Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. 24.2.2023 20:16
Brúnni lokað og bræður læstir inni Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. 24.2.2023 19:10
Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. 24.2.2023 18:37
„Pollrólegur“ rostungur vekur lukku á Breiðdalsvík Rostungur spókaði sig „pollrólegur“ á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í dag. Gestir og gangandi fylgdust með dýrinu í dag en að sögn íbúa var rostungurinn slakur og rólegur. Matvælastofnun biður fólk að fara varlega. 24.2.2023 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á. 24.2.2023 18:00
Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. 23.2.2023 23:10
Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. 23.2.2023 21:57
HÍ býður upp á meistaranám í afbrotafræði Háskóli Íslands býður upp á meistaranám í afbrotafræði frá og með haustmisseri 2023. Námið er ætlað fólki í störfum við ólíkar stofnanir sem fást við glæpi og refsingar. 23.2.2023 21:35
Máluðu risastóran Úkraínufána við rússneska sendiráðið Fjórir voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa málað úkraínska fánann á götu fyrir framan sendiráð Rússa í borginni. 23.2.2023 19:53
Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. 23.2.2023 18:59