Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels

Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar.

Segja lög­reglu­þjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann

Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr.

Loka­þáttur Babe Patrol

Lokaþáttur stelpnanna í Babe Patrol er í kvöld en það verður nóg um að vera hjá þeim. Þær munu meðal annars gefa áhorfendum gjafir, fara yfir þeirra bestu leiki og gera ýmislegt annað.

Enn og aftur tafir á mála­ferlum gegn Trump

Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna.

Um­fangs­mestu á­rásir Rússa í nokkrar vikur

Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu.

Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu sam­neyti þeirra

Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans.

Segir Banda­ríkja­menn þurfa að þrýsta á Ísraela

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Stormy Daniels í dómsal með Trump

Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Líf­verðir Selenskís sakaðir um að skipu­leggja bana­til­ræði

Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB.

Sjá meira