvægur dagur fyrir alla bændur og því bagalegt ef ekki verður þverfótað fyrir ferðamönnum í almenningnum. Þá sé ekki síst mikilvægt að féð sé meðhöndlað af vönu fólki. Innlent 18.9.2024 08:46 Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. Innlent 17.9.2024 13:25 Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Icelandair mun bæta Gautaborg í Svíþjóð við leiðakerfið sumarið 2025. Viðskipti innlent 17.9.2024 11:09 Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. Innlent 16.9.2024 21:21 Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Árshátíð flugfélagsins Play var haldin með glæsibrag í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn laugardag. Um 400 manns mættu í sínu fínasta pússi þar sem þema kvöldsins var glimmer. Lífið 16.9.2024 20:03 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Innlent 15.9.2024 07:27 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. Innlent 12.9.2024 22:40 „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. Innlent 11.9.2024 13:29 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Innlent 11.9.2024 12:20 Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Viðskipti innlent 11.9.2024 10:03 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Skoðun 11.9.2024 08:02 Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 11.9.2024 07:35 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. Innlent 10.9.2024 20:55 Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Innlent 10.9.2024 14:33 Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair. Innlent 10.9.2024 10:20 Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:07 „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Innlent 9.9.2024 21:21 Vöruflutningavél festist á brautinni Vöruflutningavél festist á Keflavíkurflugvelli síðdegis með þeim afleiðingum að tvær einkaþotur hringsóluðu og enduðu á því að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9.9.2024 17:52 Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis, seldi nýverið glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík þrettán milljónum undir ásettu verði. Lífið 9.9.2024 15:33 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 147 ›
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. Viðskipti innlent 26.9.2024 17:17
Icelandair hækkað um ríflega fjórðung Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag. Viðskipti innlent 26.9.2024 15:46
Munu fljúga til Nashville næsta sumar Icelandair mun bæta Nashville í Tennessee við flugáætlun sína sumarið 2025. Viðskipti innlent 26.9.2024 14:07
Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag bandarísks risa Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. Viðskipti innlent 26.9.2024 11:29
Flogið á milli landa á endurnýjanlegri orku: Draumsýn eða Raunveruleiki? Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Skoðun 26.9.2024 07:32
Starfsmenn Boeing sagðir hafna tilboði um 30 prósent launahækkun Forsvarsmenn International Association of Machinists and Aerospace Workers (IAM), sem talar máli þúsunda starfsmanna Boeing, segja félagsmenn sína ekki hafa áhuga á því að ganga að nýjasta tilboði flugvélaframleiðandas. Erlent 25.9.2024 06:57
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Innlent 23.9.2024 21:45
Gengi Icelandair flaug upp á við Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent. Viðskipti innlent 23.9.2024 16:32
Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. Innlent 22.9.2024 07:17
Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Valencia næsta sumar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september. Viðskipti innlent 19.9.2024 09:57
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. Innlent 18.9.2024 19:44
Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Bóndi lýsir yfir megnri óánægju sinni með markaðsetningu Icelandair á réttum gagnvart ferðamönnum. Réttir séu mikilvægur dagur fyrir alla bændur og því bagalegt ef ekki verður þverfótað fyrir ferðamönnum í almenningnum. Þá sé ekki síst mikilvægt að féð sé meðhöndlað af vönu fólki. Innlent 18.9.2024 08:46
Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. Innlent 17.9.2024 13:25
Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Icelandair mun bæta Gautaborg í Svíþjóð við leiðakerfið sumarið 2025. Viðskipti innlent 17.9.2024 11:09
Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. Innlent 16.9.2024 21:21
Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Árshátíð flugfélagsins Play var haldin með glæsibrag í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn laugardag. Um 400 manns mættu í sínu fínasta pússi þar sem þema kvöldsins var glimmer. Lífið 16.9.2024 20:03
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Innlent 15.9.2024 07:27
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. Innlent 12.9.2024 22:40
„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. Innlent 11.9.2024 13:29
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Innlent 11.9.2024 12:20
Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Viðskipti innlent 11.9.2024 10:03
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Skoðun 11.9.2024 08:02
Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 11.9.2024 07:35
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. Innlent 10.9.2024 20:55
Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Innlent 10.9.2024 14:33
Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair. Innlent 10.9.2024 10:20
Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:07
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Innlent 9.9.2024 21:21
Vöruflutningavél festist á brautinni Vöruflutningavél festist á Keflavíkurflugvelli síðdegis með þeim afleiðingum að tvær einkaþotur hringsóluðu og enduðu á því að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9.9.2024 17:52
Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis, seldi nýverið glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík þrettán milljónum undir ásettu verði. Lífið 9.9.2024 15:33