

Fréttamaður
Magnús Hlynur Hreiðarsson
Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.
Nýjustu greinar eftir höfund

20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis
Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu.

„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð
Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunni. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni.

Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku
Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni.

Óljóst með skólahald eftir helgi
Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist skilja aðgerðir kennara vel, en margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum.

Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife
Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins.

Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum
Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu.

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi
Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum
Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur.

Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi
Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn.

100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð
Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla.