Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Verslunar­rekstur Orkunnar seldur til Heim­kaupa og Gréta María ráðin for­stjóri

Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.

AGS segir Seðla­bankanum að fylgjast vel með fast­eigna­fé­lögum

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur að undanförnu lagt mat á stöðu efnahagsmála hér á landi, telur að fylgjast þurfi vel með atvinnuhúsnæðismarkaðinum og mögulega þarf að innleiða sérstök lánþegaskilyrði fyrir fasteignafélög sem eru mjög skuldsett.

Vara við því að ríkið sói hálfum milljarði í gagn­laust tölvu­kerfi

Nýtt frumvarp gerir ráð fyrir því að ríkið verji hálfum milljarði á næstu fimm árum í þróun á tölvukerfi sem heldur utan um upplýsingar um birgðastöðu lyfja í landinu. Veritas, stærsta samstæða landsins á sviði heilbrigðisþjónustu, segir hins vegar alls óljóst hvernig tölvukerfið þjónar yfirlýstu markmiði frumvarpsins um að sporna við lyfjaskorti.

Þrálátur vandi Pírata

Nú þegar meira en tíu ár eru liðin frá stofnun flokksins höfða þessar áherslur ekki til fólks í sama mæli og þær gerðu, og nafnið sem áður var ögrandi er nú orðið hjákátlegt.

Markaðurinn tók dýfu eftir vonbrigði með uppgjör Marel og Festi

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 7,5 prósent, sem er þriðja mesta lækkun vísitölunnar frá fjármálahruni og endurspeglar vonbrigði markaðarins með uppgjör Marels og Festi. Fjárfestar óttast að uppgjörin, sem litast einkum af áhrifum hækkandi vaxta og verðbólgu, kunni að vera vísbending um það sem er í vændum hjá öðrum skráðum félögum.

Brýnna að berjast gegn kjarn­orku en fyrir hags­munum ferða­þjónustu

Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að stjórnvöld hefðu frekar átt að beita sér gegn því að fjárfesting í kjarnorku yrði felld undir skilgreininguna á sjálfbærum fjárfestingum heldur en að krefjast undanþágu frá álagningu losunarkostnaðar í millilandaflugi.

Sjá meira