Selur hjörð en ekki jörð Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. 18.11.2025 11:21
Áhugi á Valhöll Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti. 18.11.2025 06:47
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. 17.11.2025 15:13
Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. 17.11.2025 13:34
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. 17.11.2025 11:02
Mark Rutte heimsækir Ísland Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024. 17.11.2025 09:14
Skortir lækna í Breiðholti Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um. 14.11.2025 08:45
Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sem sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum játar sök að hluta. 13.11.2025 14:54
Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar. 13.11.2025 10:35
Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Frakkar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því að mannskæðar hryðjuverkaárásir voru framdar í París. Minningarathafnir verða haldnar víða um landið en 130 manns létu lífið í árásum vígamanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið þann 13. nóvember árið 2015. 13.11.2025 09:59
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent