Fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi: Minnsti munurinn á Höllu og Katrínu hingað til Halla Tómasdóttir leiðir í Suðvesturkjördæmi eftir að fyrstu atkvæðin hafa verið talin með 27,66 prósent atkvæðum. Katrín Jakobsdóttir er þar rétt á eftir með 25,93 prósent atkvæða og er um að ræða minnsta muninn þeirra á milli á landsvísu. 2.6.2024 01:08
Katrín ávarpaði stuðningsmenn: „Ég sé ekki eftir þessu“ Katrín Jakobsdóttir þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosningabaráttuna og sagðist ekki sjá eftir neinu. Hún væri maður að meiri eftir fjölda fundi með fólki út um allt land. 2.6.2024 01:01
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi: Halla Tómasdóttir efst Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði í fyrstu tölum atkvæða sem talin hafa verið í Norðvesturkjördæmi. Hún mælist með 33,07 prósent fylgi en á eftir henni kemur Katrín Jakobsdóttir með 26,13 prósent fylgi. Halla Hrund Logadóttir er þriðja með 19,62 prósent fylgi. 2.6.2024 00:50
Fyrstu tölur úr Reykjavík norður: Halla Tómasdóttir er efst Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði í Reykjavík norður með 31,9 prósent en á eftir henni kemur Katrín Jakobsdóttir með 27,9 prósent. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. 2.6.2024 00:44
Katrín sér ekki eftir framboði sínu Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. 2.6.2024 00:25
Fyrstu tölur úr Reykjavík suður: Halla Tómasdóttir með flest atkvæði Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði eftir fyrstu tölur úr Reykjavík Suður. Hún er með 32,5 prósent fylgi en á eftir henni kemur Katrín Jakobsdóttir með 28,9 prósent. Halla Hrund Logadóttir er með 12,95 prósenta fylgi. 2.6.2024 00:22
Segir klútabyltinguna vera hafna „Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki. 2.6.2024 00:01
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1.6.2024 23:25
Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi: Halla Tómasdóttir með flest atkvæði Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði samkvæmt fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi. Hún er með 37 prósenta fylgi. Á eftir henni kemur Katrín Jakobsdóttir með rúm 19 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 16 prósent. 1.6.2024 23:05
Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi: Halla Tómasdóttir efst Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði í fyrstu tölum úr Norðausturkjördæmi. Halla mælist með 35,42 prósent fylgi. Næst á eftir kemur Katrín Jakobsdóttir með 27 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 17 prósent. Talin hafa verið 3000 atkvæði. Auðir seðlar 12. Ógildir 4. 1.6.2024 22:58