Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram. 2.11.2024 11:31
Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Miðvörðurinn sterkbyggði Axel Óskar Andrésson og KR hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að hann yfirgefi félagið. 2.11.2024 10:17
Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta. 2.11.2024 09:56
Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfuboltakonan Alexis Morris segist aldrei hafa lent í því áður að þjálfari vanvirði hana með blótsyrðum, eins og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur gerði við lok leiks í Bónus-deildinni á þriðjudag. Hún kveðst hafa verið óörugg þegar Friðrik hafi elt hana inn í sal eftir leik. 2.11.2024 09:37
Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu Að minnsta kosti 158 manns hafa látist vegna hamfaraflóðanna á Spáni og þar á meðal er fyrrverandi fótboltamaðurinn Jose Castillejo. 1.11.2024 14:32
„Passar fullkomlega við svona félag“ Portúgalski fótboltamaðurinn Diogo Dalot er sannfærður um að landi hans, Ruben Amorim, eigi eftir að spjara sig vel sem knattspyrnustjóri Manchester United. 1.11.2024 14:01
Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur nú staðfest komu portúgalska stjórans Ruben Amorim. Hann mun taka formlega við liðinu mánudaginn 11. nóvember. 1.11.2024 12:09
Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Erik ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á mánudagsmorgun. Hann fær veglegan starfslokasamning en er engu að síður í öngum sínum. 1.11.2024 11:33
Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. 1.11.2024 10:35
Ríkjandi meistari stígur á svið Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1.11.2024 10:02