Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul. 9.12.2024 11:33
Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Fótboltamaðurinn Michail Antonio, leikmaður West Ham og jamaíska landsliðsins, verður lengi frá keppni eftir hræðilegt bílslys um helgina. 9.12.2024 10:34
„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi. 9.12.2024 09:32
Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. 9.12.2024 08:32
Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Spánverjinn Marc Cucurella rann tvisvar með ansi klaufalegum hætti í leik Chelsea og Tottenham í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og ætlar aldrei að nota sömu takkaskó aftur. 9.12.2024 07:32
„Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ „Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður bjóst einhvern veginn aldrei við þessu. Við bræðurnir saman í uppeldisfélaginu okkar,“ segir markvörðurinn Jökull Andrésson eftir mikinn gleðidag í Mosfellsbæ í gær, þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu til leiks fjóra leikmenn. 7.12.2024 08:01
„Heyrt margar reynslusögur“ „Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar. 6.12.2024 16:00
Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Haukar eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar í handbolta og í dag kom í ljós að næsti andstæðingur þeirra verður slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz. 6.12.2024 14:02
Glódís í 41. sæti í heiminum Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. 6.12.2024 13:48
Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. 6.12.2024 12:09