Fréttir

Fréttamynd

Kjarnorkumál Írana rædd í London

Fulltrúar sex lykilríkja í málefnum Írans funda nú í London vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Reynt er að finna leiðir til að fá Írani til að verða við kröfum um að hverfa frá kjarnorkuáætluninni. Fundurinn var ákveðinn þegar eftirlitsaðili á vegum Sameinuðu þjóðanna staðfesti að Íranir hefðu hundsað frest til að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Erlent
Fréttamynd

Eskill fær Gullvottun Microsoft

Eskill ehf. hefur hlotið Gullvottun Microsoft eða „Microsoft Gold Certified partner.“ Vottunin staðfestir að starfsmenn Eskils uppfylla kröfur um þekkingu og færni í notkun á lausnum frá Microsoft. Viðurkenningin er eftirsótt og kemur Eskli í fremstu röð hugbúnaðarfyrirtækja .

Innlent
Fréttamynd

Tætti í sundur fótboltavöll

Serbneskur fótboltakappi gerði sér lítið fyrir og tætti grasvöll FC Mramor áhugamannaliðsins með traktor í hefndarskyni fyrir að hafa verið rekinn úr liðinu. Slvomir Milnovic er 25 ára og fór með stöðu miðjumanns hjá liðinu. Þegar honum var sparkað varð hann arfavitlaus.

Erlent
Fréttamynd

Ný björgunarmiðstöð í Hafnarfirði

Ný 2000 m² björgunar- og slysavarnarmiðstöð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði verður reist í Hafnarfirði á næstunni. Með byggingunni mun öll starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar komast undir eitt þak. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna í dag á Hvaleyrarbraut 32, við gamla bátalónið.

Innlent
Fréttamynd

Heimaunnar afurðir "Beint frá býli"

Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur í samvinnu við bændur og aðra hagsmunaaðila unnið að því að gera vinnslu og sölu á heimaunnum afurðum að raunhæfum kosti fyrir bændur og neytendur. Verkefnið gengur undir nafninu "Beint frá býli" og verður heimasíða þess www.beintfrabyli.is opnuð á kynningarfundi á Akureyri á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægi undirbúnings við sýningar erlendis

Útflutningsráð stendur fyrir námskeiði á Hótel Nordica á morgun um undirbúning og eftirfylgni við sýningar í útlöndum. Markmiðið er að undirstrika mikilvægi þessara þátta fyrir stjórnendur og starfsfólk útflutningsfyrirtækja auk þess að miðla reynslu annarra.

Innlent
Fréttamynd

Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Hreinn í réttarsal í dag

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, er yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sem vitni í Baugsmálinu. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í síðustu viku að Baugsmálið væri sprottið upp af pólitískri óvild í garð fyrirtækisins og það sem fram kom á fundi Hreins og Davíðs Oddssonar sönnun um það.

Innlent
Fréttamynd

Óskarsverðlaunin afhent í nótt

Undirbúningur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina er nú í fullum gangi í Los Angeles í Bandaríkjunum, en verðlaunin verða afhent í nótt og verður hátíðin í beinni útsendingu hér á Stöð 2.

Erlent
Fréttamynd

Dansað í konungshöllinni

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni. Þar stigu Dorrit og forsetinn léttan dans.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa skotið geimflaug á loft

Íranar segjast hafa náð því takmarki sínu í gær að skjóta geimflaug á loft sem hafi síðan farið út fyrir gufuhvolf jarðar. Sérfræðingar segja að ef það reynist rétt geti Íranar hæglega smíðað langdrægar eldflaugar sem breyti stöðunni í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar afmæli þrátt fyrir óðaverðbólgu

Robert Mugabe, forseti Simbabve, fagnaði 83 ára afmæli sínu í gær. Talið er að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna hafi verið varið í veisluna. Spenna hefur magnast í landinu í liðinni viku. Verðbólga mælist nú 1600%.

Erlent
Fréttamynd

Dorrit með Hinriki í afmælisveislu

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðar árásir í Írak

Að minnsta kosti 50 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak síðasta sólahringinn. Nouri al-Maliki, forsætisráððherra landsins, sagði skömmu fyrir mannskæða sprengingu um miðjan dag í gær að ofbeldisverkum hefði fækkað í höfuðborginni, Bagdad, síðan ný herferð Bandaríkjahers gegn andspyrnumönnum hófst fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Þak á stórverslun hrundi í Danmörku

Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma.

Erlent
Fréttamynd

Rannsakað hvað olli lestarslysi

Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvað olli lestarslysi í norðvesturhluta landsins í gær. Kona á níræðisaldri týndi lífi í slysinu og átta liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. 120 manns voru um borð. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow þegar allir níu vagnar hennar fóru af sporinu í vatnahéraði Cumbríu norðvestur af Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn.

Innlent
Fréttamynd

Rottugangur á KFC/Taco Bell stað í New York

Þær voru hungraðar rotturnar sem hlaupu um gólf KFC/Taco Bell veitingastaðarins í New York snemma í gærmorgun. Sjónvarpsstöð í borginni náði myndum af rottunum þar sem þær klifruðu upp í barnastóla og hlupu milli borða í leit að æti.

Erlent
Fréttamynd

Prodi beðinn um að sitja áfram

Ítalíuforseti hefur beðið Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, um að sitja áfram í embætti. Prodi sagði af sér á miðvikudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlegt lestarslys á Englandi

Einn týndi lífi og tæplega 80 slösuðust, þar af 5 lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um 120 farþega.

Erlent
Fréttamynd

Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni

Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að fallið verði frá einum ákærulið

Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu telja forsendur fyrir einum ákærulið brostnar eftir vitnisburð Jóns Geralds Sullenbergers. Sækjandi segist ekki ætla að falla frá ákæruliðnum. Jón Gerald segir Gaum aldrei hafa átt bát með sér.

Innlent
Fréttamynd

FL Group með fullnýtta heimild í Glitni

FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað

Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merkel og Chirac ræða við EADS

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar

Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tröllvaxinn smokkfiskur til rannsóknar

Fiskimenn á Nýja-Sjálandi veiddu á dögunum risavaxinn smokkfisk, þann þyngsta sem nokkru sinni hefur veiðst. Hann er um 450 kíló og það tók 2 klukkustundir að landa honum. Smokkfiskar sem þessi verða allt að 14 metrar á lengd og hafa lengi verið einhver leyndardómsfyllstu dýr hafdjúpanna.

Erlent
Fréttamynd

Haraldur Noregskonungur sjötugur

Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni.

Erlent