Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar. 6.4.2023 20:04
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5.4.2023 18:04
„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. 4.4.2023 20:30
Ásta Dóra er undrabarn í píanóleik Hún er undrabarn í píanóleik, enda hefur hún unnið fjölmargar píanókeppnir hér heima og erlendis. Hér erum við að tala um Ástu Dóru Finnsdóttur, sextán ára stelpu í Garðabæ. 3.4.2023 20:05
„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. 2.4.2023 20:05
92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. 1.4.2023 20:01
Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. 1.4.2023 14:03
Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi. 28.3.2023 19:17
Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. 26.3.2023 20:06
Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins. 25.3.2023 20:05