Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Sunnan stormur á morgun, hlýnandi veður og talsverð rigning sunnan- og vestantil seinnipartinn, talverðar líkur á asahláku með vatnavöxtum. Ekkert ferðaveður.“ 7.12.2024 19:54
„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ 7.12.2024 19:10
Bíll valt í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki. 7.12.2024 18:08
Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Að minnsta kosti fjórir eru látnir og þrír slasaðir eftir sprengingu í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Haag-borg í Hollandi í morgun. Hluti hússins hrundi við sprenginguna klukkan 6:15 í morgun og hafa viðbragðsaðilar verið að störfum á vettvangi í allan dag. 7.12.2024 17:53
Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6.12.2024 23:41
Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6.12.2024 23:00
Var hótað eftir útgáfu bókarinnar „Eiginlega getum við sagt að öll þjóðin ætti smávegis að skammast sín fyrir þetta. Það er að hafa ekki talað um þetta meira sín á milli út frá þeim upplýsingum sem voru til staðar í máli mann á milli, á þessum tíma.“ 6.12.2024 22:13
Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segist hafa brugðið að sjá dönsk innflutt egg til sölu í verslunum hér á landi. Hann segir stöðu eggja á Íslandi óþarflega tæpa eins og er. 6.12.2024 21:22
Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6.12.2024 20:49
Íslendingur handtekinn í Rússlandi Íslenskur ríkisborgari var handtekinn á leiðinni frá Rússlandi til Japans og í kjölfarið vísað úr landi. Hann er sagður hafa verið handtekinn fyrir að ferðast ólöglega með bát yfir landamæri Rússlands til Japans. 6.12.2024 18:47