Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag

"Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg Ottósson, eini sveppabóndi landsins og eigandi Flúðasveppa á Flúðum.

Menntamálaráðherra borðar íslenskt grænmeti í öll mál

"Ég held að við getum alltaf verið duglegri að borða grænmeti, ég veit það með sjálfan mig en mér finnst grænmeti afskaplega gott og hef það við allar máltíðir“, segir Lilja.Dögg Alfreðsdóttir, mennta og menningamálaráðherra aðspurð hvort Íslendingar væru nógu duglegir að borða grænmeti.

Hundrað konur í Zumba í sundi á Selfossi

"Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu á Selfossi, sem fagnar 20 ára afmæli þessa dagana.

Matjurtagarðar Akureyrar verðlaunaðir

Þá fékk Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans heiðusverðlaun garðyrkjunnar en hann er fæddur á Reykjum í Ölfusi 5. nóvember 1941. Unnsteinn Ólafsson, faðir Grétars var fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskólans þegar hann var stofnaður 1939. Grétar tók við starfinu af föður sínum og var skólastjóri skólans í 32 ár.

Jákvæðni skilaði Guðbjörgu 100 ára aldri

En hverju má þakka háum aldri Böggu, Þórir Haraldsson, uppeldissonur hennar á svar við því. "Ég er eiginlega viss um það að það er vegna þess hvað hún hefur alltaf verið jákvæð og svo náttúrulega sveitaloftið og holt mataræði og reyndar mikil vinna en ég held að jákvæðni skipti höfuð máli“.

Harmoníkutónlist í uppáhaldi hjá fuglinum Emmu

Fuglar af þessari tegund tala og syngja mikið, Emma er þar engin undantekning. Emma hefur gaman af tónlist, ekki síst þegar gestir koma með harmonikku á Sólheima til að spila og syngja.

Erlendir starfsmenn Flúðasveppa skyldaðir á íslenskunámskeið

Íslenskunámskeiðið fer fram í húsnæði Flúðasveppa þar sem erlendir starfsmenn fyrirtækisins koma saman og læra íslensku. Sumir hafa unnið í nokkur ár hjá fyrirtækinu á meðan aðrir eru ný byrjaðir. Kennari á námskeiðinu eru Anna Ásmundsdóttir.

Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur

"Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr á opnum stjórnmálafundi á Hótel Selfossi.

Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi

Fjöldi nemenda í efstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru.

Sjá meira