Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. 28.1.2026 21:56
Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. 28.1.2026 20:09
Dómsdagsklukkan færð fram Hin svokallaða dómsdagsklukka hefur verið færð fram og stendur nú í 85 sekúndum frá miðnætti, sem er met. Í fyrra var hún í 89 og færðist því fjórum sekúndum nær endalokunum milli ára. Dómsdagsklukkan er tæki vísindamanna til að sýna fram á það hve nálægt mannkynið er heimsendi. 28.1.2026 17:02
Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins heyra í sér á Alþingi þegar sá síðarnefndi lagði fram breytingatillögu um útlendingafrumvarp sem greidd voru atkvæði um í þingsal á versta tíma, yfir landsleik Íslands og Slóveníu í handbolta. 28.1.2026 16:34
Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr. 27.1.2026 21:57
Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita hafa verið saman í þrjú ár í dag. Söngvarinn lætur þess getið á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir ljóð til síns heittelskaða. 27.1.2026 20:43
Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni. 27.1.2026 20:13
Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Framkvæmdastjóri segist ekki geta gefið upp hve stóran hluta hinir nýju eigendur eignast í fyrirtækinu en segist vongóður að með þessu verði rekstur fyrirtækisins tryggur og segir síðustu misseri hafa verið mikla rússíbanareið. 27.1.2026 19:30
Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur. 27.1.2026 17:40
Birta og LV skoða mögulegan samruna Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá báðum lífeyrissjóðum. 27.1.2026 17:07