Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Loka nú öllum landa­mærunum við Rúss­land

Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað.

Páfinn í hvíld og á sýkla­lyfjum

Frans Páfi hefur takmarkað dagskrá sína vegna veikinda. Hann fær sýklalyf í æð vegna sýkingar í lungum en er þó ekki með lungnabólgu eða hita.

Öllum bjargað eftir sau­tján daga

Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni.

Segir Þjóð­verja standa frammi fyrir nýjum raun­veru­leika

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.

Eigin­kona Budanovs á sjúkra­húsi vegna eitrunar

Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum.

Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð

Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin.

Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar.

Missti ríkis­borgara­réttinn á sjö­tugs­aldri

Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt.

Sjá meira