Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23.2.2023 15:16
Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. 12.2.2023 21:39
Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. 11.2.2023 21:05
Bráðamóttakan á Selfossi - Erfið staða um helgina Vegna alvarlegrar manneklu á Bráðamóttökunni á Selfossi verður erfið staða á deildinni um helgina. Alvarlegum veikindum og slysum verður þó áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra, sem leita á móttökuna en læknisþjónusta verður skert. 11.2.2023 15:03
Þung staða á bráðamóttökunni á Selfossi Þung staða er á bráðamóttökunni á Selfossi vegna manneklu. Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. Forstjóri segir forgangsraða þurfi tilfellum eftir alvarleika en að bráðum veikindum og slysum verði sinnt. 11.2.2023 13:42
Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . 11.2.2023 12:01
Fjórar umsóknir um stöðu prest í Árborgarprestakalli Nýlega var auglýst laus staða prests í Árborgarprestakalli og rann umsóknarfrestur út á miðnætti 7. febrúar. Fjórar umsóknir bárust um starfið en einn umsækjandi óskar nafnleyndar. 10.2.2023 10:05
90 milljónir í snjómokstur í Árborg á hálfum mánuði Kostnaður Sveitarfélagsins Árborgar vegna snjómoksturs eftir mikið fannfergi frá miðjum desember síðastliðins til 31. desember er um 90 milljónir króna. 9.2.2023 10:05
Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. 8.2.2023 21:01
Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. 28.1.2023 10:23