Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um tíu manns bjargað úr Mera­dölum

Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir.

Hopp íhugar að grípa til sekta

Framkvæmdastjóri Hopp segist taka það mjög alvarlega að fólk leggi rafskútum svo illa að það stofni lífi fólks í hættu eða hindri för þeirra. Hún segir að ef ástandið batni ekki þurfi fyrirtækið mögulega að grípa til þess að sekta notendur.

Pálmi Guð­munds­son hættur hjá Símanum

Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Símans, er hættur hjá fyrirtækinu eftir sjö ára starf. Hann sagði upp að eigin ósk á fimmtudag og hefur ekki gefið frekari skýringar á uppsögninni.

Meira en átta­tíu menn sakaðir um að hóp­nauðga átta konum

Meira en áttatíu menn ásakaðir um að hópnauðga átta konum komu fyrir dómara í Krugersdorp í Suður-Afríku í gær. Mennirnir réðust á tökulið sem var að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefinni námu í Krugersdorp, nauðguðu konum hópsins og rændu fólkið öllum verðmætum.

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Tveir myrtir í Otta í Noregi

Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn.

Kröftugir skjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir um hálf tólf

Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir með hálfrar mínútu millibili um hálf tólf. Samkvæmt sjálfvirku mælingakerfi Veðurstofunnar voru þeir báðir á um kílómetra dýpi og átti sá minni upptök sín 19,5 kílómetra austsuðaustur af Laka og sá stærri 4,8 kílómetra norður af Krýsvík.

Stórt bjarg hrunið úr Gálga­klettum norð­ur af Grinda­vík

Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum.

Sjá meira