Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn. 23.12.2025 21:00
Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu. 23.12.2025 20:02
Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. 22.12.2025 15:29
Gaf fingurinn á Miklubraut Myndband þar sem má sjá ökumann pallbíls gefa öðrum ökumanni fingurinn á umdeildri aðrein við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hefur vakið mikla athygli og skiptast ökumenn í tvær fylkingar um það hvor var í rétti. Aðalvarðstjóri biðlar til fólks um að sýna hvert öðru tillitssemi. 22.12.2025 14:45
Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22.12.2025 13:49
Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun ávarpa bresku þjóðina í árlegu hátíðarávarpi sem sýnt er á Channel 4 sjónvarpsstöðinni. Þar mun hann rifja upp árið sem er að líða og þegar þáttur hans var tekinn af dagskrá um stund. 22.12.2025 11:30
Frosti og Arnþrúður fá styrki Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fá alls 28 fjölmiðlar 550 milljónir króna sem deilt er þeirra á milli en líkt og á síðasta ári hljóta Árvakur og Sýn hæstu styrkina, um 104 milljónir króna hvort fyrirtækið en Sameinaða útgáfufyrirtækið sem gefur út Heimildina og Mannlíf er í þriðja sæti, fær tæpar 78 milljónir. 22.12.2025 11:11
Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Það voru fáklæddir barþjónar sem tóku á móti gestum í Bíó Paradís síðustu helgi þegar spánýr kokteilabar opnaði í bíóinu. Nafnið hringir eflaust bjöllum hjá mörgum en barinn heitir Regnboginn líkt og kvikmyndahúsið á Hverfisgötu hét um árabil. 19.12.2025 17:03
Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Bandaríska Dawson's Creek stjarnan James Van Der Beek segist vera einkar þakklátur fyrir lífið þrátt fyrir að árið hafi leikið hann grátt. Hann greindist árið 2023 með þriðja stigs ristilkrabbamein og segir það í raun hafa verið það besta sem kom fyrir hann. 19.12.2025 16:48
Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Heilsu norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur hrakað gríðarlega vegna lungnasjúkdóms hennar. Ástandið er nú svo alvarlegt að hún mun líklega þurfa á lungnaígræðslu að halda, sem er stór og hættuleg aðgerð að sögn lækna hennar. 19.12.2025 13:12