
Í sjálfheldu í vonskuveðri á þverhníptu bjarginu
Á gamlárskvöld árið 1994 fældist hópur hesta frá bænum Tungu í Svínadal við flugeldasprengingar. Ragnar Axelsson ljósmyndari slóst í för með hópi manna sem hugðist halda í leiðangur upp á fjallið til þess að bjarga hestunum.