Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur nú staðfest að hún muni snúa aftur til keppni, fertug að aldri, tæpum sex árum eftir að hún lagði skíðin á hilluna. 14.11.2024 15:17
Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Claudio Ranieri hefur starfað við fótboltaþjálfun í tæpa fjóra áratugi og þessi 73 ára gamli Ítali er nú tekinn við liði Roma, í þriðja sinn á ferlinum. 14.11.2024 14:31
Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Fljótasti Íslendingur sögunnar er hinn 17 ára gamli Magnús Jóhannsson, sem reyndar hefur búið alla sína ævi í Hong Kong. Þær fréttir koma framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands í opna skjöldu en hann segir Magnús hjartanlega velkominn í íslenska landsliðið hafi hann áhuga á því. 14.11.2024 12:31
Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. 14.11.2024 10:26
Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Milutin Osmajic, samherji Stefáns Teits Þórðarsonar hjá enska B-deildarliðinu Preston, mun ekki mæta Stefáni á laugardaginn þegar Svartfjallaland og Ísland eigast við í Þjóðadeildinni í fótbolta. 13.11.2024 16:46
Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. 13.11.2024 16:01
Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. 13.11.2024 14:54
Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. 13.11.2024 11:43
Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. 12.11.2024 16:46
Ödegaard strax aftur heim Fyrirliðinn Martin Ödegaard verður ekki með norska landsliðinu í leikjunum við Slóveníu og Kasakstan, í Þjóðadeildinni í fótbolta á næstu dögum. 12.11.2024 15:17